Leikur að læra... líka í MBA-námi 18. apríl 2007 00:01 Siggeir Vilhjálmsson, Þórdís Björk Sigurbjörnsdóttir og Atli Björn Bragason, nemendur í MBA-námi við Háskóla Íslands, spá í næsta leik. MYND/Heiða Nemendur í rekstrarstjórnun MBA-náms í Háskóla Íslands hafa á þessari önn sökkt sér ofan í tölvuleiki af sömu ákefð og leikjaglaðir unglingar. Skemmtun er þó ekki aðalhugmyndin að baki þeirra leikjum. Hún fylgir frekar með í kaupunum, í einhverjum tilfellum að minnsta kosti. Tilefnið er samkeppni hópa á milli í rekstrarstjórnun í MBA-námi í Háskóla Íslands. „Það skemmtilegasta við að nota leiki við kennslu er að það virkar svo hvetjandi á nemendur,“ segir Ingjaldur Hannibalsson, prófessor í rekstrarstjórnun við Háskóla Íslands. „Þar að auki eykur það samstillingu milli hópmeðlima að vinna að sameiginlegu markmiði.“ Leikir eru títt notaðir í bandarískum háskólum við kennslu í rekstrarstjórnun, að sögn Ingjalds. Hönnuður leiksins sem notaður er í Háskóla Íslands byrjaði að þróa hugmyndina þegar hann var kennari við Stanford-háskóla. Eftir að hafa séð hversu vel hún reyndist stofnaði hann fyrirtæki sem hann rekur nú undir nafninu Littlefield Technologies og tileinkað er leikjum til kennslu. Þúsundir nemenda víðs vegar um heim hafa nýtt sér kosti leikjanna. Á heimasíðu fyrirtækisins er verksmiðjuhermir sem nemendurnir nýta. Þeir keppa í hópum um hver nær bestum árangri við stýringu framleiðslumagns og birgðastýringu miðað við breytilega eftirspurn. Allt er þetta spurning um að hámarka hagnað með sem minnstum tilkostnaði. „Þetta er mun meira hvetjandi aðferð en að reikna dæmi upp úr kennslubók. Þar að auki er engin ein leið rétt í rekstrarstjórnun. Það hversu vel nemendur ná að stýra ferlinu í leiknum sýnir þeim svart á hvítu hversu góðir rekstrarstjórnendur þeir eru,“ segir Ingjaldur. Nemendur sem blaðamaður Markaðurins hitti voru Ingjaldi sammála um ágæti leiksins. Sögðu þeir aðferðirnar sambærilegar við þær sem notaðar eru í alvöru rekstri. Verkefnið snerist um að nýta fjármagn með þeim hætti að úr því næðist sem mest arðsemi. Þeir viðurkenndu að grimm samkeppni hefði ríkt hópa á milli á meðan á leikjunum stóð og mikil leynd ríkt um leikaðferðir. Þannig er það líka í raunheimum eins og nemendurnir þekkja enda búa langflestir MBA-nema yfir töluverðri starfsreynslu. Héðan og þaðan Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Nemendur í rekstrarstjórnun MBA-náms í Háskóla Íslands hafa á þessari önn sökkt sér ofan í tölvuleiki af sömu ákefð og leikjaglaðir unglingar. Skemmtun er þó ekki aðalhugmyndin að baki þeirra leikjum. Hún fylgir frekar með í kaupunum, í einhverjum tilfellum að minnsta kosti. Tilefnið er samkeppni hópa á milli í rekstrarstjórnun í MBA-námi í Háskóla Íslands. „Það skemmtilegasta við að nota leiki við kennslu er að það virkar svo hvetjandi á nemendur,“ segir Ingjaldur Hannibalsson, prófessor í rekstrarstjórnun við Háskóla Íslands. „Þar að auki eykur það samstillingu milli hópmeðlima að vinna að sameiginlegu markmiði.“ Leikir eru títt notaðir í bandarískum háskólum við kennslu í rekstrarstjórnun, að sögn Ingjalds. Hönnuður leiksins sem notaður er í Háskóla Íslands byrjaði að þróa hugmyndina þegar hann var kennari við Stanford-háskóla. Eftir að hafa séð hversu vel hún reyndist stofnaði hann fyrirtæki sem hann rekur nú undir nafninu Littlefield Technologies og tileinkað er leikjum til kennslu. Þúsundir nemenda víðs vegar um heim hafa nýtt sér kosti leikjanna. Á heimasíðu fyrirtækisins er verksmiðjuhermir sem nemendurnir nýta. Þeir keppa í hópum um hver nær bestum árangri við stýringu framleiðslumagns og birgðastýringu miðað við breytilega eftirspurn. Allt er þetta spurning um að hámarka hagnað með sem minnstum tilkostnaði. „Þetta er mun meira hvetjandi aðferð en að reikna dæmi upp úr kennslubók. Þar að auki er engin ein leið rétt í rekstrarstjórnun. Það hversu vel nemendur ná að stýra ferlinu í leiknum sýnir þeim svart á hvítu hversu góðir rekstrarstjórnendur þeir eru,“ segir Ingjaldur. Nemendur sem blaðamaður Markaðurins hitti voru Ingjaldi sammála um ágæti leiksins. Sögðu þeir aðferðirnar sambærilegar við þær sem notaðar eru í alvöru rekstri. Verkefnið snerist um að nýta fjármagn með þeim hætti að úr því næðist sem mest arðsemi. Þeir viðurkenndu að grimm samkeppni hefði ríkt hópa á milli á meðan á leikjunum stóð og mikil leynd ríkt um leikaðferðir. Þannig er það líka í raunheimum eins og nemendurnir þekkja enda búa langflestir MBA-nema yfir töluverðri starfsreynslu.
Héðan og þaðan Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira