Matarskattur gæti lækkað umtalsvert 25. september 2006 12:15 MYND/Pjetur Matarskattur gæti lækkað umtalsvert samkvæmt frumvarpi sem ríkisstjórnin hefur í undirbúningi. Þá stendur til að fella niður eða lækka vörugjöld af matvælum. Stjórnarflokkarnir vilja hinsvegar ekki hrófla mikið við tollaverndinni fyrr en samningar Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar eru í höfn. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa unnið að málinu í sumar eftir af að matarverðsnefnd skilaði af sér í júní en nefndin klofnaði í afstöðu sinni til verndartollanna svokölluðu. Vinna ráðherranna er á lokastigi en það ræðst í dag hvort frumvarp um þessar aðgerðir verður lagt fyrir ríkisstjórn á morgun. Það byggist að megninu til á tillögum nefndarinnar frá því í júní en niðurfelling vörugjalda ein og sér ætti að skila vísitölufjölskyldunni rúmum tuttugu þúsundum á mánuði. Matarverðsnefndin vildi að virðisaukaskattur á öllum matvælum yrði fjórtán prósent en hann er tuttugu og fimm prósent í sumum flokkum. Þá yrði hann einnig lækkaður niður í fjórtán prósent á veitingahúsum. Samtals áttu þær tillögur matarverðsnefndar sem nefndin náði saman um að lækka matarreikning vísitölufjölskyldunnar um fimmtíu þúsund á ári. Samkvæmt heimildum fréttastofu stendur vilji ríkisstjórnarinnar hins vegar til að lækka matarskattinn enn meira í ákveðnum flokkum, jafnvel niður í allt að fjögur prósent. Lokaniðurstaða er þó ekki komin í það mál. Samfylkingin vill hins vegar ganga skrefinu lengra og stefna að því að innflutningstollar verði lækkaðir um helming næsta sumar og felldir niður innan tveggja ára. Þá vill Samfylkingin afnema vörugjöld og lækka matarskatt um helming. Bændum verði svo bættur skaðinn með beingreiðslum og búsetustyrkjum. Bændasamtökin hafa brugðist ókvæða við tillögum Samfylkingarinnar og sakað hana um að fórna íslenskum landbúnaði. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Fleiri fréttir Hamraborgarræningi grunaður um hraðbankastuld Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Sjá meira
Matarskattur gæti lækkað umtalsvert samkvæmt frumvarpi sem ríkisstjórnin hefur í undirbúningi. Þá stendur til að fella niður eða lækka vörugjöld af matvælum. Stjórnarflokkarnir vilja hinsvegar ekki hrófla mikið við tollaverndinni fyrr en samningar Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar eru í höfn. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa unnið að málinu í sumar eftir af að matarverðsnefnd skilaði af sér í júní en nefndin klofnaði í afstöðu sinni til verndartollanna svokölluðu. Vinna ráðherranna er á lokastigi en það ræðst í dag hvort frumvarp um þessar aðgerðir verður lagt fyrir ríkisstjórn á morgun. Það byggist að megninu til á tillögum nefndarinnar frá því í júní en niðurfelling vörugjalda ein og sér ætti að skila vísitölufjölskyldunni rúmum tuttugu þúsundum á mánuði. Matarverðsnefndin vildi að virðisaukaskattur á öllum matvælum yrði fjórtán prósent en hann er tuttugu og fimm prósent í sumum flokkum. Þá yrði hann einnig lækkaður niður í fjórtán prósent á veitingahúsum. Samtals áttu þær tillögur matarverðsnefndar sem nefndin náði saman um að lækka matarreikning vísitölufjölskyldunnar um fimmtíu þúsund á ári. Samkvæmt heimildum fréttastofu stendur vilji ríkisstjórnarinnar hins vegar til að lækka matarskattinn enn meira í ákveðnum flokkum, jafnvel niður í allt að fjögur prósent. Lokaniðurstaða er þó ekki komin í það mál. Samfylkingin vill hins vegar ganga skrefinu lengra og stefna að því að innflutningstollar verði lækkaðir um helming næsta sumar og felldir niður innan tveggja ára. Þá vill Samfylkingin afnema vörugjöld og lækka matarskatt um helming. Bændum verði svo bættur skaðinn með beingreiðslum og búsetustyrkjum. Bændasamtökin hafa brugðist ókvæða við tillögum Samfylkingarinnar og sakað hana um að fórna íslenskum landbúnaði.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Fleiri fréttir Hamraborgarræningi grunaður um hraðbankastuld Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Sjá meira