Man. Utd. og Chelsea halda sínu striki 10. febrúar 2007 16:53 Ji-Sung Park sést hér koma Man. Utd. yfir í leik liðsins gegn Charlton á Old Trafford í dag. Markið skoraði Park með góðum skalla. MYND/Getty Manchester United heldur sex stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir leiki dagsins en Man. Utd og Chelsea unnu bæði leiki sína í dag. Vonir Liverpool um að blanda sér alvarlega í toppbaráttunni hurfu líklega endanlega með tapi liðsins fyrir Newcastle í dag. Það var kóreyski vængmaðurinn Ji-Sung Park og skoski miðjumaðurinn Darren Fletcher sem skoruðu mörk Man. Utd gegn Charlton. í dag. Gestirnir voru síst lakari aðilinn í leiknum en Man. Utd. nýtti sín færi vel og tryggði sér áframhaldandi sex stiga forystu í deildinni. Meistarar Chelsea áttu ekki í erfiðleikum með Middlesbrough og unnu 3-0 sigur. Didier Drogba hélt uppteknum hætti fyrir Chelsea og skoraði tvívegis en eitt markanna var sjálfsmark. Man. Utd. hefur 66 stig á toppnum, Chelsea er með 60 stig en í 3. sæti er Liverpool með 50 stig. Liverpool varð að sætta sig við tap gegn Newcastle þrátt fyrir að hafa komist yfir strax í upphafi leiks með marki Craig Bellamy. Obafemi Martins og Nolberto Solano tryggðu heimamönnum hins vegar þrjú dýrmæt stig. Leikmenn Liverpool fengu fjölmörg afburða færi í leiknum en voru engan veginn á skotskónum og því fór sem fór. Ófarir West Ham halda áfram og í dag tapaði liðið á heimavelli fyrir Watford í gríðarlega þýðingarmiklum fallslag sem mun koma til með að ráða miklu um lokastöðu deildarinnar. West Ham var mun sterkari aðilinn í leiknum en Ben Foster í marki gestanna átti stórleik og reyndist sóknarmönnum West Ham óyfirstíganleg hindrun. Sheffield United sýndi mikinn karakter með því að skora tvö mörk og tryggja sér sigur gegn Tottenham á heimavelli eftir að gestirnir höfðu komist yfir strax á 2. mínútu. Þá vann Everton góðan heimasigur á Blackburn þar sem Andy Johnson skoraði eina mark leiksins á 10. mínútu. Leikur Portsmouth og Man. City. Hefst kl. 17.15 en fyrr í dag sigraði Reading lið Aston Villa, 2-0. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Sjá meira
Manchester United heldur sex stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir leiki dagsins en Man. Utd og Chelsea unnu bæði leiki sína í dag. Vonir Liverpool um að blanda sér alvarlega í toppbaráttunni hurfu líklega endanlega með tapi liðsins fyrir Newcastle í dag. Það var kóreyski vængmaðurinn Ji-Sung Park og skoski miðjumaðurinn Darren Fletcher sem skoruðu mörk Man. Utd gegn Charlton. í dag. Gestirnir voru síst lakari aðilinn í leiknum en Man. Utd. nýtti sín færi vel og tryggði sér áframhaldandi sex stiga forystu í deildinni. Meistarar Chelsea áttu ekki í erfiðleikum með Middlesbrough og unnu 3-0 sigur. Didier Drogba hélt uppteknum hætti fyrir Chelsea og skoraði tvívegis en eitt markanna var sjálfsmark. Man. Utd. hefur 66 stig á toppnum, Chelsea er með 60 stig en í 3. sæti er Liverpool með 50 stig. Liverpool varð að sætta sig við tap gegn Newcastle þrátt fyrir að hafa komist yfir strax í upphafi leiks með marki Craig Bellamy. Obafemi Martins og Nolberto Solano tryggðu heimamönnum hins vegar þrjú dýrmæt stig. Leikmenn Liverpool fengu fjölmörg afburða færi í leiknum en voru engan veginn á skotskónum og því fór sem fór. Ófarir West Ham halda áfram og í dag tapaði liðið á heimavelli fyrir Watford í gríðarlega þýðingarmiklum fallslag sem mun koma til með að ráða miklu um lokastöðu deildarinnar. West Ham var mun sterkari aðilinn í leiknum en Ben Foster í marki gestanna átti stórleik og reyndist sóknarmönnum West Ham óyfirstíganleg hindrun. Sheffield United sýndi mikinn karakter með því að skora tvö mörk og tryggja sér sigur gegn Tottenham á heimavelli eftir að gestirnir höfðu komist yfir strax á 2. mínútu. Þá vann Everton góðan heimasigur á Blackburn þar sem Andy Johnson skoraði eina mark leiksins á 10. mínútu. Leikur Portsmouth og Man. City. Hefst kl. 17.15 en fyrr í dag sigraði Reading lið Aston Villa, 2-0.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Sjá meira