Stormasamt en gjöfult ár að baki 28. desember 2006 06:30 Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings Árið hefur að mati Hreiðars öðru fremur einkennst af varnarsigrum. Bankinn seldi meðal annars hlut sinn í Exista til að koma til móts við gagnrýni. Þetta ár var á margan hátt gott, þótt það hafi að sama skapi ekki verið auðvelt. Gagnrýni í upphafi ársins og vantrú sumra greiningaraðila á viðskiptamódel bankans reyndi á okkur í vörn í stað þeirrar sóknar sem hefur einkennt starfsemi okkar undanfarin ár. Við nýttum árið til frekari samþættingar í rekstrinum, en þetta var í fyrsta sinn í langan tíma þar sem við sýndum reikninga sem voru fyllilega sambærilegir á milli ára þar sem við keyptum engin fyrirtæki. Ég er ánægður með hvernig okkur hefur tekist til við að kynna viðskiptamódel bankans betur og laga starfsemi okkar að gagnrýni. Þrátt fyrir að þetta hafi verið ár varnarsigra og engar yfirtökur átt sér stað, er rétt að benda á að við höfum bætt verulega við starfsemi okkar með ráðningum á teymum starfsmanna frá keppinautum í löndum eins og Danmörku og Bretlandi og að afkoman var góð, ekki síst vegna sölunnar á Exista sem var til að koma til móts við gagnrýni.Það sem upp úr stendurSamþætting breska bankans Kaupthing Singer & Friedlander inn í Kaupþings samstæðuna var stærsta einstaka verkefnið á árinu, en af minni en engu að síður mikilvægum verkefnum mætti nefna skuldabréfaútboðið í Bandaríkjunum í september, en þangað sóttum við þrjá milljarða bandaríkjadala í okkar stærsta útboði til þessa.Einnig gáfum við út skuldabréf í Japan í október, fyrst íslenskra fjármálafyrirtækja og það var ánægjulegt að komast inn á þann markað. Þá ber einnig að nefna nýafstaðið hlutafjárútboð til erlendra fagfjárfesta, en þar seldum við hlutafé fyrir 56 milljarða króna.Ég held að árið 2007 verði ágætis ár. Það er ekkert sem segir mér á þessari stundu að árið verði erfitt á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Rekstur okkar verður sífellt umfangsmeiri utan Íslands og því erum við komin með fleiri stoðir undir rekstur okkar en áður. Hins vegar er starfsemin hér á landi enn mjög mikilvæg fyrir okkur og er ég jafnframt bjartsýnn á gott gengi þessa hluta bankans.Að lokum vil ég segja að við Íslendingar erum nú rétt að byrja að njóta ávaxtanna af hinni miklu og jákvæðu umbyltingu sem átt hefur sér stað í íslenska fjármálageiranum. Kaupþing innleiddi samkeppni í húsnæðislánum á Íslandi og er það ein stærsta kjarabót heimilanna á síðari árum. Að sama skapi er vöxtur og viðgangur Kaupþings ein stærsta kjarabót ríkissjóðs. Fyrir fáum árum greiddu innlendir bankar nær enga skatta, en í ár greiddi Kaupþing um sjö milljarða í skatta, sem mun meðal annars nýtast til að niðurgreiða samkeppni við bankann með ríkisábyrgð Íbúðalánasjóðs. Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Þetta ár var á margan hátt gott, þótt það hafi að sama skapi ekki verið auðvelt. Gagnrýni í upphafi ársins og vantrú sumra greiningaraðila á viðskiptamódel bankans reyndi á okkur í vörn í stað þeirrar sóknar sem hefur einkennt starfsemi okkar undanfarin ár. Við nýttum árið til frekari samþættingar í rekstrinum, en þetta var í fyrsta sinn í langan tíma þar sem við sýndum reikninga sem voru fyllilega sambærilegir á milli ára þar sem við keyptum engin fyrirtæki. Ég er ánægður með hvernig okkur hefur tekist til við að kynna viðskiptamódel bankans betur og laga starfsemi okkar að gagnrýni. Þrátt fyrir að þetta hafi verið ár varnarsigra og engar yfirtökur átt sér stað, er rétt að benda á að við höfum bætt verulega við starfsemi okkar með ráðningum á teymum starfsmanna frá keppinautum í löndum eins og Danmörku og Bretlandi og að afkoman var góð, ekki síst vegna sölunnar á Exista sem var til að koma til móts við gagnrýni.Það sem upp úr stendurSamþætting breska bankans Kaupthing Singer & Friedlander inn í Kaupþings samstæðuna var stærsta einstaka verkefnið á árinu, en af minni en engu að síður mikilvægum verkefnum mætti nefna skuldabréfaútboðið í Bandaríkjunum í september, en þangað sóttum við þrjá milljarða bandaríkjadala í okkar stærsta útboði til þessa.Einnig gáfum við út skuldabréf í Japan í október, fyrst íslenskra fjármálafyrirtækja og það var ánægjulegt að komast inn á þann markað. Þá ber einnig að nefna nýafstaðið hlutafjárútboð til erlendra fagfjárfesta, en þar seldum við hlutafé fyrir 56 milljarða króna.Ég held að árið 2007 verði ágætis ár. Það er ekkert sem segir mér á þessari stundu að árið verði erfitt á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Rekstur okkar verður sífellt umfangsmeiri utan Íslands og því erum við komin með fleiri stoðir undir rekstur okkar en áður. Hins vegar er starfsemin hér á landi enn mjög mikilvæg fyrir okkur og er ég jafnframt bjartsýnn á gott gengi þessa hluta bankans.Að lokum vil ég segja að við Íslendingar erum nú rétt að byrja að njóta ávaxtanna af hinni miklu og jákvæðu umbyltingu sem átt hefur sér stað í íslenska fjármálageiranum. Kaupþing innleiddi samkeppni í húsnæðislánum á Íslandi og er það ein stærsta kjarabót heimilanna á síðari árum. Að sama skapi er vöxtur og viðgangur Kaupþings ein stærsta kjarabót ríkissjóðs. Fyrir fáum árum greiddu innlendir bankar nær enga skatta, en í ár greiddi Kaupþing um sjö milljarða í skatta, sem mun meðal annars nýtast til að niðurgreiða samkeppni við bankann með ríkisábyrgð Íbúðalánasjóðs.
Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira