Ánægður með framlag Cole 1. mars 2006 23:06 Eriksson var mjög sáttur við frammistöðu Joe Cole í kvöld NordicPhotos/GettyImages Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englendinga var yfir sig ánægður með Joe Cole í sigrinum á Úrúgvæ í kvöld og sagði hann hafa borið af öðrum leikmönnum í leiknum. Cole lagði upp jöfnunarmark enska liðsins og skoraði sigurmarkið sjálfur. "Joe var frábær í kvöld og það er ótrúlegt að sjá hversu mikið honum hefur farið fram á síðustu tveimur árum. Hann var fljótur, sterkur og útsjónarsamur og sinnti varnarhlutverki sínu vel líka. Ef hann heldur áfram að spila eins og hann gerði í kvöld hef ég svo sannarlega ekki áhyggjur af vinstri kantinum hjá okkur í framtíðinni," sagði Eriksson. Cole sjálfur var nokkuð sáttur við leik enska liðsins, en hrósaði þeim Peter Crouch og Shaun Wright-Phillips fyrir að breyta gangi leiksins þegar þeir komu inná sem varamenn. "Við vorum þolinmóðir og það borgaði sig í lok leiksins, þó við hefðum mátt vinna þennan leik með meiri mun en raun bar vitni. Að mínu mati urðu þáttaskil þegar Shaun og Peter komu inná, þeir breyttu gangi leiksins og sprautuðu lífi í liðið," sagði Cole. Varnarmaðurinn Wayne Bridge meiddist snemma í leiknum og var borinn útaf, en Eriksson segir að meiðsli hans séu ekki mjög alvarleg. "Hann fer í myndatöku á morgun, en ég hugsa að verði allt í lagi með hann. Það er kominn tími á að við förum að fá vinstri bakverðina okkar í lag," sagði Eriksson. Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport Fleiri fréttir Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Sjá meira
Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englendinga var yfir sig ánægður með Joe Cole í sigrinum á Úrúgvæ í kvöld og sagði hann hafa borið af öðrum leikmönnum í leiknum. Cole lagði upp jöfnunarmark enska liðsins og skoraði sigurmarkið sjálfur. "Joe var frábær í kvöld og það er ótrúlegt að sjá hversu mikið honum hefur farið fram á síðustu tveimur árum. Hann var fljótur, sterkur og útsjónarsamur og sinnti varnarhlutverki sínu vel líka. Ef hann heldur áfram að spila eins og hann gerði í kvöld hef ég svo sannarlega ekki áhyggjur af vinstri kantinum hjá okkur í framtíðinni," sagði Eriksson. Cole sjálfur var nokkuð sáttur við leik enska liðsins, en hrósaði þeim Peter Crouch og Shaun Wright-Phillips fyrir að breyta gangi leiksins þegar þeir komu inná sem varamenn. "Við vorum þolinmóðir og það borgaði sig í lok leiksins, þó við hefðum mátt vinna þennan leik með meiri mun en raun bar vitni. Að mínu mati urðu þáttaskil þegar Shaun og Peter komu inná, þeir breyttu gangi leiksins og sprautuðu lífi í liðið," sagði Cole. Varnarmaðurinn Wayne Bridge meiddist snemma í leiknum og var borinn útaf, en Eriksson segir að meiðsli hans séu ekki mjög alvarleg. "Hann fer í myndatöku á morgun, en ég hugsa að verði allt í lagi með hann. Það er kominn tími á að við förum að fá vinstri bakverðina okkar í lag," sagði Eriksson.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport Fleiri fréttir Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Sjá meira