Eignir í samvinnufélögum Jón Sigurðsson skrifar 19. júní 2007 06:00 Í leiðara Fréttablaðsins mánudaginn 18. júní sl. er umfjöllun um boðaða skipulagsbreytingu Samvinnutrygginga og sagt að hún sé „afar jákvætt skref og til sóma þeim sem að því stóðu.“ Hér skal tekið undir þessa umsögn. Það gætir misskilnings í leiðaranum um eignir í samvinnufélögum. Um það segir m.a.: “Vandræðin byrja þegar ... eignarhald er óskýrt.” Meginregla samvinnurekstrar er að stofnsjóður, sem skiptist í persónulega eignarhluti félagsmanna, stendur að baki eignum samvinnufélagsins. Auk stofnsjóðs er ráð gert fyrir varasjóði, en íslensk lög gera ráð fyrir að hann nái fjórðungi af stærð stofnsjóðs. Það er annað óskylt atriði að takmarkanir eru á ráðstöfun eigna í stofnsjóði, varðandi sölu, veð, útborgun, erfðir o.fl. Sérstakar ástæður ollu því að stofnsjóðir íslenskra samvinnufélaga fylgdu ekki eignaþróun áratugum saman en óskiptilegir varasjóðir urðu yfirgnæfandi. Við þetta myndaðist “fé án hirðis” í íslenskum samvinnufélögum. Meginástæða þessa var ákvæði laga um útborgun stofnsjóðshlutar, en þau fólu í sér hættu á því að félögunum “blæddi út” við breytingar á félagsmannahópnum. Að þessu leyti höfðu íslensk samvinnufélög engar varnir sambærilegar á við það sem hlutafélög hafa ævinlega haft, t.d. að geta samið um afborganir eða greiðslu stofnsjóðshlutar með skuldabréfi eða hlutabréfi í B-deild félagsins. Þessi galli á íslenskum lögum var bættur með lagabreytingum 2001 svo sem sjá má í 7.mgr. 38.gr. laga um samvinnufélög. Jafnframt voru þá opnaðar leiðir til að breyta samvinnufélagi í hlutafélag, og skv. 3.mgr. 61.gr. laganna eiga menn nú kost á því að starfrækja „samvinnuhlutafélög“ með svipuðum hætti og tíðkast í samvinnustarfi í nágrannalöndunum. Í þessu samhengi má nefna að í 3.mgr. 51.gr. og í 52.gr. laga um tekjuskatt eru einnig ákvæði um færslur eigna milli samvinnufélags og hlutafélags við slit eða skipti á samvinnufélagi. Rétt er að taka fram að Samvinnutryggingar eru ekki samvinnufélag enda þótt vísað sé til laga um samvinnufélög í samþykktum. Réttarform Samvinnutrygginga er sérstætt og mjög líkt skipulagi íslenskra sparisjóða. Höfundur er fyrrverandi rektor Samvinnuháskólans og átti þátt í undirbúningi lagabreytinga um samvinnufélög. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Í leiðara Fréttablaðsins mánudaginn 18. júní sl. er umfjöllun um boðaða skipulagsbreytingu Samvinnutrygginga og sagt að hún sé „afar jákvætt skref og til sóma þeim sem að því stóðu.“ Hér skal tekið undir þessa umsögn. Það gætir misskilnings í leiðaranum um eignir í samvinnufélögum. Um það segir m.a.: “Vandræðin byrja þegar ... eignarhald er óskýrt.” Meginregla samvinnurekstrar er að stofnsjóður, sem skiptist í persónulega eignarhluti félagsmanna, stendur að baki eignum samvinnufélagsins. Auk stofnsjóðs er ráð gert fyrir varasjóði, en íslensk lög gera ráð fyrir að hann nái fjórðungi af stærð stofnsjóðs. Það er annað óskylt atriði að takmarkanir eru á ráðstöfun eigna í stofnsjóði, varðandi sölu, veð, útborgun, erfðir o.fl. Sérstakar ástæður ollu því að stofnsjóðir íslenskra samvinnufélaga fylgdu ekki eignaþróun áratugum saman en óskiptilegir varasjóðir urðu yfirgnæfandi. Við þetta myndaðist “fé án hirðis” í íslenskum samvinnufélögum. Meginástæða þessa var ákvæði laga um útborgun stofnsjóðshlutar, en þau fólu í sér hættu á því að félögunum “blæddi út” við breytingar á félagsmannahópnum. Að þessu leyti höfðu íslensk samvinnufélög engar varnir sambærilegar á við það sem hlutafélög hafa ævinlega haft, t.d. að geta samið um afborganir eða greiðslu stofnsjóðshlutar með skuldabréfi eða hlutabréfi í B-deild félagsins. Þessi galli á íslenskum lögum var bættur með lagabreytingum 2001 svo sem sjá má í 7.mgr. 38.gr. laga um samvinnufélög. Jafnframt voru þá opnaðar leiðir til að breyta samvinnufélagi í hlutafélag, og skv. 3.mgr. 61.gr. laganna eiga menn nú kost á því að starfrækja „samvinnuhlutafélög“ með svipuðum hætti og tíðkast í samvinnustarfi í nágrannalöndunum. Í þessu samhengi má nefna að í 3.mgr. 51.gr. og í 52.gr. laga um tekjuskatt eru einnig ákvæði um færslur eigna milli samvinnufélags og hlutafélags við slit eða skipti á samvinnufélagi. Rétt er að taka fram að Samvinnutryggingar eru ekki samvinnufélag enda þótt vísað sé til laga um samvinnufélög í samþykktum. Réttarform Samvinnutrygginga er sérstætt og mjög líkt skipulagi íslenskra sparisjóða. Höfundur er fyrrverandi rektor Samvinnuháskólans og átti þátt í undirbúningi lagabreytinga um samvinnufélög.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun