Eimskip rekur stærstu kæligeymslu í Kína 10. nóvember 2006 15:33 Baldur Guðnason, forstjóri Eimskips, við undirritun viljayfirlýsingarinnar í Kína. Eimskip og Qingdao Port Group hafa undirritað viljayfirlýsingu um rekstur á stærstu kæligeymslu í Kína, sem verður á Qingdao-höfninni, þriðju stærstu gámaflutningahöfn í Kína. Samkvæmt viljayfirlýsingunni munu aðilarnir tveir í sameiningu byggja upp nútímalega kæligeymslu eftir evrópskum stöðlum. Í tilkynningu frá Eimskipi rúmar geymslan 50.000 tonn og verður því stærsta einingakæligeymslan í Kína. Viljayfirlýsingin felur einnig í sér möguleika á stækkun geymslunnar um allt að 50.000 tonn til viðbótar. Þá segir að ákveðið hafi verið að reisa kæligeymsluna í Qingdao vegna þess að höfnin er þekkt sem stærsta útflutningsstöð kæliflutningaskipa en hún hefur verið kölluð „höfn vonarinnar á 21. öldinni" og „milljón tonna höfnin". Qingdao-höfn er þriðja stærsta gámaflutningahöfnin í Kína en á þessu ári er áætlað að um 220 milljón tonn og 8 milljón gámaeiningar (TEUs) fari um hana. Fyrstu tíu mánuði þessa árs fóru um 315.000 kæligámaeiningar (reefer TEUs) um höfnina. Baldur Guðnason forstjóri Eimskips, segir þetta mjög spennandi verkefni og styðji við núverandi starfsemi Eimskips í Kína. „Þetta er stór áfangi fyrir Eimskip og ekki síst fyrir Qingdao-höfn. Hingað til hefur flutningur hitastýrðra afurða í Kína mestmegnis farið fram á öðrum höfnum landsins en nú hefur Qingdao-höfn tækifæri til þess að verða stærsta dreifingarmiðstöð frystra og kældra afurða í Kína. Þetta er mikilvægur liður í þeirri sýn Eimskips að verða leiðandi aðili í hitastýrðum flutningum á heimsvísu en við höfum háleit markmið um nýtingu geymslunnar hvað varðar flutninga milli N-Ameríku og Asíu," segir hann. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Sjá meira
Eimskip og Qingdao Port Group hafa undirritað viljayfirlýsingu um rekstur á stærstu kæligeymslu í Kína, sem verður á Qingdao-höfninni, þriðju stærstu gámaflutningahöfn í Kína. Samkvæmt viljayfirlýsingunni munu aðilarnir tveir í sameiningu byggja upp nútímalega kæligeymslu eftir evrópskum stöðlum. Í tilkynningu frá Eimskipi rúmar geymslan 50.000 tonn og verður því stærsta einingakæligeymslan í Kína. Viljayfirlýsingin felur einnig í sér möguleika á stækkun geymslunnar um allt að 50.000 tonn til viðbótar. Þá segir að ákveðið hafi verið að reisa kæligeymsluna í Qingdao vegna þess að höfnin er þekkt sem stærsta útflutningsstöð kæliflutningaskipa en hún hefur verið kölluð „höfn vonarinnar á 21. öldinni" og „milljón tonna höfnin". Qingdao-höfn er þriðja stærsta gámaflutningahöfnin í Kína en á þessu ári er áætlað að um 220 milljón tonn og 8 milljón gámaeiningar (TEUs) fari um hana. Fyrstu tíu mánuði þessa árs fóru um 315.000 kæligámaeiningar (reefer TEUs) um höfnina. Baldur Guðnason forstjóri Eimskips, segir þetta mjög spennandi verkefni og styðji við núverandi starfsemi Eimskips í Kína. „Þetta er stór áfangi fyrir Eimskip og ekki síst fyrir Qingdao-höfn. Hingað til hefur flutningur hitastýrðra afurða í Kína mestmegnis farið fram á öðrum höfnum landsins en nú hefur Qingdao-höfn tækifæri til þess að verða stærsta dreifingarmiðstöð frystra og kældra afurða í Kína. Þetta er mikilvægur liður í þeirri sýn Eimskips að verða leiðandi aðili í hitastýrðum flutningum á heimsvísu en við höfum háleit markmið um nýtingu geymslunnar hvað varðar flutninga milli N-Ameríku og Asíu," segir hann.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Sjá meira