Handbolti

Óðinn bikar­meistari fjórða árið í röð

Valur Páll Eiríksson skrifar
Óðinn Þór og félagar eru bikarmeistarar.
Óðinn Þór og félagar eru bikarmeistarar. @ehfel_official

Óðinn Þór Ríkharðsson og liðsfélagar hans í Kadetten Schaffhausen eru svissneskir bikarmeistarar eftir sigur á Pfadi Winterthur í úrslitaleik keppninnar í dag.

Kadetten náði undirtökunum strax í byrjun leiks þar sem liðið skoraði fyrstu fjögur mörkin snemma leiks. Liðið hélt forystunni stærstan hluta hálfleiksins en Winterthur tókst að jafna 10-10 seint í hálfleiknum.

Kadetten skoraði fjögur af síðustu fimm mörkum hálfleiksins og leiddi 14-11 í hálfleik.

Kadetten hélt forystunni allan síðari hálfleikinn. Winterthur tókst að minnka muninn í eitt mark en komst ekki nær en það. Kadetten vann leikinn 29-26.

Kadetten er þar af leiðandi bikarmeistari fjórða árið í röð og í ellefta sinn í sögu félagsins.

Óðinn Þór mætir sem bikarmeistari til liðs við félaga sína í íslenska landsliðinu sem kemur saman á nýju ári fyrir komandi Evrópumót um miðjan janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×