Fallbaráttan í algleymingi um helgina 28. apríl 2006 12:30 Þeir Steve Bruce og Bryan Robson fagna hér Englandsmeistaratitlinum með Manchester United árið 1993, en nú er öldin önnur og flest bendir til þess að þeir falli báðir í 1. deildina sem knattspyrnustjórar Birmingham og West Brom NordicPhotos/GettyImages Fallbaráttan í ensku úrvalsdeildinni verður sannarlega í sviðsljósinu um helgina, en þá koma örlög Portsmouth, Birmingham og West Brom til með verða ráðin. Ljóst er að tvö af þessum liðum munu fylgja Sunderland í 1. deildina í vor og stjórar liðanna munu eflaust tjalda öllu til að krækja sér í dýrmæt stig um helgina. Steve Bruce, stjóri Birmingham, segir að leikur liðsins gegn Newcastle á laugardaginn sé mikilvægasti leikur í sögu félagsins. Birmingham er tveimur stigum á eftir Portsmouth og fjórum stigum fyrir ofan West Brom í töflunni þegar tveir leikir eru eftir. West Brom fellur ef Birmingham gerir jafntefli um helgina og Bryan Robson segist gera sér fullkomlega grein fyrir því. "Við erum meira og minna fallnir," sagði Robson. Portsmouth getur hinsvegar tryggt veru sína í deildinni ef úrslit helgarinnar verða liðinu í hag, því ef Portsmouth leggur Wigan og Birmingham nær ekki að vinna Newcastle, eru lærisveinar Harry Redknapp sloppnir fyrir horn. Markið hjá Mendes vendipunkturinn "Ef einhver hefði boðið mér þessa stöðu mála fyrir tveimur mánuðum, hefði ég sannarlega þegið hana, " sagði Redknapp og sagði að vendipunkturinn á tímabilinu hjá Portsmouth hafi komið í 2-1 sigri liðsins gegn Manchester City. "Þann 11. mars skoraði Pedro Mendez glæsilegt sigurmark fyrir okkur á lokamínútunum gegn City og það var að mínu mati vendipunkturinn í ár. Ég held að þetta glæsilega mark hafi gert gæfumuninn fyrir mig, leikmennina og stuðningsmennina og ég er er hræddur um að við hefðum farið beint niður ef ekki hefði verið fyrir þetta mark," sagði Redknapp. Standast þeir pressuna? Steve Bruce hjá Birmingham segir að örlög liðsins ráðist á því hvort leikmennirnir standist pressuna á lokasprettinum. "Þetta veltur allt á því hvernig leikmennirnir halda á spöðunum. Við höfum vissulega spilað nokkra leiki síðan um jól þar sem við höfum nauðsynlega þurft að vinna. Við höfum reynt okkar besta til að vera jákvæðir og verðum að ná hagstæðum úrslitum um helgina - en það er ekkert leyndarmál að ég verð með annað augað á Portsmouth-leiknum," sagði Bruce. Robson hóflega bjartsýnn Bryan Robson er skiljanlega orðinn mjög vondaufur um að vinna það kraftaverka að halda liði sínu West Brom uppi annað árið í röð. "Það eru stærðfræðilegir möguleikar á því að við höldum okkur uppi, en það eru ekki leikirnir sem eftir eru sem komu okkur í þessa aðstöðu - það eru slæm úrslit í allan vetur. Við getum aðeins undirbúið okkur vel fyrir leikinn gegn West Ham á mánudaginn og vonað að úrslit helgarinnar verði okkur í hag." Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Fleiri fréttir Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Toppliðið lék sér á lokakaflanum Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Sjá meira
Fallbaráttan í ensku úrvalsdeildinni verður sannarlega í sviðsljósinu um helgina, en þá koma örlög Portsmouth, Birmingham og West Brom til með verða ráðin. Ljóst er að tvö af þessum liðum munu fylgja Sunderland í 1. deildina í vor og stjórar liðanna munu eflaust tjalda öllu til að krækja sér í dýrmæt stig um helgina. Steve Bruce, stjóri Birmingham, segir að leikur liðsins gegn Newcastle á laugardaginn sé mikilvægasti leikur í sögu félagsins. Birmingham er tveimur stigum á eftir Portsmouth og fjórum stigum fyrir ofan West Brom í töflunni þegar tveir leikir eru eftir. West Brom fellur ef Birmingham gerir jafntefli um helgina og Bryan Robson segist gera sér fullkomlega grein fyrir því. "Við erum meira og minna fallnir," sagði Robson. Portsmouth getur hinsvegar tryggt veru sína í deildinni ef úrslit helgarinnar verða liðinu í hag, því ef Portsmouth leggur Wigan og Birmingham nær ekki að vinna Newcastle, eru lærisveinar Harry Redknapp sloppnir fyrir horn. Markið hjá Mendes vendipunkturinn "Ef einhver hefði boðið mér þessa stöðu mála fyrir tveimur mánuðum, hefði ég sannarlega þegið hana, " sagði Redknapp og sagði að vendipunkturinn á tímabilinu hjá Portsmouth hafi komið í 2-1 sigri liðsins gegn Manchester City. "Þann 11. mars skoraði Pedro Mendez glæsilegt sigurmark fyrir okkur á lokamínútunum gegn City og það var að mínu mati vendipunkturinn í ár. Ég held að þetta glæsilega mark hafi gert gæfumuninn fyrir mig, leikmennina og stuðningsmennina og ég er er hræddur um að við hefðum farið beint niður ef ekki hefði verið fyrir þetta mark," sagði Redknapp. Standast þeir pressuna? Steve Bruce hjá Birmingham segir að örlög liðsins ráðist á því hvort leikmennirnir standist pressuna á lokasprettinum. "Þetta veltur allt á því hvernig leikmennirnir halda á spöðunum. Við höfum vissulega spilað nokkra leiki síðan um jól þar sem við höfum nauðsynlega þurft að vinna. Við höfum reynt okkar besta til að vera jákvæðir og verðum að ná hagstæðum úrslitum um helgina - en það er ekkert leyndarmál að ég verð með annað augað á Portsmouth-leiknum," sagði Bruce. Robson hóflega bjartsýnn Bryan Robson er skiljanlega orðinn mjög vondaufur um að vinna það kraftaverka að halda liði sínu West Brom uppi annað árið í röð. "Það eru stærðfræðilegir möguleikar á því að við höldum okkur uppi, en það eru ekki leikirnir sem eftir eru sem komu okkur í þessa aðstöðu - það eru slæm úrslit í allan vetur. Við getum aðeins undirbúið okkur vel fyrir leikinn gegn West Ham á mánudaginn og vonað að úrslit helgarinnar verði okkur í hag."
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Fleiri fréttir Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Toppliðið lék sér á lokakaflanum Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Sjá meira