Valgerður heimsækir Japana 6. desember 2006 13:09 MYND/GVA Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra hóf í dag opinbera heimsókn sína til Japans en hún er farin tilefni 50 ára afmælis stjórnmálasambands ríkjanna. Fram kemur í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu að utanríkisráðherra hafi meðal annars átt hádegisverðarfund með utanríkisráðherra Japans, Taro Aso, þar sem rædd voru tvíhliða samskipti ríkjanna og möguleikar á gerð tvíhliða viðskiptasamninga, s.s. fríverslunar-, tvísköttunar- og loftferðasamninga. Einnig voru ræddir sameiginlegir hagsmunir ríkjanna á sviðum alþjóðamála, umhverfismála og hvalveiða. Þá fóru ráðherrarnir yfir sameiginlegar áherslur ríkjanna varðandi endurbætur á stjórnkerfi Sameinuðu þjóðanna og framboð Íslands til setu í öryggisráði S.þ. Aukið samstarf Japans og Atlantshafsbandalagsins var einnig til umræðu. Valgerður ræddi í morgun við aðstoðarsamgönguráðherra Japans um það hvernig fjölga mætti japönskum ferðamönnum til Íslands og gerð tvíhliða loftferðasamnings milli ríkjanna. Utanríkisráðherra lagði til að haldinn yrði fundur embættismanna um þau mál hið fyrsta. Á morgun á utanríkisráðherra svo fundi með vinafélagi Íslands á japanska þinginu, rektori háskóla Sameinuðu þjóðanna og aðstoðarviðskiptaráðherra Japans. Annað kvöld verður ráðherra svo gestgjafi í hátíðarmótttöku í tilefni 50 ára afmælis stjórnmálasambands landanna. Stj.mál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira
Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra hóf í dag opinbera heimsókn sína til Japans en hún er farin tilefni 50 ára afmælis stjórnmálasambands ríkjanna. Fram kemur í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu að utanríkisráðherra hafi meðal annars átt hádegisverðarfund með utanríkisráðherra Japans, Taro Aso, þar sem rædd voru tvíhliða samskipti ríkjanna og möguleikar á gerð tvíhliða viðskiptasamninga, s.s. fríverslunar-, tvísköttunar- og loftferðasamninga. Einnig voru ræddir sameiginlegir hagsmunir ríkjanna á sviðum alþjóðamála, umhverfismála og hvalveiða. Þá fóru ráðherrarnir yfir sameiginlegar áherslur ríkjanna varðandi endurbætur á stjórnkerfi Sameinuðu þjóðanna og framboð Íslands til setu í öryggisráði S.þ. Aukið samstarf Japans og Atlantshafsbandalagsins var einnig til umræðu. Valgerður ræddi í morgun við aðstoðarsamgönguráðherra Japans um það hvernig fjölga mætti japönskum ferðamönnum til Íslands og gerð tvíhliða loftferðasamnings milli ríkjanna. Utanríkisráðherra lagði til að haldinn yrði fundur embættismanna um þau mál hið fyrsta. Á morgun á utanríkisráðherra svo fundi með vinafélagi Íslands á japanska þinginu, rektori háskóla Sameinuðu þjóðanna og aðstoðarviðskiptaráðherra Japans. Annað kvöld verður ráðherra svo gestgjafi í hátíðarmótttöku í tilefni 50 ára afmælis stjórnmálasambands landanna.
Stj.mál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira