Trúnaðarbestur milli Valgerðar og Alþingis 26. ágúst 2006 12:26 "Það getur komið til þess að ráðherra sé ekki sætt," sagði Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Fréttavikunni á NFS. Kristinn vísaði þar til Valgerðar Sverrisdóttur, flokkssystur sinnar og fyrrverandi iðnaðarráðherra. Til umfjöllunar var greinargerð Gríms Björnssonar, jarðeðlisfræðings um Kárahnjúkavirkjun og meðferð þeirra upplýsinga sem þar koma fram. Kristinn H. Gunnarsson sagði það sitja mjög í sér að upplýsingum sem fram koma í greinargerð Gríms Björnssonar skyldi hafa verið haldið frá Alþingi við meðferð málsins á sínum tíma. "Það situr ansi mikið í mér að upplýsingum hafi verið leynt fyrir Alþingi. Upplýsingar sem komu fram, voru teknar fyrir með formlegum hætti inni í stjórnkerfinu og voru stimplaðar sem trúnaðarmál. Það situr mjög í mér vegna þess að það er því aðeins gert til þess að koma í veg fyrir að við sjáum þetta, sem eigum svo á endanum að greiða atkvæði um lögin og bera ábyrgð á málinu," sagði Kristinn. Hann sagði ráðherra ekki geta tekið sér það vald í hendur að skammta upplýsingar í þingið. "Þingið sjálft verður að vega og meta hlutina. Og við sem erum þingmenn erum alveg jafndómbærir til þess að vega og meta þessar upplýsingar og fjalla um þær með eðlilegum hætti eins og ráðherrar," sagði Kristinn H. Gunnarsson. Hallgrímur Thorsteinsson, umsjónarmaður Fréttavikunnar spurði þá, "er þetta það alvarlegt að ráðherra í svona stöðu sé ekki sætt?" "Það getur komið til þess, af því að þetta er svo stórt mál - 100 milljarða mál. Og menn verða að sýna þinginu fullkomið traust og trúnað í þessum efnum. Það er ekki annað hægt," savaraði Kristinn H. Gunnarsson. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Umhverfismál Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Sjá meira
"Það getur komið til þess að ráðherra sé ekki sætt," sagði Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Fréttavikunni á NFS. Kristinn vísaði þar til Valgerðar Sverrisdóttur, flokkssystur sinnar og fyrrverandi iðnaðarráðherra. Til umfjöllunar var greinargerð Gríms Björnssonar, jarðeðlisfræðings um Kárahnjúkavirkjun og meðferð þeirra upplýsinga sem þar koma fram. Kristinn H. Gunnarsson sagði það sitja mjög í sér að upplýsingum sem fram koma í greinargerð Gríms Björnssonar skyldi hafa verið haldið frá Alþingi við meðferð málsins á sínum tíma. "Það situr ansi mikið í mér að upplýsingum hafi verið leynt fyrir Alþingi. Upplýsingar sem komu fram, voru teknar fyrir með formlegum hætti inni í stjórnkerfinu og voru stimplaðar sem trúnaðarmál. Það situr mjög í mér vegna þess að það er því aðeins gert til þess að koma í veg fyrir að við sjáum þetta, sem eigum svo á endanum að greiða atkvæði um lögin og bera ábyrgð á málinu," sagði Kristinn. Hann sagði ráðherra ekki geta tekið sér það vald í hendur að skammta upplýsingar í þingið. "Þingið sjálft verður að vega og meta hlutina. Og við sem erum þingmenn erum alveg jafndómbærir til þess að vega og meta þessar upplýsingar og fjalla um þær með eðlilegum hætti eins og ráðherrar," sagði Kristinn H. Gunnarsson. Hallgrímur Thorsteinsson, umsjónarmaður Fréttavikunnar spurði þá, "er þetta það alvarlegt að ráðherra í svona stöðu sé ekki sætt?" "Það getur komið til þess, af því að þetta er svo stórt mál - 100 milljarða mál. Og menn verða að sýna þinginu fullkomið traust og trúnað í þessum efnum. Það er ekki annað hægt," savaraði Kristinn H. Gunnarsson.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Umhverfismál Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Sjá meira