Wolfowitz segir af sér 17. maí 2007 23:34 Wolfowitz sagði af sér í dag. Mynd: AP Paul W. Wolfowitz lét í dag undan miklum þrýstingi stjórnar og starfsmanna Alþjóðabankans og sagði af sér sem forstjóri bankans. Með því kom hann í veg fyrir að bankastjórnin lýsti formlega yfir vantrausti á hann, í kjölfar uppljóstrana um að hann hefði skipað undirmönnum sínum að veita kærustu sinni verulega kauphækkun. Heimildarmenn dagblaðsins Washington Post sögðu eftir afsögnina að Wolfowitz hefði tekist í samningaviðræðum við stjórn bankans að fá hana til að gefa út yfirlýsingu um að hann hafi talið sig hafa haft hagsmuni bankans að leiðarljósi. Með slíka yfirlýsingu í farteskinu gæti hann yfirgefið bankann með reisn. Yfirlýsingin var gefin út nú undir kvöldið. Kærasta Wolfowitz vann hjá Alþjóðabankanum þegar hann var gerður að forstjóra fyrir tilstilli Bandaríkjastjórnar. Til að koma í veg fyrir hagsmunaárekstur var hún flutt til í starfi en fékk í leiðinni verulega kauphækkun. Wolfowitz, sem hefur notið stuðnings Bush Bandaríkjaforseta, er sakaður um að hafa skipað starfsmönnum sínum að halda kauphækkuninni leyndri. Eftir að upp komst um málið sagði hann að kauphækkun kærustunnar hefði verið sanngjarnar bætur vegna tilflutningsins í starfi. Wolfowitz er þekktur hægrimaður og er talinn einn af hugmyndafræðilegum upphafsmönnum stríðsins í Írak. Hann var settur forstjóri Alþjóðabankans, sem hefur aðsetur í Washington, fyrir tveimur árum. Erlent Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira
Paul W. Wolfowitz lét í dag undan miklum þrýstingi stjórnar og starfsmanna Alþjóðabankans og sagði af sér sem forstjóri bankans. Með því kom hann í veg fyrir að bankastjórnin lýsti formlega yfir vantrausti á hann, í kjölfar uppljóstrana um að hann hefði skipað undirmönnum sínum að veita kærustu sinni verulega kauphækkun. Heimildarmenn dagblaðsins Washington Post sögðu eftir afsögnina að Wolfowitz hefði tekist í samningaviðræðum við stjórn bankans að fá hana til að gefa út yfirlýsingu um að hann hafi talið sig hafa haft hagsmuni bankans að leiðarljósi. Með slíka yfirlýsingu í farteskinu gæti hann yfirgefið bankann með reisn. Yfirlýsingin var gefin út nú undir kvöldið. Kærasta Wolfowitz vann hjá Alþjóðabankanum þegar hann var gerður að forstjóra fyrir tilstilli Bandaríkjastjórnar. Til að koma í veg fyrir hagsmunaárekstur var hún flutt til í starfi en fékk í leiðinni verulega kauphækkun. Wolfowitz, sem hefur notið stuðnings Bush Bandaríkjaforseta, er sakaður um að hafa skipað starfsmönnum sínum að halda kauphækkuninni leyndri. Eftir að upp komst um málið sagði hann að kauphækkun kærustunnar hefði verið sanngjarnar bætur vegna tilflutningsins í starfi. Wolfowitz er þekktur hægrimaður og er talinn einn af hugmyndafræðilegum upphafsmönnum stríðsins í Írak. Hann var settur forstjóri Alþjóðabankans, sem hefur aðsetur í Washington, fyrir tveimur árum.
Erlent Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira