Kenna stuðningsmönnum Liverpool um vandræðin Jónas Haraldsson skrifar 24. maí 2007 10:11 Á myndinni sést stuðningsmaður Liverpool með miða en óeirðalögreglan meinaði honum aðgöngu að leiknum. MYND/AFP Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur kennt áhangendum Liverpool um vandræðin fyrir leikinn. Óeirðalögregla í Aþenu notaði táragas og kylfur til þess að hafa stjórn á aðdáendunum þegar þeim var sagt að snúa heim á leið þar sem leikvangurinn væri fullur. Talsmaður UEFA, William Gaillard, sagði „Hegðun stuðningsmanna Liverpool er það sem olli vandræðum fyrir leikinn." Breska sendiráðið í Aþenu ætlar sér að taka málið upp. Leikurinn endaði 2 - 1 fyrir AC Milan en margir áhangendur Liverpool komust ekki á leikinn þrátt fyrir að vera með miða. Ólæti brutust út stuttu fyrir leikinn þegar stuðningsmönnum var haldið aftur vegna troðnings. Lögregla sagði þeim sem voru á leið í gegnum lokahliðið að hægja á sér eða jafnvel stoppa alveg. Óeirðalögreglan myndaði síðan hring í kringum svæðið til þess að koma í veg fyrir að fleiri kæmust í raðirnar. Síðan var þeim sem stóðu fyrir utan sagt að þeir kæmust ekki inn á leikinn, þrátt fyrir að vera með miða, þar sem leikvangurinn væri fullur. Þá höfðu víst fjölmargir komist inn á völlinn án þess að hafa miða eða vera með falsaða miða undir höndum. Bretar kenna hins vegar UEFA um fyrir að hafa valið svo lítinn völl og úthlutað áhangendum liðanna svo lítið magn af miðum. Einnig var talað um að lítið eftirlit hefði verið við innganginn á leikvanginn. Gaillard sagði hins vegar að ekkert hefði verið um vandræði hjá Milan stuðningsmönnunum og að það sýndi að vandræðin hefðu verið vegna hegðunar áhangenda Liverpool. Sagði hann þó langflesta hafa hegðað sér almennilega en þurft að líða fyrir hegðun örfárra einstaklinga og það væri miður. Hann neitaði því hins vegar alfarið að UEFA bæri nokkra ábyrgð á því sem úrskeiðis fór. Erlent Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira
Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur kennt áhangendum Liverpool um vandræðin fyrir leikinn. Óeirðalögregla í Aþenu notaði táragas og kylfur til þess að hafa stjórn á aðdáendunum þegar þeim var sagt að snúa heim á leið þar sem leikvangurinn væri fullur. Talsmaður UEFA, William Gaillard, sagði „Hegðun stuðningsmanna Liverpool er það sem olli vandræðum fyrir leikinn." Breska sendiráðið í Aþenu ætlar sér að taka málið upp. Leikurinn endaði 2 - 1 fyrir AC Milan en margir áhangendur Liverpool komust ekki á leikinn þrátt fyrir að vera með miða. Ólæti brutust út stuttu fyrir leikinn þegar stuðningsmönnum var haldið aftur vegna troðnings. Lögregla sagði þeim sem voru á leið í gegnum lokahliðið að hægja á sér eða jafnvel stoppa alveg. Óeirðalögreglan myndaði síðan hring í kringum svæðið til þess að koma í veg fyrir að fleiri kæmust í raðirnar. Síðan var þeim sem stóðu fyrir utan sagt að þeir kæmust ekki inn á leikinn, þrátt fyrir að vera með miða, þar sem leikvangurinn væri fullur. Þá höfðu víst fjölmargir komist inn á völlinn án þess að hafa miða eða vera með falsaða miða undir höndum. Bretar kenna hins vegar UEFA um fyrir að hafa valið svo lítinn völl og úthlutað áhangendum liðanna svo lítið magn af miðum. Einnig var talað um að lítið eftirlit hefði verið við innganginn á leikvanginn. Gaillard sagði hins vegar að ekkert hefði verið um vandræði hjá Milan stuðningsmönnunum og að það sýndi að vandræðin hefðu verið vegna hegðunar áhangenda Liverpool. Sagði hann þó langflesta hafa hegðað sér almennilega en þurft að líða fyrir hegðun örfárra einstaklinga og það væri miður. Hann neitaði því hins vegar alfarið að UEFA bæri nokkra ábyrgð á því sem úrskeiðis fór.
Erlent Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira