Mikilvægt að vilja breytast Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 9. apríl 2008 00:01 Markþjálfinn Mikael Söderman segir mikilvægt að fólk sem leiti til hans vilji virkilega breytast til hins betra. Hann vill sjá þátttakendur á námskeiðum hans úrvinda þegar yfir lýkur. Markaðurinn/Arnþór „Fólk verður að vera opið fyrir því að vilja breytast. Sé það lokað og neikvætt skilar markþjálfun litlum árangri,“ segir Mikael Söderman, ráðgjafi og markþjálfi. Markþjálfun (e. coaching) hefur slegið í gegn hér á landi. Er nú svo komið að leitun er að þeim einstaklingi sem ekki hefur farið á eitt af þeim fjölda námskeiða sem í boði eru, sem eiga að bæta þá sem leiðtoga í víðustu merkingu orðsins – jafnt í daglegu starfi sem eigin lífi. Með þjálfuninni er leitast við að þátttakandi verði meðvitaður um eigin hegðun, láti af slæmum vana og reyni að laða fram það besta úr samstarfsfólki sínu. Atriði sem þessi skipta stórkostlegu máli, ekki síst fyrir rekstur fyrirtækja. Sé stjórnandinn góður verður samstarfsfólk hans ánægðara og afköstin eftir því meiri. „Það getur svo skilað sér í auknum tekjum hjá fyrirtækinu og þá eru allir ánægðir,“ segir Mikael og hlær. Ýmsar upphæðir hafa verið nefndar fyrir námskeið á borð við það sem Mikael býður upp á. Við ræðum engar upphæðir en heyrst hefur að hans leið kosti um milljón á mann. En upphæðir skipta kannski minna máli en niðurstaðan, endastöðin. „Þetta kemur út á eitt: viðhorf fólks til leiðtogans og merkin sem hann sendir frá sér,“ segir hann. Mikael segir að mikilvægt sé að þátttakendur í námskeiðum hans vilji virkilega breytast. „Ég er ekki endilega að segja að haft sé samband við mig þegar allt er komið í hnút, fyrirtækið í krísu, þótt það gerist auðvitað stundum, heldur vill það breytast, ganga inn í nýja tíma – segjum framtíðina. Fyrirtæki eru bara fólk sem vill halda áfram og þróast,“ segir hann og leggur áherslu á að breytist starfsfólk fyrirtækja ekki sé hætta á stöðnun þess, bæði í starfi sem daglegu lífi. Þrátt fyrir tiltölulega ungan aldur, en Mikael er 35 ára, hefur hann sjálfur upplifað talsverðar breytingar, jafnt utan sem innan veggja þeirra fyrirtækja sem hann hefur starfað hjá í sænskum orku- og fjarskiptageira. Hann hefur síðastliðin sjö ár ferðast um heiminn og þjálfar starfsfólk fyrirtækja af ýmsum stærðum. Þar af hefur Mikael síðastliðin fjögur ár komið hingað til lands einu sinni í mánuði, allt upp í viku í senn, og þjálfað forstjóra, framkvæmdastjóra og millistjórnendur hjá fjölmörgum íslenskum fyrirtækjum. Það orðspor fer af honum að hann sé góð fyrirmynd, harður í horn að taka, nagli sem leggi mikið upp úr nákvæmni og stundvísi. Það ætti að vera íslenskum stjórnendum ágæt lexía enda telur Mikael Íslendinga skorta aga. „Þeir eru kærulausir,“ segir hann. „En það getur þó haft kosti og galla.“ Aga segist hann þekkja ágætlega eftir veru sína í sérsveitum sænska hersins á árum áður. Þekkingin sem hann aflaði sér þar nýtist vel í lífi og starfi, að hans sögn. Mikael segir að gjarnan komi stjórnendur fyrirtækja að máli við hann. Þeir vilji bjóða starfsfólki sínu upp á krydd í fyrirtækjatilveruna og hafi dottið í hug að fá hann til að messa yfir mannskapnum. „Ég hristi bara höfuðið og vísa þeim annað,“ segir Mikael. „Fólk verður virkilega að langa til að koma til mín. Annars verður árangurinn enginn eða skammvinnur,“ segir hann og tæpir á því að helst vilji hann sjá þátttakendur úrvinda þegar hann hefur lokið sér af. „Það sýnir að viðkomandi lagði mikið á sig,“ segir Mikael. Héðan og þaðan Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Neytendur Fleiri fréttir Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Sjá meira
„Fólk verður að vera opið fyrir því að vilja breytast. Sé það lokað og neikvætt skilar markþjálfun litlum árangri,“ segir Mikael Söderman, ráðgjafi og markþjálfi. Markþjálfun (e. coaching) hefur slegið í gegn hér á landi. Er nú svo komið að leitun er að þeim einstaklingi sem ekki hefur farið á eitt af þeim fjölda námskeiða sem í boði eru, sem eiga að bæta þá sem leiðtoga í víðustu merkingu orðsins – jafnt í daglegu starfi sem eigin lífi. Með þjálfuninni er leitast við að þátttakandi verði meðvitaður um eigin hegðun, láti af slæmum vana og reyni að laða fram það besta úr samstarfsfólki sínu. Atriði sem þessi skipta stórkostlegu máli, ekki síst fyrir rekstur fyrirtækja. Sé stjórnandinn góður verður samstarfsfólk hans ánægðara og afköstin eftir því meiri. „Það getur svo skilað sér í auknum tekjum hjá fyrirtækinu og þá eru allir ánægðir,“ segir Mikael og hlær. Ýmsar upphæðir hafa verið nefndar fyrir námskeið á borð við það sem Mikael býður upp á. Við ræðum engar upphæðir en heyrst hefur að hans leið kosti um milljón á mann. En upphæðir skipta kannski minna máli en niðurstaðan, endastöðin. „Þetta kemur út á eitt: viðhorf fólks til leiðtogans og merkin sem hann sendir frá sér,“ segir hann. Mikael segir að mikilvægt sé að þátttakendur í námskeiðum hans vilji virkilega breytast. „Ég er ekki endilega að segja að haft sé samband við mig þegar allt er komið í hnút, fyrirtækið í krísu, þótt það gerist auðvitað stundum, heldur vill það breytast, ganga inn í nýja tíma – segjum framtíðina. Fyrirtæki eru bara fólk sem vill halda áfram og þróast,“ segir hann og leggur áherslu á að breytist starfsfólk fyrirtækja ekki sé hætta á stöðnun þess, bæði í starfi sem daglegu lífi. Þrátt fyrir tiltölulega ungan aldur, en Mikael er 35 ára, hefur hann sjálfur upplifað talsverðar breytingar, jafnt utan sem innan veggja þeirra fyrirtækja sem hann hefur starfað hjá í sænskum orku- og fjarskiptageira. Hann hefur síðastliðin sjö ár ferðast um heiminn og þjálfar starfsfólk fyrirtækja af ýmsum stærðum. Þar af hefur Mikael síðastliðin fjögur ár komið hingað til lands einu sinni í mánuði, allt upp í viku í senn, og þjálfað forstjóra, framkvæmdastjóra og millistjórnendur hjá fjölmörgum íslenskum fyrirtækjum. Það orðspor fer af honum að hann sé góð fyrirmynd, harður í horn að taka, nagli sem leggi mikið upp úr nákvæmni og stundvísi. Það ætti að vera íslenskum stjórnendum ágæt lexía enda telur Mikael Íslendinga skorta aga. „Þeir eru kærulausir,“ segir hann. „En það getur þó haft kosti og galla.“ Aga segist hann þekkja ágætlega eftir veru sína í sérsveitum sænska hersins á árum áður. Þekkingin sem hann aflaði sér þar nýtist vel í lífi og starfi, að hans sögn. Mikael segir að gjarnan komi stjórnendur fyrirtækja að máli við hann. Þeir vilji bjóða starfsfólki sínu upp á krydd í fyrirtækjatilveruna og hafi dottið í hug að fá hann til að messa yfir mannskapnum. „Ég hristi bara höfuðið og vísa þeim annað,“ segir Mikael. „Fólk verður virkilega að langa til að koma til mín. Annars verður árangurinn enginn eða skammvinnur,“ segir hann og tæpir á því að helst vilji hann sjá þátttakendur úrvinda þegar hann hefur lokið sér af. „Það sýnir að viðkomandi lagði mikið á sig,“ segir Mikael.
Héðan og þaðan Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Neytendur Fleiri fréttir Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Sjá meira