Úrslitaleikirnir spilaðir í Moskvu og Róm 4. október 2006 16:55 Luzhniki leikvangurinn í Moskvu hýsir úrslitaleikinn í Meistaradeildinni árið 2008 Knattspyrnusamband Evrópu hefur tilkynnt að úrslitaleikirnir í Meistaradeild Evrópu verði háðir í Moskvu árið 2008 og Róm árið eftir. Þá fer úrslitaleikurinn í Evrópukeppni félagsliða árið 2008 fram í Manchester á Englandi og í Istanbul í árið eftir. Úrslitaleikurinn í Meistaradeild Evrópu árið 2008 fer fram á Luzhniki leikvanginum í Moskvu, en athygli vekur að það er gervigrasvöllur og fór fyrsti gervigrasleikurinn í Meistaradeild Evrópu einmitt fram á þessum velli fyrir skömmu. Úrslitaleikurinn mun þó ekki fara fram á gervigrasi, þar sem nýtt gras verður lagt á völlinn fyrir úrslitaleikinn eftir tvö ár. Luzhniki var byggður árið 1956 en hefur verið mikið endurnýjaður síðan. Hann tók upphaflega yfir 100.000 manns í sæti en hýsir tæp 85.000 eftir endurbæturnar. Gervigras hefur verið á vellinum síðan árið 2002 og er þetta hágæða gervigras sem nýverið hlaut náð evrópska knattspyrnusambandsins fyrir leiki í meistaradeild. Síðast var haldinn stór úrslitaleikur á Luzhniki árið 1999 þegar Marseille og Parma spiluðu þar til úrslita í Evrópukeppni félagsliða. Úrslitaleikurinn árið 2009 fer svo fram á Ólympíuleikvangnum í Róm, en þann völl þarf líklega ekki að kynna fyrir knattspyrnuáhugamönnum. Hér er um að ræða heimavöll ítölsku stórveldanna Lazio og Roma. Úrslitaleikirnir í Evrópukeppni meistaraliða voru spilaðir á velli þessum árin 1977, 1984 og árið 1996. Þá var auðvitað úrslitaleikur Vestur-Þjóðverja og Argentínumanna í heimsmeistarakeppninni spilaður á þessum velli árið 1990. City of Manchester Stadium í Manchester, heimavöllur Manchester City, mun svo hýsa úrslitaleikinn í Evrópukeppni félagsliða árið 2008, en hann tekur 47.000 manns í sæti og er einn af nýrri og glæsilegri völlum á Englandi. Völlurinn var upphaflega byggður fyrir Samveldisleikana árið 2002 og er einnig vinsæll tónleikastaður. Loks verður úrslitaleikurinn í sömu keppni árið 2009 haldinn á Sükrü Saraçoglu vellinum í Kadikoy-hluta Istanbul í Tyrklandi, en hann er einstakur fyrir þær sakir að engar hlaupabrautir eru í kring um völlinn. Þetta er heimavöllur knattspyrnuliðsins Fenerbahce. Erlendar Fótbolti Íþróttir Meistaradeild Evrópu Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Eir og Ísold mæta á EM Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Knattspyrnusamband Evrópu hefur tilkynnt að úrslitaleikirnir í Meistaradeild Evrópu verði háðir í Moskvu árið 2008 og Róm árið eftir. Þá fer úrslitaleikurinn í Evrópukeppni félagsliða árið 2008 fram í Manchester á Englandi og í Istanbul í árið eftir. Úrslitaleikurinn í Meistaradeild Evrópu árið 2008 fer fram á Luzhniki leikvanginum í Moskvu, en athygli vekur að það er gervigrasvöllur og fór fyrsti gervigrasleikurinn í Meistaradeild Evrópu einmitt fram á þessum velli fyrir skömmu. Úrslitaleikurinn mun þó ekki fara fram á gervigrasi, þar sem nýtt gras verður lagt á völlinn fyrir úrslitaleikinn eftir tvö ár. Luzhniki var byggður árið 1956 en hefur verið mikið endurnýjaður síðan. Hann tók upphaflega yfir 100.000 manns í sæti en hýsir tæp 85.000 eftir endurbæturnar. Gervigras hefur verið á vellinum síðan árið 2002 og er þetta hágæða gervigras sem nýverið hlaut náð evrópska knattspyrnusambandsins fyrir leiki í meistaradeild. Síðast var haldinn stór úrslitaleikur á Luzhniki árið 1999 þegar Marseille og Parma spiluðu þar til úrslita í Evrópukeppni félagsliða. Úrslitaleikurinn árið 2009 fer svo fram á Ólympíuleikvangnum í Róm, en þann völl þarf líklega ekki að kynna fyrir knattspyrnuáhugamönnum. Hér er um að ræða heimavöll ítölsku stórveldanna Lazio og Roma. Úrslitaleikirnir í Evrópukeppni meistaraliða voru spilaðir á velli þessum árin 1977, 1984 og árið 1996. Þá var auðvitað úrslitaleikur Vestur-Þjóðverja og Argentínumanna í heimsmeistarakeppninni spilaður á þessum velli árið 1990. City of Manchester Stadium í Manchester, heimavöllur Manchester City, mun svo hýsa úrslitaleikinn í Evrópukeppni félagsliða árið 2008, en hann tekur 47.000 manns í sæti og er einn af nýrri og glæsilegri völlum á Englandi. Völlurinn var upphaflega byggður fyrir Samveldisleikana árið 2002 og er einnig vinsæll tónleikastaður. Loks verður úrslitaleikurinn í sömu keppni árið 2009 haldinn á Sükrü Saraçoglu vellinum í Kadikoy-hluta Istanbul í Tyrklandi, en hann er einstakur fyrir þær sakir að engar hlaupabrautir eru í kring um völlinn. Þetta er heimavöllur knattspyrnuliðsins Fenerbahce.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Meistaradeild Evrópu Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Eir og Ísold mæta á EM Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira