Við verðum að vinna Svía 4. október 2006 17:52 Luis Aragones fær líklega að kenna á því ef Spánverjar tapa í Svíþjóð á laugardaginn AFP Luis Aragones hefur látið í veðri vaka að hann ætli að gera breytingar á leikstíl spænska landsliðsins fyrir leikinn mikilvæga gegn Svíum í F-riðli undankeppni EM á laugardaginn, en þessar þjóðir leika í riðli með okkur Íslendingum. Aragones gamli hefur verið harðlega gagnrýndur það sem af er undankeppninni og náði þessi gagnrýni líklega hámarki þegar Spánverjar töpuðu fyrir Norður-Írum í Belfast fyrir skömmu. Einnig hefur ákvörðun hans að setja gulldrenginn Raul út úr liðinu valdið miklu fjaðrafoki. "Við verðum að vinna leikinn gegn Svíum, sama hvað það kostar," sagði Aragones í samtali við spænska útvarpið í gærkvöld. "Jafntefli yrði kannski ekki heimsendir fyrir okkur, en það eru sannarlega ekki nógu góð úrslit. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að halda hreinu og kannski beitum við skyndisóknum meira en áður," sagði Aragones. Talið er að Aragones muni hverfa frá því að spila leikkerfið 4-3-3 sem hann hefur haldið sig við að undanförnu og leiki jafnvel 4-2-2 gegn Svíum. Þá myndi miðja liðsins væntanlega breytast mest og talið er að þá yrði Miguel Angel Angulo frá Valencia yrði á hægri kanti, Andres Iniesta frá Barcelona á þeim vinstri og þeir David Albelda og Cesc Fabregas yrðu á miðri miðjunni. Eftir að Raul var tekinn út úr liðinu er líka ljóst að einu eiginlegu framherjarnir í hópi Aragones yrðu þeir Fernando Torres og David Villa. Spánverjar eru í öðru sæti F-riðilsins, þremur stigum á eftir Svíum, en Spanverjar hafa aldrei náð að sigra Svía á útivelli og hafa allir þrír leikir liðanna þar í landi endað með jafntefli. Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Sjá meira
Luis Aragones hefur látið í veðri vaka að hann ætli að gera breytingar á leikstíl spænska landsliðsins fyrir leikinn mikilvæga gegn Svíum í F-riðli undankeppni EM á laugardaginn, en þessar þjóðir leika í riðli með okkur Íslendingum. Aragones gamli hefur verið harðlega gagnrýndur það sem af er undankeppninni og náði þessi gagnrýni líklega hámarki þegar Spánverjar töpuðu fyrir Norður-Írum í Belfast fyrir skömmu. Einnig hefur ákvörðun hans að setja gulldrenginn Raul út úr liðinu valdið miklu fjaðrafoki. "Við verðum að vinna leikinn gegn Svíum, sama hvað það kostar," sagði Aragones í samtali við spænska útvarpið í gærkvöld. "Jafntefli yrði kannski ekki heimsendir fyrir okkur, en það eru sannarlega ekki nógu góð úrslit. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að halda hreinu og kannski beitum við skyndisóknum meira en áður," sagði Aragones. Talið er að Aragones muni hverfa frá því að spila leikkerfið 4-3-3 sem hann hefur haldið sig við að undanförnu og leiki jafnvel 4-2-2 gegn Svíum. Þá myndi miðja liðsins væntanlega breytast mest og talið er að þá yrði Miguel Angel Angulo frá Valencia yrði á hægri kanti, Andres Iniesta frá Barcelona á þeim vinstri og þeir David Albelda og Cesc Fabregas yrðu á miðri miðjunni. Eftir að Raul var tekinn út úr liðinu er líka ljóst að einu eiginlegu framherjarnir í hópi Aragones yrðu þeir Fernando Torres og David Villa. Spánverjar eru í öðru sæti F-riðilsins, þremur stigum á eftir Svíum, en Spanverjar hafa aldrei náð að sigra Svía á útivelli og hafa allir þrír leikir liðanna þar í landi endað með jafntefli.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Sjá meira