Man. Utd. og Chelsea halda sínu striki 10. febrúar 2007 16:53 Ji-Sung Park sést hér koma Man. Utd. yfir í leik liðsins gegn Charlton á Old Trafford í dag. Markið skoraði Park með góðum skalla. MYND/Getty Manchester United heldur sex stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir leiki dagsins en Man. Utd og Chelsea unnu bæði leiki sína í dag. Vonir Liverpool um að blanda sér alvarlega í toppbaráttunni hurfu líklega endanlega með tapi liðsins fyrir Newcastle í dag. Það var kóreyski vængmaðurinn Ji-Sung Park og skoski miðjumaðurinn Darren Fletcher sem skoruðu mörk Man. Utd gegn Charlton. í dag. Gestirnir voru síst lakari aðilinn í leiknum en Man. Utd. nýtti sín færi vel og tryggði sér áframhaldandi sex stiga forystu í deildinni. Meistarar Chelsea áttu ekki í erfiðleikum með Middlesbrough og unnu 3-0 sigur. Didier Drogba hélt uppteknum hætti fyrir Chelsea og skoraði tvívegis en eitt markanna var sjálfsmark. Man. Utd. hefur 66 stig á toppnum, Chelsea er með 60 stig en í 3. sæti er Liverpool með 50 stig. Liverpool varð að sætta sig við tap gegn Newcastle þrátt fyrir að hafa komist yfir strax í upphafi leiks með marki Craig Bellamy. Obafemi Martins og Nolberto Solano tryggðu heimamönnum hins vegar þrjú dýrmæt stig. Leikmenn Liverpool fengu fjölmörg afburða færi í leiknum en voru engan veginn á skotskónum og því fór sem fór. Ófarir West Ham halda áfram og í dag tapaði liðið á heimavelli fyrir Watford í gríðarlega þýðingarmiklum fallslag sem mun koma til með að ráða miklu um lokastöðu deildarinnar. West Ham var mun sterkari aðilinn í leiknum en Ben Foster í marki gestanna átti stórleik og reyndist sóknarmönnum West Ham óyfirstíganleg hindrun. Sheffield United sýndi mikinn karakter með því að skora tvö mörk og tryggja sér sigur gegn Tottenham á heimavelli eftir að gestirnir höfðu komist yfir strax á 2. mínútu. Þá vann Everton góðan heimasigur á Blackburn þar sem Andy Johnson skoraði eina mark leiksins á 10. mínútu. Leikur Portsmouth og Man. City. Hefst kl. 17.15 en fyrr í dag sigraði Reading lið Aston Villa, 2-0. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fleiri fréttir Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sjá meira
Manchester United heldur sex stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir leiki dagsins en Man. Utd og Chelsea unnu bæði leiki sína í dag. Vonir Liverpool um að blanda sér alvarlega í toppbaráttunni hurfu líklega endanlega með tapi liðsins fyrir Newcastle í dag. Það var kóreyski vængmaðurinn Ji-Sung Park og skoski miðjumaðurinn Darren Fletcher sem skoruðu mörk Man. Utd gegn Charlton. í dag. Gestirnir voru síst lakari aðilinn í leiknum en Man. Utd. nýtti sín færi vel og tryggði sér áframhaldandi sex stiga forystu í deildinni. Meistarar Chelsea áttu ekki í erfiðleikum með Middlesbrough og unnu 3-0 sigur. Didier Drogba hélt uppteknum hætti fyrir Chelsea og skoraði tvívegis en eitt markanna var sjálfsmark. Man. Utd. hefur 66 stig á toppnum, Chelsea er með 60 stig en í 3. sæti er Liverpool með 50 stig. Liverpool varð að sætta sig við tap gegn Newcastle þrátt fyrir að hafa komist yfir strax í upphafi leiks með marki Craig Bellamy. Obafemi Martins og Nolberto Solano tryggðu heimamönnum hins vegar þrjú dýrmæt stig. Leikmenn Liverpool fengu fjölmörg afburða færi í leiknum en voru engan veginn á skotskónum og því fór sem fór. Ófarir West Ham halda áfram og í dag tapaði liðið á heimavelli fyrir Watford í gríðarlega þýðingarmiklum fallslag sem mun koma til með að ráða miklu um lokastöðu deildarinnar. West Ham var mun sterkari aðilinn í leiknum en Ben Foster í marki gestanna átti stórleik og reyndist sóknarmönnum West Ham óyfirstíganleg hindrun. Sheffield United sýndi mikinn karakter með því að skora tvö mörk og tryggja sér sigur gegn Tottenham á heimavelli eftir að gestirnir höfðu komist yfir strax á 2. mínútu. Þá vann Everton góðan heimasigur á Blackburn þar sem Andy Johnson skoraði eina mark leiksins á 10. mínútu. Leikur Portsmouth og Man. City. Hefst kl. 17.15 en fyrr í dag sigraði Reading lið Aston Villa, 2-0.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fleiri fréttir Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sjá meira