Eigum skilið að komast í Meistaradeildina 20. apríl 2006 16:46 Martin Jol og félaga í Tottenham bíður sannkallaður risaleikur á laugardaginn þar sem andstæðingurinn er erkióvinurinn Arsenal og meistaradeildarsæti í húfi NordicPhotos/GettyImages Martin Jol, stjóri Tottenham, undirbýr lið sitt nú fyrir mikilvægasta leik þess á síðustu árum. Tottenham sækir granna sína í Arsenal heim á Highbury á laugardaginn í leik sem mun ráða miklu um hvort liðið hafnar í fjórða sæti deildarinnar og kemst í Meistaradeildina á næsta tímabili. Mjög langt er síðan Tottenham hefur verið svo lengi fyrir ofan erkifjendur sína í Norður-Lundúnum og það er vel við hæfi að grannarnir berjist um Evrópusætið í síðustu viðureign sinni á Highbury. Martin Jol segir sína menn ekki kvíða neinu. "Við munum spila okkar bolta og hlökkum til þess að takast á við þessa miklu áskorun. Það yrði okkur gríðarlega mikilvægt að ná hagstæðum úrslitum í þessum leik, því ef við náum að halda Arsenal fyrir aftan okkur í deildinni og halda fjórða sætinu - er það vegna þess að við eigum það skilið," sagði Jol, en Tottenham hefur haldið fjórða sætinu í nokkrar vikur. Liðið á þó mjög erfiða leiki eftir á lokasprettinum og því verður sannarlega forvitnilegt að fylgjast með hvernig ungu liði Martin Jol tekst til í síðustu þremur leikjunum. Þess má geta að varnarmaðurinn Sol Campbell verður ekki í leikmannahópi Arsenal fyrir leikinn á laugardaginn, en hann er ekki orðinn nógu góður eftir nefbrotið á dögunum. Þó er vonast til að hann verði orðinn klár fyrir síðari leikinn gegn Villarreal í Meistaradeildinni á þriðjudaginn. Campbell sjálfur grætur þó varla að missa af leiknum gegn sínum gömlu félögum í Tottenham, því stuðningsmenn liðsins hafa gert honum lífið einstaklega leitt allar götur síðan hann kaus að ganga til liðs við Arsenal á sínum tíma. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti Fleiri fréttir Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sárt tap gegn Dönum á HM Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Sjá meira
Martin Jol, stjóri Tottenham, undirbýr lið sitt nú fyrir mikilvægasta leik þess á síðustu árum. Tottenham sækir granna sína í Arsenal heim á Highbury á laugardaginn í leik sem mun ráða miklu um hvort liðið hafnar í fjórða sæti deildarinnar og kemst í Meistaradeildina á næsta tímabili. Mjög langt er síðan Tottenham hefur verið svo lengi fyrir ofan erkifjendur sína í Norður-Lundúnum og það er vel við hæfi að grannarnir berjist um Evrópusætið í síðustu viðureign sinni á Highbury. Martin Jol segir sína menn ekki kvíða neinu. "Við munum spila okkar bolta og hlökkum til þess að takast á við þessa miklu áskorun. Það yrði okkur gríðarlega mikilvægt að ná hagstæðum úrslitum í þessum leik, því ef við náum að halda Arsenal fyrir aftan okkur í deildinni og halda fjórða sætinu - er það vegna þess að við eigum það skilið," sagði Jol, en Tottenham hefur haldið fjórða sætinu í nokkrar vikur. Liðið á þó mjög erfiða leiki eftir á lokasprettinum og því verður sannarlega forvitnilegt að fylgjast með hvernig ungu liði Martin Jol tekst til í síðustu þremur leikjunum. Þess má geta að varnarmaðurinn Sol Campbell verður ekki í leikmannahópi Arsenal fyrir leikinn á laugardaginn, en hann er ekki orðinn nógu góður eftir nefbrotið á dögunum. Þó er vonast til að hann verði orðinn klár fyrir síðari leikinn gegn Villarreal í Meistaradeildinni á þriðjudaginn. Campbell sjálfur grætur þó varla að missa af leiknum gegn sínum gömlu félögum í Tottenham, því stuðningsmenn liðsins hafa gert honum lífið einstaklega leitt allar götur síðan hann kaus að ganga til liðs við Arsenal á sínum tíma.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti Fleiri fréttir Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sárt tap gegn Dönum á HM Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Sjá meira