Hefja tilraunir með kjarnorkusprengjur á næstunni 3. október 2006 12:18 Stjórnvöld í Norður-Kóreu lýstu því yfir í morgun að þau ætluðu að hefja tilraunir með kjarnorkusprengjur á næstunni. Utanríkisráðherra Japans segir að áform nágranna sinna séu ófyrirgefanleg. Í yfirlýsingu norðurkóresku ríkisstjórnarinnar segir að tilraunirnar verði gerðar á öruggum stað en ekki fylgdi sögunni hvenær þær fara fram. Þar segir að auki að Norður-Kórea muni aldrei nota kjarnorkuvopn að fyrra bragði heldur einungis til sjálfsvarnar og ríkisstjórnin muni hér eftir sem hingað til beita sér fyrir kjarnorkuafvopnun á Kóreuskaga og í heiminum öllum. Taro Aso, utanríkisráðherra Japans, sagði í morgun að áætlanir stjórnvalda í Pjongjang væru algerlega ófyrirgefanlegar og væri þeim haldið til streitu myndu Japanar áskilja sér rétt til að bregðast við af hörku. Nokkrir mánuðir eru síðan Norður-Kóreumenn gerðu tilraunir með langdrægar eldflaugar og vöktu þær að vonum talsverða úlfúð. Sérfræðingar telja að í dag eigi Norður-Kóreumenn nægilega mikið af kjarnorkueldsneyti til að búa til sex til átta kjarnorkusprengjur en þá skorti að líkindum ennþá getu til að hlaða eldflaugar með þeim. Því er talið líklegt að útspil þeirra í dag sé liður í að knýja Bandaríkjamenn til beinna viðræðna við sig. Erlent Fréttir Mest lesið Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Sjá meira
Stjórnvöld í Norður-Kóreu lýstu því yfir í morgun að þau ætluðu að hefja tilraunir með kjarnorkusprengjur á næstunni. Utanríkisráðherra Japans segir að áform nágranna sinna séu ófyrirgefanleg. Í yfirlýsingu norðurkóresku ríkisstjórnarinnar segir að tilraunirnar verði gerðar á öruggum stað en ekki fylgdi sögunni hvenær þær fara fram. Þar segir að auki að Norður-Kórea muni aldrei nota kjarnorkuvopn að fyrra bragði heldur einungis til sjálfsvarnar og ríkisstjórnin muni hér eftir sem hingað til beita sér fyrir kjarnorkuafvopnun á Kóreuskaga og í heiminum öllum. Taro Aso, utanríkisráðherra Japans, sagði í morgun að áætlanir stjórnvalda í Pjongjang væru algerlega ófyrirgefanlegar og væri þeim haldið til streitu myndu Japanar áskilja sér rétt til að bregðast við af hörku. Nokkrir mánuðir eru síðan Norður-Kóreumenn gerðu tilraunir með langdrægar eldflaugar og vöktu þær að vonum talsverða úlfúð. Sérfræðingar telja að í dag eigi Norður-Kóreumenn nægilega mikið af kjarnorkueldsneyti til að búa til sex til átta kjarnorkusprengjur en þá skorti að líkindum ennþá getu til að hlaða eldflaugar með þeim. Því er talið líklegt að útspil þeirra í dag sé liður í að knýja Bandaríkjamenn til beinna viðræðna við sig.
Erlent Fréttir Mest lesið Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Sjá meira