Þrír látnir eftir flóð í Bretlandi Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 26. júní 2007 12:59 Þrír eru látnir eftir hellirigningar og flóð á norðurhluta Englands og fjöldi fólks er slasað. Hjálparsveitir höfðu ekki undan að bjarga fólki af húsþökum, bílastæðum og verksmiðjuhúsnæðum. Hundruð manna hafa verið flutt af heimilum sínum og þúsundir eyddu nóttinni í björgunarskýlum. Hellirigningar í gær urðu til þess að neyðarástand skapaðist víða á norðurhluta Englands þegar flóð lokuðu vegum og bæjum. Unnið hefur verið að því í allan dag að dæla vatni úr Ulley stíflunni við Sheffield til að forða því að hún bresti og vatn flæði yfir rafmagnsstöð og ryðji niður rafmagnslínum í nágrenninu. Fjöldi heimila nálægt stíflunni hafa verið rýmd. Þyrlur breska flughersins höfðu ekki undan að bjarga fólki sem var fast á bílum eða þökum húsa. Í Sheffield, 270 kílómetra norður af London, var ástandið hvað verst og þar hrjáði rafmagnsleysi einnig sum svæðin. Hundruð voru flutt á brott þar sem fólk var innilokað á skrifstofum eða verksmiðjum og bjarga þurfti hundruð til viðbótar af heimilum sínum. Þá var fólk innilokað á bílastæðum. Sumir þurftu að bíða tímunum saman áður en þeim var bjargað. Óttast var að Ulley stíflan brysti og var M1 hraðbrautinni lokað á svæði við stífluna um tíma. Þrír létust. Flóðið þreif með sér ungling sem var á leið heim úr skóla og lík hans fannst undir kvöld í gær. Maður á sjötugsaldri var úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi eftir að hann reyndi að komast yfir götu. Og þriðji maðurinn lést svo eftir að hann festist í ræsi, þrátt fyrir örvæntingarfullar tilraunir björgunarmanna í þrjá klukkutíma að losa hann. Þúsundir gistu tímabundin björgunarskýli sem komið var fyrir í skólum og félagsmiðstöðvum. Breska verðurstofan segir úrkomuna síðasta sólarhringinn vera sem svarar einum sjötta árlegrar úrkomu. Hún varar við áframhaldandi flóðum, en telur það versta yfirstaðið. Erlent Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Sjá meira
Þrír eru látnir eftir hellirigningar og flóð á norðurhluta Englands og fjöldi fólks er slasað. Hjálparsveitir höfðu ekki undan að bjarga fólki af húsþökum, bílastæðum og verksmiðjuhúsnæðum. Hundruð manna hafa verið flutt af heimilum sínum og þúsundir eyddu nóttinni í björgunarskýlum. Hellirigningar í gær urðu til þess að neyðarástand skapaðist víða á norðurhluta Englands þegar flóð lokuðu vegum og bæjum. Unnið hefur verið að því í allan dag að dæla vatni úr Ulley stíflunni við Sheffield til að forða því að hún bresti og vatn flæði yfir rafmagnsstöð og ryðji niður rafmagnslínum í nágrenninu. Fjöldi heimila nálægt stíflunni hafa verið rýmd. Þyrlur breska flughersins höfðu ekki undan að bjarga fólki sem var fast á bílum eða þökum húsa. Í Sheffield, 270 kílómetra norður af London, var ástandið hvað verst og þar hrjáði rafmagnsleysi einnig sum svæðin. Hundruð voru flutt á brott þar sem fólk var innilokað á skrifstofum eða verksmiðjum og bjarga þurfti hundruð til viðbótar af heimilum sínum. Þá var fólk innilokað á bílastæðum. Sumir þurftu að bíða tímunum saman áður en þeim var bjargað. Óttast var að Ulley stíflan brysti og var M1 hraðbrautinni lokað á svæði við stífluna um tíma. Þrír létust. Flóðið þreif með sér ungling sem var á leið heim úr skóla og lík hans fannst undir kvöld í gær. Maður á sjötugsaldri var úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi eftir að hann reyndi að komast yfir götu. Og þriðji maðurinn lést svo eftir að hann festist í ræsi, þrátt fyrir örvæntingarfullar tilraunir björgunarmanna í þrjá klukkutíma að losa hann. Þúsundir gistu tímabundin björgunarskýli sem komið var fyrir í skólum og félagsmiðstöðvum. Breska verðurstofan segir úrkomuna síðasta sólarhringinn vera sem svarar einum sjötta árlegrar úrkomu. Hún varar við áframhaldandi flóðum, en telur það versta yfirstaðið.
Erlent Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent