Óvirk samkeppni Ingimar Karl Helgason skrifar 19. mars 2008 00:01 Samkeppnismarkaður með raforku er lítt virkur. Íslenskir raforkukaupendur sjá ekki ástæður til að skipta um raforkusala, enda munar ekki miklu á verðinu. Markaðurinn/Pjetur „Sjálfum fannst mér að ein meginniðurstaða hennar væri að samkeppni á raforkumarkaði væri fjarri því farin að virka sem skyldi,“ segir Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra um skýrslu ráðuneytisins um raforkumál. Í skýrslunni kemur fram að í hitteðfyrra hafi um 600 heimili skipt um raforkusala, eða sem nemur 0,35 prósentum almennra raforkunotenda. „Munurinn á verði er samt svo lítill að það skipta nánast engir um orkusala,“ segir Össur. Ný raforkulög tóku gildi um mitt ár 2003. Samfara gildistökunni átti að hefjast hér samkeppnismarkaður. Frá 1. janúar 2006 áttu allir raforkunotendur að geta valið sér raforkusala. Fram kemur í skýrslu iðnaðarráðuneytisins að fjöldi þeirra sem skipta um raforkuseljanda sé nánast eini mælikvarðinn á samkeppni á raforkumarkaði. Staðan sé töluvert önnur annars staðar á Norðurlöndum. Frá ársbyrjun 2003 hafi Danir getað valið sér raforkusala. Þar hafi 1,5 prósent notenda skipt um raforkusala í hitteðfyrra. Tæp fjögur prósent Finna skiptu um raforkusala á sama ári. Frá árinu 1997 hafa allir norskir raforkunotendur getað valið sér orkusala. Í hitteðfyrra skiptu 11,5 prósent raforkunotenda um sölufyrirtæki og 7,8 prósent Svía. Fram kemur í skýrslunni að hátt hlutfall Finna og Svía semji beint við seljanda sinn um lækkun á taxtaverði. Sambærilegar upplýsingar um slíka samninga hérlendis liggi ekki fyrir hjá Orkustofnun. „Hlutfallið er mun hærra í nágrannalöndunum, þar sem markaðurinn er þroskaðri. Í Noregi er hlutfallið til dæmis ríflega þrítugfalt meira. Þar telja neytendur greinilega að eftir einhverju sé að slægjast með því að velja nýjan orkusala. Það speglar væntanlega miklu þróaðri samkeppni, og meira hlaup í orkuverði milli fyrirtækja,“ segir Össur. Sjá má á töflunni að verðmunur milli orkusala er lítill. Sé miðað við ársnotkun í fjölbýli í Breiðholtinu munar innan við tvö þúsund krónum á hæsta og lægsta verði á raforku, sem hleypur rétt undir 50 þúsund krónum, sé kostnaður við dreifinguna tekinn með. Fólk greiðir sérstaklega fyrir hverja kílóvattstund. Síðan þarf fólk að greiða svonefnt fastagjald, sem hjá Orkuveitu Reykjavíkur nemur 6.746 krónum, án virðisaukaskatts, auk gjalds fyrir hverja kílóvattstund, sem kostar meira en kílóvattstundin kostar að jafnaði frá seljandanum. Hjörleifur Kvaran, forstjóri Orkuveitunnar, segist ekki skilja hvernig þeir sem kaupi raforkuna frá Landsvirkjun fari að því að bjóða svipað verð og Orkuveitan. „Við framleiðum sjálf um helminginn af því rafmagni sem við seljum almennum notendum. Það kostar mun minna en það sem við kaupum af Landsvirkjun og gerir okkur kleift að bjóða jafn lágt verð og raun ber vitni,“ segir Hjörleifur. Héðan og þaðan Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
„Sjálfum fannst mér að ein meginniðurstaða hennar væri að samkeppni á raforkumarkaði væri fjarri því farin að virka sem skyldi,“ segir Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra um skýrslu ráðuneytisins um raforkumál. Í skýrslunni kemur fram að í hitteðfyrra hafi um 600 heimili skipt um raforkusala, eða sem nemur 0,35 prósentum almennra raforkunotenda. „Munurinn á verði er samt svo lítill að það skipta nánast engir um orkusala,“ segir Össur. Ný raforkulög tóku gildi um mitt ár 2003. Samfara gildistökunni átti að hefjast hér samkeppnismarkaður. Frá 1. janúar 2006 áttu allir raforkunotendur að geta valið sér raforkusala. Fram kemur í skýrslu iðnaðarráðuneytisins að fjöldi þeirra sem skipta um raforkuseljanda sé nánast eini mælikvarðinn á samkeppni á raforkumarkaði. Staðan sé töluvert önnur annars staðar á Norðurlöndum. Frá ársbyrjun 2003 hafi Danir getað valið sér raforkusala. Þar hafi 1,5 prósent notenda skipt um raforkusala í hitteðfyrra. Tæp fjögur prósent Finna skiptu um raforkusala á sama ári. Frá árinu 1997 hafa allir norskir raforkunotendur getað valið sér orkusala. Í hitteðfyrra skiptu 11,5 prósent raforkunotenda um sölufyrirtæki og 7,8 prósent Svía. Fram kemur í skýrslunni að hátt hlutfall Finna og Svía semji beint við seljanda sinn um lækkun á taxtaverði. Sambærilegar upplýsingar um slíka samninga hérlendis liggi ekki fyrir hjá Orkustofnun. „Hlutfallið er mun hærra í nágrannalöndunum, þar sem markaðurinn er þroskaðri. Í Noregi er hlutfallið til dæmis ríflega þrítugfalt meira. Þar telja neytendur greinilega að eftir einhverju sé að slægjast með því að velja nýjan orkusala. Það speglar væntanlega miklu þróaðri samkeppni, og meira hlaup í orkuverði milli fyrirtækja,“ segir Össur. Sjá má á töflunni að verðmunur milli orkusala er lítill. Sé miðað við ársnotkun í fjölbýli í Breiðholtinu munar innan við tvö þúsund krónum á hæsta og lægsta verði á raforku, sem hleypur rétt undir 50 þúsund krónum, sé kostnaður við dreifinguna tekinn með. Fólk greiðir sérstaklega fyrir hverja kílóvattstund. Síðan þarf fólk að greiða svonefnt fastagjald, sem hjá Orkuveitu Reykjavíkur nemur 6.746 krónum, án virðisaukaskatts, auk gjalds fyrir hverja kílóvattstund, sem kostar meira en kílóvattstundin kostar að jafnaði frá seljandanum. Hjörleifur Kvaran, forstjóri Orkuveitunnar, segist ekki skilja hvernig þeir sem kaupi raforkuna frá Landsvirkjun fari að því að bjóða svipað verð og Orkuveitan. „Við framleiðum sjálf um helminginn af því rafmagni sem við seljum almennum notendum. Það kostar mun minna en það sem við kaupum af Landsvirkjun og gerir okkur kleift að bjóða jafn lágt verð og raun ber vitni,“ segir Hjörleifur.
Héðan og þaðan Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira