Atvinnumál og velferðarmál í öndvegi 24. maí 2006 20:15 Frá Höfn í Hornafirði. Mynd/Vísir Samfylkingin býður fram í fyrsta sinn á Hornafirði í komandi sveitastjórnakosningnum. Bæði Framóknarmenn og Sjálfstæðismenn spá því að Samfylkingin muni ná tveimur mönnum inn í sveitastjórn. Atvinnumál, velferðarmál og skipulags- og umhverfismál eru helstu stefnumál flokkanna þriggja. Heimamenn lýta á stofnun Vatnajökulsþjóðgarð sem góðs vaxtabroddar á sviði ferðaþjónustu og atvinnu en sjávarútvegur og ferðaþjónusta eru helstu atvinnugreinar í sýslunni. Samfylkingin leggur höfuðáherslur á velferðarmálin og vill auka samstarf við íbúa sveitafélagsins. Árni Rúnar Þorvaldsson, oddviti Samfylkingar, segir að flokkurinn setji velferðarmálin efst á forgangslista. Samfylkingarmenn og konur vilja auk þess hafa bæjarbúa enn frekar með í ráðum hvað framtíð sveitafélagsins varðar. Framsóknarmenn þurfa varla að óttast stöðu sína á Hornafirði, enda eitt aðalvígi Framsóknarmannsins Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra. Líkt og samfylkingarmenn leggja framsóknarmenn höfuðáherslur á velferðarmál, og skipulags- og umhverfismál að auki. Framsóknarmenn og sjálfstæðismenn mynda meirihluta í bæjarstjórn með þrjá menn hvor um sig og minnihluti er skipaður einum manni, frá Kríunni, framboði óháðra og frjálslyndra. Krían býður ekki fram í kosningunum í vor en Reynir Arnarson, oddviti Framsóknarflokks, spáir því að Samfylkingarmenn muni ná tveimur mönnum inn, og hafa þar með mann af Sjálfstæðismönnum. Reynir segir ekki gott að spá fyrir um kosningaúrslit en hann segist þó öruggur með stöðu Framsóknarflokksins. Reynir telur þó að Samfylkingin muni ná tveimur mönnum inn og það á kostnað Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðismenn setja atvinnumálin efst á stefnuskrá sína og vilja sjá aukna fjölbreytni í atvinnumálum. Halldóra Jónsdóttir, Oddviti flokksins, segir ákveðna óvissu ríkja um úrslit kosninganna, þar sem engar niðurstöður skoðanakannana liggi fyrir. Hún segist þó fullviss um að Sjálfstæðismenn haldi fylgi sínu. Sjálf segist hún ekki hafa í huga að verða bæjarstjóri þó sjálfstæðismenn nái meirihluta í bæjarstjórn. Halldóra segir að þeir flokkar sem myndi meirihluta muni líklegast sammælast um bæjarstjóra og ráða hann sérstaklega til starfsins, sá háttur hafi verið á síðstliðin ár. Alls voru rúmlega tvö þúsund íbúar búsettir í sveitafélaginu Hornafirði í lok ársins 2005, samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar. Sveitafélagið telur Öræfi, Suðursveit, Mýrar, Nes, Höfn og Lón. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Kosningar 2006 Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Samfylkingin býður fram í fyrsta sinn á Hornafirði í komandi sveitastjórnakosningnum. Bæði Framóknarmenn og Sjálfstæðismenn spá því að Samfylkingin muni ná tveimur mönnum inn í sveitastjórn. Atvinnumál, velferðarmál og skipulags- og umhverfismál eru helstu stefnumál flokkanna þriggja. Heimamenn lýta á stofnun Vatnajökulsþjóðgarð sem góðs vaxtabroddar á sviði ferðaþjónustu og atvinnu en sjávarútvegur og ferðaþjónusta eru helstu atvinnugreinar í sýslunni. Samfylkingin leggur höfuðáherslur á velferðarmálin og vill auka samstarf við íbúa sveitafélagsins. Árni Rúnar Þorvaldsson, oddviti Samfylkingar, segir að flokkurinn setji velferðarmálin efst á forgangslista. Samfylkingarmenn og konur vilja auk þess hafa bæjarbúa enn frekar með í ráðum hvað framtíð sveitafélagsins varðar. Framsóknarmenn þurfa varla að óttast stöðu sína á Hornafirði, enda eitt aðalvígi Framsóknarmannsins Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra. Líkt og samfylkingarmenn leggja framsóknarmenn höfuðáherslur á velferðarmál, og skipulags- og umhverfismál að auki. Framsóknarmenn og sjálfstæðismenn mynda meirihluta í bæjarstjórn með þrjá menn hvor um sig og minnihluti er skipaður einum manni, frá Kríunni, framboði óháðra og frjálslyndra. Krían býður ekki fram í kosningunum í vor en Reynir Arnarson, oddviti Framsóknarflokks, spáir því að Samfylkingarmenn muni ná tveimur mönnum inn, og hafa þar með mann af Sjálfstæðismönnum. Reynir segir ekki gott að spá fyrir um kosningaúrslit en hann segist þó öruggur með stöðu Framsóknarflokksins. Reynir telur þó að Samfylkingin muni ná tveimur mönnum inn og það á kostnað Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðismenn setja atvinnumálin efst á stefnuskrá sína og vilja sjá aukna fjölbreytni í atvinnumálum. Halldóra Jónsdóttir, Oddviti flokksins, segir ákveðna óvissu ríkja um úrslit kosninganna, þar sem engar niðurstöður skoðanakannana liggi fyrir. Hún segist þó fullviss um að Sjálfstæðismenn haldi fylgi sínu. Sjálf segist hún ekki hafa í huga að verða bæjarstjóri þó sjálfstæðismenn nái meirihluta í bæjarstjórn. Halldóra segir að þeir flokkar sem myndi meirihluta muni líklegast sammælast um bæjarstjóra og ráða hann sérstaklega til starfsins, sá háttur hafi verið á síðstliðin ár. Alls voru rúmlega tvö þúsund íbúar búsettir í sveitafélaginu Hornafirði í lok ársins 2005, samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar. Sveitafélagið telur Öræfi, Suðursveit, Mýrar, Nes, Höfn og Lón.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Kosningar 2006 Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira