Forseta líkt við einræðisherra 21. apríl 2006 14:41 Þingforsetinn var sakaður um að hafa tekið sér diktatorsvald og skildi lítið í þeirri líkingu. MYND/Hari Forseti Alþingis var sakaður um að hafa tekið sér vald til að útnefna sig diktator við upphaf þingfundar í dag. Umræða samkvæmt dagskrá tafðist í fimmtíu mínútur vegna deilna um dagskrá fundarins.Mörður Árnason rifjaði upp að í tíð Rómaveldis hefði sá möguleiki verið fyrir hendi að kjósa diktator til að fara með vald þingsins á óvissutímum, svo sem þegar stríð geisaði eða efnahagurinn var í uppnámi. Diktator þessi réð því þá hvað væri gert og hvaða mál væru til umfjöllunar."Ég sé ekki betur en að nú hafi sá voði færst að þjóðinni að forseti þingsins hafi með svipuðum hætti tilnefnt sjálfan sig diktator yfir Alþingi Íslendinga og kosið sjálfan sig.." sagði Mörður og komst ekki lengra því þá stóð forseti þingsins upp úr sæti sínu og sló í bjölluna."Forseti gerir athugasemd við þennan málflutning hjá háttvirtum þingmanni og beinir honum að lesa og kynna sér þingsköp Alþingis;" sagði Sólveig Pétursdóttir þingforseti. "Þar sem kemur ótvírætt fram hvaða vald forseti Alþingis hefur til þess að setja mál á dagskrá hér og annað því um líkt."Skilur ekki forseta"Forseti, ég skil ekki þessa athugasemd og get því ekki farið eftir henni," svaraði Mörður. "Það sem ég segi er það að ég sakaði forseta alls ekki um að hafa ekki farið að þingsköpun frekar en ég sakaði senatið um það á sínum tíma í Róm að hafa ekki haft leyfi til að kjósa þennan diktator. Þeir kusu diktatorinn og hér hefur forseti þingsins tekið sér það vald að kjósa sjálfan sig sem diktator. Diktator sem kippti úr sambandi starfsáætluninni, sem ekki hefur samráð við þingflokksformenn um störf þingsins og setur sjálf, án nokkurs samráðs, á dagskrá þau mál sem henni þykja brýnust."Ekki virtist forseti skilja Mörð betur en Mörður skildi forseta."Forseti hlýtur nú að velta fyrir sér hvaða tilgangi þjónaði þessi málflutningur hjá háttvirtum þingmanni," sagði forseti þingsins og spurði "hvort það eigi að skilja það svo að forseti sé með ofbeldi þegar á dagskrá þingsins er tekið stjórnarfrumvarp sem er afgreitt með eðlilegum hætti, með þingmeirihluta út úr menntamálanefnd þingsins?"Hart tekist áÞetta var ekki eina skiptið sem þingforseti sá ástæðu til að gera athugasemdir við málflutning þingmanna. Nokkrum sinnum vandaði hann fyrir þeim að halda sig við efnið, sem væri athugasemdir við störf forseta, þegar þeir þóttu fara út í efnislega umræðu og álíka oft gerði forseti grein fyrir ástæðum sínum að máli þeirra loknu. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Sjá meira
Forseti Alþingis var sakaður um að hafa tekið sér vald til að útnefna sig diktator við upphaf þingfundar í dag. Umræða samkvæmt dagskrá tafðist í fimmtíu mínútur vegna deilna um dagskrá fundarins.Mörður Árnason rifjaði upp að í tíð Rómaveldis hefði sá möguleiki verið fyrir hendi að kjósa diktator til að fara með vald þingsins á óvissutímum, svo sem þegar stríð geisaði eða efnahagurinn var í uppnámi. Diktator þessi réð því þá hvað væri gert og hvaða mál væru til umfjöllunar."Ég sé ekki betur en að nú hafi sá voði færst að þjóðinni að forseti þingsins hafi með svipuðum hætti tilnefnt sjálfan sig diktator yfir Alþingi Íslendinga og kosið sjálfan sig.." sagði Mörður og komst ekki lengra því þá stóð forseti þingsins upp úr sæti sínu og sló í bjölluna."Forseti gerir athugasemd við þennan málflutning hjá háttvirtum þingmanni og beinir honum að lesa og kynna sér þingsköp Alþingis;" sagði Sólveig Pétursdóttir þingforseti. "Þar sem kemur ótvírætt fram hvaða vald forseti Alþingis hefur til þess að setja mál á dagskrá hér og annað því um líkt."Skilur ekki forseta"Forseti, ég skil ekki þessa athugasemd og get því ekki farið eftir henni," svaraði Mörður. "Það sem ég segi er það að ég sakaði forseta alls ekki um að hafa ekki farið að þingsköpun frekar en ég sakaði senatið um það á sínum tíma í Róm að hafa ekki haft leyfi til að kjósa þennan diktator. Þeir kusu diktatorinn og hér hefur forseti þingsins tekið sér það vald að kjósa sjálfan sig sem diktator. Diktator sem kippti úr sambandi starfsáætluninni, sem ekki hefur samráð við þingflokksformenn um störf þingsins og setur sjálf, án nokkurs samráðs, á dagskrá þau mál sem henni þykja brýnust."Ekki virtist forseti skilja Mörð betur en Mörður skildi forseta."Forseti hlýtur nú að velta fyrir sér hvaða tilgangi þjónaði þessi málflutningur hjá háttvirtum þingmanni," sagði forseti þingsins og spurði "hvort það eigi að skilja það svo að forseti sé með ofbeldi þegar á dagskrá þingsins er tekið stjórnarfrumvarp sem er afgreitt með eðlilegum hætti, með þingmeirihluta út úr menntamálanefnd þingsins?"Hart tekist áÞetta var ekki eina skiptið sem þingforseti sá ástæðu til að gera athugasemdir við málflutning þingmanna. Nokkrum sinnum vandaði hann fyrir þeim að halda sig við efnið, sem væri athugasemdir við störf forseta, þegar þeir þóttu fara út í efnislega umræðu og álíka oft gerði forseti grein fyrir ástæðum sínum að máli þeirra loknu.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Sjá meira