Eignir í samvinnufélögum Jón Sigurðsson skrifar 19. júní 2007 06:00 Í leiðara Fréttablaðsins mánudaginn 18. júní sl. er umfjöllun um boðaða skipulagsbreytingu Samvinnutrygginga og sagt að hún sé „afar jákvætt skref og til sóma þeim sem að því stóðu.“ Hér skal tekið undir þessa umsögn. Það gætir misskilnings í leiðaranum um eignir í samvinnufélögum. Um það segir m.a.: “Vandræðin byrja þegar ... eignarhald er óskýrt.” Meginregla samvinnurekstrar er að stofnsjóður, sem skiptist í persónulega eignarhluti félagsmanna, stendur að baki eignum samvinnufélagsins. Auk stofnsjóðs er ráð gert fyrir varasjóði, en íslensk lög gera ráð fyrir að hann nái fjórðungi af stærð stofnsjóðs. Það er annað óskylt atriði að takmarkanir eru á ráðstöfun eigna í stofnsjóði, varðandi sölu, veð, útborgun, erfðir o.fl. Sérstakar ástæður ollu því að stofnsjóðir íslenskra samvinnufélaga fylgdu ekki eignaþróun áratugum saman en óskiptilegir varasjóðir urðu yfirgnæfandi. Við þetta myndaðist “fé án hirðis” í íslenskum samvinnufélögum. Meginástæða þessa var ákvæði laga um útborgun stofnsjóðshlutar, en þau fólu í sér hættu á því að félögunum “blæddi út” við breytingar á félagsmannahópnum. Að þessu leyti höfðu íslensk samvinnufélög engar varnir sambærilegar á við það sem hlutafélög hafa ævinlega haft, t.d. að geta samið um afborganir eða greiðslu stofnsjóðshlutar með skuldabréfi eða hlutabréfi í B-deild félagsins. Þessi galli á íslenskum lögum var bættur með lagabreytingum 2001 svo sem sjá má í 7.mgr. 38.gr. laga um samvinnufélög. Jafnframt voru þá opnaðar leiðir til að breyta samvinnufélagi í hlutafélag, og skv. 3.mgr. 61.gr. laganna eiga menn nú kost á því að starfrækja „samvinnuhlutafélög“ með svipuðum hætti og tíðkast í samvinnustarfi í nágrannalöndunum. Í þessu samhengi má nefna að í 3.mgr. 51.gr. og í 52.gr. laga um tekjuskatt eru einnig ákvæði um færslur eigna milli samvinnufélags og hlutafélags við slit eða skipti á samvinnufélagi. Rétt er að taka fram að Samvinnutryggingar eru ekki samvinnufélag enda þótt vísað sé til laga um samvinnufélög í samþykktum. Réttarform Samvinnutrygginga er sérstætt og mjög líkt skipulagi íslenskra sparisjóða. Höfundur er fyrrverandi rektor Samvinnuháskólans og átti þátt í undirbúningi lagabreytinga um samvinnufélög. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Í leiðara Fréttablaðsins mánudaginn 18. júní sl. er umfjöllun um boðaða skipulagsbreytingu Samvinnutrygginga og sagt að hún sé „afar jákvætt skref og til sóma þeim sem að því stóðu.“ Hér skal tekið undir þessa umsögn. Það gætir misskilnings í leiðaranum um eignir í samvinnufélögum. Um það segir m.a.: “Vandræðin byrja þegar ... eignarhald er óskýrt.” Meginregla samvinnurekstrar er að stofnsjóður, sem skiptist í persónulega eignarhluti félagsmanna, stendur að baki eignum samvinnufélagsins. Auk stofnsjóðs er ráð gert fyrir varasjóði, en íslensk lög gera ráð fyrir að hann nái fjórðungi af stærð stofnsjóðs. Það er annað óskylt atriði að takmarkanir eru á ráðstöfun eigna í stofnsjóði, varðandi sölu, veð, útborgun, erfðir o.fl. Sérstakar ástæður ollu því að stofnsjóðir íslenskra samvinnufélaga fylgdu ekki eignaþróun áratugum saman en óskiptilegir varasjóðir urðu yfirgnæfandi. Við þetta myndaðist “fé án hirðis” í íslenskum samvinnufélögum. Meginástæða þessa var ákvæði laga um útborgun stofnsjóðshlutar, en þau fólu í sér hættu á því að félögunum “blæddi út” við breytingar á félagsmannahópnum. Að þessu leyti höfðu íslensk samvinnufélög engar varnir sambærilegar á við það sem hlutafélög hafa ævinlega haft, t.d. að geta samið um afborganir eða greiðslu stofnsjóðshlutar með skuldabréfi eða hlutabréfi í B-deild félagsins. Þessi galli á íslenskum lögum var bættur með lagabreytingum 2001 svo sem sjá má í 7.mgr. 38.gr. laga um samvinnufélög. Jafnframt voru þá opnaðar leiðir til að breyta samvinnufélagi í hlutafélag, og skv. 3.mgr. 61.gr. laganna eiga menn nú kost á því að starfrækja „samvinnuhlutafélög“ með svipuðum hætti og tíðkast í samvinnustarfi í nágrannalöndunum. Í þessu samhengi má nefna að í 3.mgr. 51.gr. og í 52.gr. laga um tekjuskatt eru einnig ákvæði um færslur eigna milli samvinnufélags og hlutafélags við slit eða skipti á samvinnufélagi. Rétt er að taka fram að Samvinnutryggingar eru ekki samvinnufélag enda þótt vísað sé til laga um samvinnufélög í samþykktum. Réttarform Samvinnutrygginga er sérstætt og mjög líkt skipulagi íslenskra sparisjóða. Höfundur er fyrrverandi rektor Samvinnuháskólans og átti þátt í undirbúningi lagabreytinga um samvinnufélög.
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar