Æ fleiri nýta sér kosti flugsins 10. janúar 2007 06:00 Hólmfríður Helga Sigurðardóttir skrifar Árið 2006 var gjöfult fyrir Flugfélag Íslands og jókst farþegafjöldi milli ára um átta prósent. Fjöldi farþega í innanlandsflugi fylgir nokkuð vel efnahagssveiflum og því er ekki að undra að farþegafjöldi hafi aukist mest til Egilsstaða á síðasta ári. Hefur hann rúmlega tvöfaldast á fjórum árum: Sextíu þúsund farþegar flugu þangað árið 2002 en við lok síðasta árs voru þeir tæplega 130 þúsund. Aukinn farþegafjölda má að mestu leyti rekja til framkvæmdanna á Austurlandi og hliðaráhrifa þeim tengdum. „Það er augljóst að framkvæmdirnar á Austurlandi hafa haft mikið að segja," segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands. Hann segir það þó hafa komið á óvart hversu farþegum hafi fjölgað mikið á öðrum flugleiðum. Það telur hann að helst megi rekja til þess að æ fleiri sjái nú kosti flugsins og leyfi sér að nýta þá, auk þess sem innspýtingin í atvinnulífið fyrir austan hafi áhrif víðar en þar. „Farþegum til Akureyrar fjölgaði til að mynda mikið, sem kom skemmtilega á óvart. Það er líka mikið líf á Akureyri um þessar mundir og uppgangur, bæði í mennta- og menningarmálum." Flugfélag Íslands flýgur á sjö áfangastaði innanlands. Flogið er frá Reykjavík til Ísafjarðar, Akureyrar, Egilsstaða og í október var flug hafið aftur til Vestmannaeyja. Frá Akureyri er svo flogið til Grímseyjar, Vopnafjarðar og á Þórshöfn. Þar að auki er flogið til Grænlands og Færeyja. Þær ferðir segir Árni njóta síaukinna vinsælda. „Samskipti Íslendinga við bæði Færeyinga og Grænlendinga hafa verið að aukast, viðskiptalega og menningarlega séð, á undanförnum árum. Svo virðist því sem Íslendingar séu að uppgötva grannþjóðir sínar." Töluvert hefur verið lagt í markaðsstarf í tengslum við komur erlendra ferðamanna hingað til lands. Það virðist hafa skilað sér vel og er hlutfall erlendra ferðamanna um tólf til fimmtán prósent af heildarfarþegafjölda Flugfélags Íslands og hefur farið hratt vaxandi á undanförnum árum. Þetta segir Árni bæði skýrast af breyttum ferðavenjum og auknum fjölda fólks frá löndum utan Evrópu. „Dvalartími erlendra ferðamanna hefur verið að styttast. Meðal annars þess vegna eru margir, sem vilja sjá sem mest af landinu, sem nýta sér kosti flugsins. Fjölgun ferðamanna frá Japan og Kína hefur líka haft sitt að segja. Þeir eru þekktir fyrir að vilja sjá sem mest á sem skemmstum tíma." Í sumar tekur Flugfélag Íslands upp tvær nýjar flugleiðir og verður í báðum tilfellum flogið þrisvar í viku. Annars vegar verður beint morgunflug í tengslum við millilandabrottfarir í Keflavík og flug seinnipartinn frá Keflavík til Akureyrar. Þar að auki verður í boði beint flug til höfuðborgar Grænlands, Nuuk, sem ekki hefur verið boðið áður. Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira
Hólmfríður Helga Sigurðardóttir skrifar Árið 2006 var gjöfult fyrir Flugfélag Íslands og jókst farþegafjöldi milli ára um átta prósent. Fjöldi farþega í innanlandsflugi fylgir nokkuð vel efnahagssveiflum og því er ekki að undra að farþegafjöldi hafi aukist mest til Egilsstaða á síðasta ári. Hefur hann rúmlega tvöfaldast á fjórum árum: Sextíu þúsund farþegar flugu þangað árið 2002 en við lok síðasta árs voru þeir tæplega 130 þúsund. Aukinn farþegafjölda má að mestu leyti rekja til framkvæmdanna á Austurlandi og hliðaráhrifa þeim tengdum. „Það er augljóst að framkvæmdirnar á Austurlandi hafa haft mikið að segja," segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands. Hann segir það þó hafa komið á óvart hversu farþegum hafi fjölgað mikið á öðrum flugleiðum. Það telur hann að helst megi rekja til þess að æ fleiri sjái nú kosti flugsins og leyfi sér að nýta þá, auk þess sem innspýtingin í atvinnulífið fyrir austan hafi áhrif víðar en þar. „Farþegum til Akureyrar fjölgaði til að mynda mikið, sem kom skemmtilega á óvart. Það er líka mikið líf á Akureyri um þessar mundir og uppgangur, bæði í mennta- og menningarmálum." Flugfélag Íslands flýgur á sjö áfangastaði innanlands. Flogið er frá Reykjavík til Ísafjarðar, Akureyrar, Egilsstaða og í október var flug hafið aftur til Vestmannaeyja. Frá Akureyri er svo flogið til Grímseyjar, Vopnafjarðar og á Þórshöfn. Þar að auki er flogið til Grænlands og Færeyja. Þær ferðir segir Árni njóta síaukinna vinsælda. „Samskipti Íslendinga við bæði Færeyinga og Grænlendinga hafa verið að aukast, viðskiptalega og menningarlega séð, á undanförnum árum. Svo virðist því sem Íslendingar séu að uppgötva grannþjóðir sínar." Töluvert hefur verið lagt í markaðsstarf í tengslum við komur erlendra ferðamanna hingað til lands. Það virðist hafa skilað sér vel og er hlutfall erlendra ferðamanna um tólf til fimmtán prósent af heildarfarþegafjölda Flugfélags Íslands og hefur farið hratt vaxandi á undanförnum árum. Þetta segir Árni bæði skýrast af breyttum ferðavenjum og auknum fjölda fólks frá löndum utan Evrópu. „Dvalartími erlendra ferðamanna hefur verið að styttast. Meðal annars þess vegna eru margir, sem vilja sjá sem mest af landinu, sem nýta sér kosti flugsins. Fjölgun ferðamanna frá Japan og Kína hefur líka haft sitt að segja. Þeir eru þekktir fyrir að vilja sjá sem mest á sem skemmstum tíma." Í sumar tekur Flugfélag Íslands upp tvær nýjar flugleiðir og verður í báðum tilfellum flogið þrisvar í viku. Annars vegar verður beint morgunflug í tengslum við millilandabrottfarir í Keflavík og flug seinnipartinn frá Keflavík til Akureyrar. Þar að auki verður í boði beint flug til höfuðborgar Grænlands, Nuuk, sem ekki hefur verið boðið áður.
Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira