Spennandi ár fram undan 3. janúar 2007 06:30 Friðrik Jóhannsson, forstjóri Straums-Burðaráss, fjárfestingarbanka. Það má með sanni segja að það hafi verið líf í mörkuðunum á því ári sem nú er að renna sitt skeið. Það hefur einnig verið viðburðarríkt hjá okkur í Straumi-Burðarási; umtalsverðar breytingar í hluthafahópnum, geysilega góð afkoma, kaup á breska ráðgjafarfyrirtækinu Stamford Partners í London, formleg opnun útibús í Danmörku, níföldun vaxta- og þóknunartekna á fyrstu níu mánuðum ársins, tilkynnt um fyrirhugaða opnun útibús bankans í Bretlandi og síðast en ekki síst sú ákvörðun stjórnar Straums-Burðaráss að færa og semja ársreikning bankans í evrum. Íslendingar, hversu mikil sem hlutabréfaeign þeirra er, eru alþjóðlegir í hugsun. Þrátt fyrir að hafa vanist gjaldmiðli sem eingöngu er notaður hér á landi, eru þeir vanir því að nota erlenda gjaldmiðla á ferðalögum og margir þekkja gengi á fjölmörgun erlendum myntum. Nokkur fjöldi Íslendinga á sparnað í erlendum myntum, gjaldeyri eða erlend verðbréf. Í raun má segja að þessi ákvörðun okkar nú í desember sé hluti af aukinni alþjóðavæðingu. Meira en helmingur tekna Straums-Burðaráss kemur í dag erlendis frá. Þegar eru nokkur önnur fyrirtæki farin að færa reikninga sína í evrum. Íslenska kauphöllin hefur verið sameinuð erlendri kauphöll og íslensk hlutabréf verða nú skráð þar. Evran er stærsti gjaldmiðill Norður-Evrópu, sem við skilgreinum sem okkar markaðssvæði. Við stefnum að því að vera leiðandi norrænn fjárfestingabanki og sú ákvörðun að færa bókhald og reikninga Straums-Burðaráss í evrum mun hjálpa okkur að ná því markmiði. Þetta gerum við með langtíma hagsmuni bankans, og þar með hluthafa hans, í huga. Bankinn hefur þróast hratt og vaxið mikið á stuttum tíma en við erum rétt að byrja. Árið 2007 verður spennandi ár í sögu Straums-Burðaráss. Þessi grein átti að birtast með öðrum greinum forystufólks viðskiptalífsins í áramótablaði Markaðarins en féll út vegna mistaka í vinnslu. Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Það má með sanni segja að það hafi verið líf í mörkuðunum á því ári sem nú er að renna sitt skeið. Það hefur einnig verið viðburðarríkt hjá okkur í Straumi-Burðarási; umtalsverðar breytingar í hluthafahópnum, geysilega góð afkoma, kaup á breska ráðgjafarfyrirtækinu Stamford Partners í London, formleg opnun útibús í Danmörku, níföldun vaxta- og þóknunartekna á fyrstu níu mánuðum ársins, tilkynnt um fyrirhugaða opnun útibús bankans í Bretlandi og síðast en ekki síst sú ákvörðun stjórnar Straums-Burðaráss að færa og semja ársreikning bankans í evrum. Íslendingar, hversu mikil sem hlutabréfaeign þeirra er, eru alþjóðlegir í hugsun. Þrátt fyrir að hafa vanist gjaldmiðli sem eingöngu er notaður hér á landi, eru þeir vanir því að nota erlenda gjaldmiðla á ferðalögum og margir þekkja gengi á fjölmörgun erlendum myntum. Nokkur fjöldi Íslendinga á sparnað í erlendum myntum, gjaldeyri eða erlend verðbréf. Í raun má segja að þessi ákvörðun okkar nú í desember sé hluti af aukinni alþjóðavæðingu. Meira en helmingur tekna Straums-Burðaráss kemur í dag erlendis frá. Þegar eru nokkur önnur fyrirtæki farin að færa reikninga sína í evrum. Íslenska kauphöllin hefur verið sameinuð erlendri kauphöll og íslensk hlutabréf verða nú skráð þar. Evran er stærsti gjaldmiðill Norður-Evrópu, sem við skilgreinum sem okkar markaðssvæði. Við stefnum að því að vera leiðandi norrænn fjárfestingabanki og sú ákvörðun að færa bókhald og reikninga Straums-Burðaráss í evrum mun hjálpa okkur að ná því markmiði. Þetta gerum við með langtíma hagsmuni bankans, og þar með hluthafa hans, í huga. Bankinn hefur þróast hratt og vaxið mikið á stuttum tíma en við erum rétt að byrja. Árið 2007 verður spennandi ár í sögu Straums-Burðaráss. Þessi grein átti að birtast með öðrum greinum forystufólks viðskiptalífsins í áramótablaði Markaðarins en féll út vegna mistaka í vinnslu.
Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira