Alþjóðlegt orðspor og ímynd 28. desember 2006 06:45 Halla Tómasdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands Halla Tómasdóttir, sem tók við starfi framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs í upphafi árs, segir að veikleikar þess að sinna ekki nægilega almannatengslum og öflugu upplýsingaflæði hafi komið glögglega í ljós á árinu. Segja má að árið 2006 hafi verið eitt það stormasamasta sem íslenskt viðskiptalíf hefur upplifað fyrr og síðar. Eftir sterkan meðbyr í byrjun árs þar sem hlutabréfavísitölur uxu með áður óþekktum hraða snerust vindar á móti seglum undir lok febrúarmánaðar með aðfinnslum erlendra greiningaraðila á efnahags- og fjármálakerfi landsins. Helstu fjölmiðlar heimsins fylgdu í kjölfarið. Eitthvað af þeirri gagnrýni sem upp kom í umræddum skýrslum og blaðagreinum átti rétt á sér enda efnahagsaðstæður landsins að ýmsu leyti hinar undarlegustu. Ákveðnir þættir gagnrýninnar voru þó frekar byggðir á vanþekkingu á íslenskum aðstæðum og innviðum íslenskra fjármálafyrirtækja. Litlu mátti muna að illa færi en segja má að umræðan hafi tekið stakkaskiptum til hins betra í kjölfar útgáfu skýrslu Viðskiptaráðs um fjármálastöðugleika á Íslandi. Þar fjölluðu Tryggvi Þór Herbertsson og Frederic Mishkin um líkindi þess að fjármálakreppa ætti sér stað á Íslandi. Skýrslan var vel kynnt bæði innanlands og utan og í kjölfarið komst nokkurt jafnvægi á alþjóðlega umfjöllun. Ljóst er að ímynd landsins varð fyrir enn frekari skakkaföllum með illa undirbúinni endurskoðun á fyrirkomulagi hvalveiða. Þar sem hvorki var lagður tími né vinna í að kynna afstöðu og ástæður veiðanna má telja víst að ásýnd landsins hafi beðið hnekki hjá hópi útlendinga. Hversu alvarlegt og afdrifaríkt það reynist er erfitt að meta. Í því umróti sem átt hefur sér stað hafa komið glögglega í ljós veikleikar þess að sinna ekki nægilega almannatengslum og öflugu upplýsingaflæði. Með vaxandi sýnileika á erlendum viðskiptamörkuðum getur reynst ómetanlegur styrkur fyrir ímynd og áreiðanleika fyrirtækja og þjóða að halda úti virku flæði upplýsinga. Viðskiptaráð Íslands hefur látið ímynd íslensks viðskiptalífs sig varða og hefur staðið fyrir mikilli vinnu í tengslum við þau mál. Viðskiptaþing 2007 verður helgað alþjóðlegu orðspori og ímynd Íslands. Þegar öllu er á botninn hvolft, þá getum við verið virkilega stolt af þeim brjálaða árangri sem við höfum náð og ef við leggjumst saman á árar þá getum við verið þekkt fyrir miklu áhugaverðari og skemmtilegri hluti en þá sem ratað hafa á síður alþjóðlegra fjölmiðla þetta árið. Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Segja má að árið 2006 hafi verið eitt það stormasamasta sem íslenskt viðskiptalíf hefur upplifað fyrr og síðar. Eftir sterkan meðbyr í byrjun árs þar sem hlutabréfavísitölur uxu með áður óþekktum hraða snerust vindar á móti seglum undir lok febrúarmánaðar með aðfinnslum erlendra greiningaraðila á efnahags- og fjármálakerfi landsins. Helstu fjölmiðlar heimsins fylgdu í kjölfarið. Eitthvað af þeirri gagnrýni sem upp kom í umræddum skýrslum og blaðagreinum átti rétt á sér enda efnahagsaðstæður landsins að ýmsu leyti hinar undarlegustu. Ákveðnir þættir gagnrýninnar voru þó frekar byggðir á vanþekkingu á íslenskum aðstæðum og innviðum íslenskra fjármálafyrirtækja. Litlu mátti muna að illa færi en segja má að umræðan hafi tekið stakkaskiptum til hins betra í kjölfar útgáfu skýrslu Viðskiptaráðs um fjármálastöðugleika á Íslandi. Þar fjölluðu Tryggvi Þór Herbertsson og Frederic Mishkin um líkindi þess að fjármálakreppa ætti sér stað á Íslandi. Skýrslan var vel kynnt bæði innanlands og utan og í kjölfarið komst nokkurt jafnvægi á alþjóðlega umfjöllun. Ljóst er að ímynd landsins varð fyrir enn frekari skakkaföllum með illa undirbúinni endurskoðun á fyrirkomulagi hvalveiða. Þar sem hvorki var lagður tími né vinna í að kynna afstöðu og ástæður veiðanna má telja víst að ásýnd landsins hafi beðið hnekki hjá hópi útlendinga. Hversu alvarlegt og afdrifaríkt það reynist er erfitt að meta. Í því umróti sem átt hefur sér stað hafa komið glögglega í ljós veikleikar þess að sinna ekki nægilega almannatengslum og öflugu upplýsingaflæði. Með vaxandi sýnileika á erlendum viðskiptamörkuðum getur reynst ómetanlegur styrkur fyrir ímynd og áreiðanleika fyrirtækja og þjóða að halda úti virku flæði upplýsinga. Viðskiptaráð Íslands hefur látið ímynd íslensks viðskiptalífs sig varða og hefur staðið fyrir mikilli vinnu í tengslum við þau mál. Viðskiptaþing 2007 verður helgað alþjóðlegu orðspori og ímynd Íslands. Þegar öllu er á botninn hvolft, þá getum við verið virkilega stolt af þeim brjálaða árangri sem við höfum náð og ef við leggjumst saman á árar þá getum við verið þekkt fyrir miklu áhugaverðari og skemmtilegri hluti en þá sem ratað hafa á síður alþjóðlegra fjölmiðla þetta árið.
Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira