Veitum þeim vernd Toshiki Toma skrifar 5. október 2007 00:01 Nú stendur yfir norrænt átak sem ber yfirskriftina „Veitum þeim vernd!“ eða „Keep them safe“. Átakinu er ætlað að vekja athygli á stöðu hælisleitenda á Norðurlöndum en tuttugu norræn félagasamtök, m.a. Mannréttindaskrifstofa Íslands, Íslandsdeild Amnesty International og Rauði kross Íslands, standa að undirskriftasöfnun þar sem stjórnvöld eru hvött til að virða og vernda réttindi flóttafólks. Í tilefni af átakinu langar mig til að vekja athygli á að meðferð hælismála á Íslandi er ekki eins og best verður á kosið. Eins og kerfið er í dag þá hefst meðferðin með því að lögreglan tekur skýrslu af hælisleitandanum, síðan er athugað hvort annað land ber ábyrgð á því að vinna hælisumsóknina. Ef Ísland verður að fjalla um málið þá fer Útlendingastofnun yfir umsóknina, aflar gagna og ákveður síðan hvort umsækjandanum er veitt hæli eða ekki. Þeirri ákvörðun getur umsækjandi svo áfrýjað til dómsmálaráðuneytis sé hann ekki sáttur við niðurstöðuna. Ráðuneytið fer þá yfir ákvörðun Útlendingastofnunar og sker endanlega úr um hvort veitt er hæli eða ekki. Þessa ákvörðun getur umsækjandi síðan borið undir dómstóla, en þó ekki synjunina sem slíka heldur aðeins málsmeðferðina. Það sem mig langar að vekja athygli á hér er að fólk fær ekki lögfræðiaðstoð við mál sitt meðan Útlendingastofnun fjallar um það. Þegar ákvörðun um synjun er áfrýjað á hælisumsækjandi rétt á takmarkaðri lögfræðiaðstoð en þetta er oft meira „pappírsvinna“ fremur en persónuleg aðstoð við einstaklinginn. Kveðið er á um andmælarétt eftir endanlega synjun frá dómsmálaráðuneyti í lögum, þ.e. að hælisleitandi getur höfðað mál fyrir dómstólum en þetta er í fyrsta sinn í öllu ferlinu þar sem umsækjandi fær „faglega og persónulega“ lögfræðiaðstoð. Seint er betra en aldrei eða hvað? Í lögunum segir: „Málshöfðun fyrir dómstólum til ógildingar á endanlegri ákvörðun um að útlendingur skuli yfirgefa landið frestar ekki framkvæmd hennar“. Þannig að þótt hælisleitandi höfði mál fyrir dómstólum getur hann verið fluttur úr landi áður en dómur fellur. Og ef hann er fluttur úr landi fellur málið niður þar sem enginn á lengur lögvarða hagsmuni af því að fá skorið úr ágreiningsefninu. Ég veit ekki hve margir hafa farið með mál sín fyrir dómstóla en ég þekki persónulega dæmi þess að umsækjandi var fluttur úr landi rétt áður en málið var tekið fyrir. Það er merkilegt hversu stjórnvöld flýta sér að framkvæma brottvísun umsækjenda eftir að hafa stundum látið þá bíða á annað ár eftir úrskurði. Óttast yfirvöld að dómstólar komist að annarri niðurstöðu en dómsmálaráðuneytið? Ég vek athygli á því að eftir því sem ég best veit hefur ennið ekki fallið dómur varðandi synjun stjórnvalda um hæli. Mér vitandi eru nokkrir menn nú með mál varðandi synjun fyrir dómstólum. Ég vona innilega að þeir verði ekki fluttir úr landi, í það minnsta ekki áður en dómur fellur og hvet almenning til að fylgjast með því að réttur þeirra til að fá skorið úr sínum málum fyrir dómstólum sé virtur.Höfundur er prestur innflytjenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir norrænt átak sem ber yfirskriftina „Veitum þeim vernd!“ eða „Keep them safe“. Átakinu er ætlað að vekja athygli á stöðu hælisleitenda á Norðurlöndum en tuttugu norræn félagasamtök, m.a. Mannréttindaskrifstofa Íslands, Íslandsdeild Amnesty International og Rauði kross Íslands, standa að undirskriftasöfnun þar sem stjórnvöld eru hvött til að virða og vernda réttindi flóttafólks. Í tilefni af átakinu langar mig til að vekja athygli á að meðferð hælismála á Íslandi er ekki eins og best verður á kosið. Eins og kerfið er í dag þá hefst meðferðin með því að lögreglan tekur skýrslu af hælisleitandanum, síðan er athugað hvort annað land ber ábyrgð á því að vinna hælisumsóknina. Ef Ísland verður að fjalla um málið þá fer Útlendingastofnun yfir umsóknina, aflar gagna og ákveður síðan hvort umsækjandanum er veitt hæli eða ekki. Þeirri ákvörðun getur umsækjandi svo áfrýjað til dómsmálaráðuneytis sé hann ekki sáttur við niðurstöðuna. Ráðuneytið fer þá yfir ákvörðun Útlendingastofnunar og sker endanlega úr um hvort veitt er hæli eða ekki. Þessa ákvörðun getur umsækjandi síðan borið undir dómstóla, en þó ekki synjunina sem slíka heldur aðeins málsmeðferðina. Það sem mig langar að vekja athygli á hér er að fólk fær ekki lögfræðiaðstoð við mál sitt meðan Útlendingastofnun fjallar um það. Þegar ákvörðun um synjun er áfrýjað á hælisumsækjandi rétt á takmarkaðri lögfræðiaðstoð en þetta er oft meira „pappírsvinna“ fremur en persónuleg aðstoð við einstaklinginn. Kveðið er á um andmælarétt eftir endanlega synjun frá dómsmálaráðuneyti í lögum, þ.e. að hælisleitandi getur höfðað mál fyrir dómstólum en þetta er í fyrsta sinn í öllu ferlinu þar sem umsækjandi fær „faglega og persónulega“ lögfræðiaðstoð. Seint er betra en aldrei eða hvað? Í lögunum segir: „Málshöfðun fyrir dómstólum til ógildingar á endanlegri ákvörðun um að útlendingur skuli yfirgefa landið frestar ekki framkvæmd hennar“. Þannig að þótt hælisleitandi höfði mál fyrir dómstólum getur hann verið fluttur úr landi áður en dómur fellur. Og ef hann er fluttur úr landi fellur málið niður þar sem enginn á lengur lögvarða hagsmuni af því að fá skorið úr ágreiningsefninu. Ég veit ekki hve margir hafa farið með mál sín fyrir dómstóla en ég þekki persónulega dæmi þess að umsækjandi var fluttur úr landi rétt áður en málið var tekið fyrir. Það er merkilegt hversu stjórnvöld flýta sér að framkvæma brottvísun umsækjenda eftir að hafa stundum látið þá bíða á annað ár eftir úrskurði. Óttast yfirvöld að dómstólar komist að annarri niðurstöðu en dómsmálaráðuneytið? Ég vek athygli á því að eftir því sem ég best veit hefur ennið ekki fallið dómur varðandi synjun stjórnvalda um hæli. Mér vitandi eru nokkrir menn nú með mál varðandi synjun fyrir dómstólum. Ég vona innilega að þeir verði ekki fluttir úr landi, í það minnsta ekki áður en dómur fellur og hvet almenning til að fylgjast með því að réttur þeirra til að fá skorið úr sínum málum fyrir dómstólum sé virtur.Höfundur er prestur innflytjenda.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun