Jarðvegur Indlands nærir forystu Actavis 7. mars 2007 09:36 Jón Valgeirsson og Róbert Wessman opna formleg þróunarsetur Bangalore á Indlandi. Starfsfólk fylgist með. Kaup á lyfjaverksmiðju Sanmar í Suður-Indlandi í síðasta mánuði mörkuðu þáttaskil í starfsemi Actavis á Indlandi. Með þeim hafði Actavis náð tökum á allri virðiskeðju sinni, allt frá þróun á lyfjaefnum, framleiðslu þeirra og fullbúinna lyfja og aðstöðu til þróunar og klínískra prófana. Actavis getur því í raun sinnt öllum stigum þróunar og framleiðslu lyfja í Indlandi án þess að aðrir komi þar að máli. Stjórnendur Actavis stefna grimmt að því markmiði að félagið verði innan næstu árum meðal þriggja stærstu lyfjafyrirtækja heims. Það mun bæði fara fram með ytri og innri vexti. Frekari yfirtaka er hins vegar ekki að vænta á Indlandi í bráð. Aukið fjármagn verður nú lagt í að efla þá starfsemi sem félagið hefur komið upp í landinu. Á næstu árum stefnir félagið að því að fjárfesta fyrir þrjá til fjóra milljarða í Indlandi samhliða auknum umsvifum. Alls starfa nú um 620 manns hjá Actavis á Indlandi í borgunum Chennai, Bangalore og Hyderabad. Stjórnendur Actavis hafa sagst sækja inn á Indlandsmarkað af tvennum ástæðum. Annars vegar vegna þess hversu kostnaður þar er lágur. Hins vegar vegna þess hversu gott aðgengi er að hámenntuðu og hæfileikaríku fólki þar. Mörg hundruð umsóknir hámenntaðra sérfræðinga berast fyrir hvert starf sem fyrirtækið auglýsir laust á Indlandi. Actavis stefnir að því að stór hluti af framleiðslu og endurþróun vissra eldri lyfjaflokka muni fara fram í Indlandi. Það er nauðsynlegt félaginu svo það geti framleitt lyf með sama kostnaði og indverskir samkeppnisaðilar þeirra sem hafa verið að koma sterkir inn á samheitalyfjamarkaðinn á heimsvísu. Félagið hefur þó ekki í hyggju að færa framleiðslu sína eins og hún leggur sig til Indlands. Ákveðin lyf verða alltaf framleidd í Bandaríkjunum, á Íslandi eða Evrópu þar sem lög segja einfaldlega til um að þau verði að vera framleidd þar. Enn sem komið er stendur framleiðsla Actavis í Indlandi einungis fyrir litlum hluta af heildarsölu Actavis. Hún mun hins vegar fara stigvaxandi strax á þessu ári ef allar áætlanir um lyfjaskráningar ganga eftir. Actavis á jafnframt í samstarfi við aðra lyfjaframleiðendur á Indlandi. Þau lyf sem unnið hefur verið að þróun að með þeim munu koma á markað á næstu misserum. Fréttir Innlent Undir smásjánni Viðskipti Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sjá meira
Kaup á lyfjaverksmiðju Sanmar í Suður-Indlandi í síðasta mánuði mörkuðu þáttaskil í starfsemi Actavis á Indlandi. Með þeim hafði Actavis náð tökum á allri virðiskeðju sinni, allt frá þróun á lyfjaefnum, framleiðslu þeirra og fullbúinna lyfja og aðstöðu til þróunar og klínískra prófana. Actavis getur því í raun sinnt öllum stigum þróunar og framleiðslu lyfja í Indlandi án þess að aðrir komi þar að máli. Stjórnendur Actavis stefna grimmt að því markmiði að félagið verði innan næstu árum meðal þriggja stærstu lyfjafyrirtækja heims. Það mun bæði fara fram með ytri og innri vexti. Frekari yfirtaka er hins vegar ekki að vænta á Indlandi í bráð. Aukið fjármagn verður nú lagt í að efla þá starfsemi sem félagið hefur komið upp í landinu. Á næstu árum stefnir félagið að því að fjárfesta fyrir þrjá til fjóra milljarða í Indlandi samhliða auknum umsvifum. Alls starfa nú um 620 manns hjá Actavis á Indlandi í borgunum Chennai, Bangalore og Hyderabad. Stjórnendur Actavis hafa sagst sækja inn á Indlandsmarkað af tvennum ástæðum. Annars vegar vegna þess hversu kostnaður þar er lágur. Hins vegar vegna þess hversu gott aðgengi er að hámenntuðu og hæfileikaríku fólki þar. Mörg hundruð umsóknir hámenntaðra sérfræðinga berast fyrir hvert starf sem fyrirtækið auglýsir laust á Indlandi. Actavis stefnir að því að stór hluti af framleiðslu og endurþróun vissra eldri lyfjaflokka muni fara fram í Indlandi. Það er nauðsynlegt félaginu svo það geti framleitt lyf með sama kostnaði og indverskir samkeppnisaðilar þeirra sem hafa verið að koma sterkir inn á samheitalyfjamarkaðinn á heimsvísu. Félagið hefur þó ekki í hyggju að færa framleiðslu sína eins og hún leggur sig til Indlands. Ákveðin lyf verða alltaf framleidd í Bandaríkjunum, á Íslandi eða Evrópu þar sem lög segja einfaldlega til um að þau verði að vera framleidd þar. Enn sem komið er stendur framleiðsla Actavis í Indlandi einungis fyrir litlum hluta af heildarsölu Actavis. Hún mun hins vegar fara stigvaxandi strax á þessu ári ef allar áætlanir um lyfjaskráningar ganga eftir. Actavis á jafnframt í samstarfi við aðra lyfjaframleiðendur á Indlandi. Þau lyf sem unnið hefur verið að þróun að með þeim munu koma á markað á næstu misserum.
Fréttir Innlent Undir smásjánni Viðskipti Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sjá meira