Stefnufesta í úfnum sjó 28. desember 2006 06:15 Sigurjón Þ. Árnason, Bankastjóri Landsbankans Sigurjón segir árið 2006 árið þegar mörg af stóru íslensku fyrirtækjunum hættu að vera „útrásarfyrirtæki” en urðu þess í stað alþjóðleg fyrirtæki með höfuðstöðvar á Íslandi. MYND/GVA Allir sem tengjast rekstri íslenskra fyrirtækja í útlöndum eru líklegast sammála því að árið 2006 marki tímamót í þeirri þróun sem átt hefur sér stað undanfarin ár. Árið færði okkur heim sanninn um að íslenskt hagkerfi er orðið alþjóðlegt. Víða um heim er fylgst með ákvörðunum sem teknar eru á Íslandi og þróun efnahagsmála hér á landi þykir nú hafa meira erindi en áður í umræðu um efnahagslíf heimsins. Segja má að þessi nýi veruleiki hafi fyrst gert vart við sig svo um munaði í upphafi árs þegar erlent matsfyrirtæki setti fram harða gagnrýni á þróun íslenskra efnahagsmála. Í kjölfarið stukku ýmsir á þann vagn og fyrir vikið sigldu íslensk fyrirtæki, ekki síst fjármálafyrirtækin, í úfnum sjó fram eftir árinu. Þrátt fyrir það standa íslensk fjármálafyrirtæki sterkari en nokkru sinni fyrr í árslok. Þetta má þakka stefnufestu þeirra á árinu enda munu flestir þeir, sem gagnrýndu hraðan vöxt þeirra, nú sjá að áætlanir íslensku bankanna eru að standast vel og að íslenskir fjárfestar og stjórnendur eiga mikið erindi með þekkingu sína á alþjóðlegan markað. Íslensk fjármálafyrirtæki brugðust vel við þeirri gagnrýni sem fram kom í upphafi árs. Sumt í gagnrýninni var réttmætt og hafa þau lagt sig fram um að grípa til aðgerða til þess að lagfæra það sem betur mátti fara. Eftir þessu hefur verið tekið meðal þeirra sem fylgjast með ástandi íslenskra fyrirtækja og efnahagslífs. Annað í gagnrýninni var byggt á misskilningi og tókst hagsmunaaðilum vel að stilla saman strengi til þess að leiðrétta misskilning og rangfærslur af þeim toga. Þau vinnubrögð voru til mikillar fyrirmyndar og standa upp úr sem einn af hápunktum ársins. Árið 2006 var árið þegar mörg af stóru íslensku fyrirtækjunum hættu að vera „útrásarfyrirtæki“ en urðu þess í stað alþjóðleg fyrirtæki með höfuðstöðvar á Íslandi. Stjórnendur íslenskra fyrirtækja gera sér grein fyrir því að augu heimsins beinast að þeim. Mikilvægt er að íslensk stjórnvöld geri sér einnig grein fyrir þessum nýja veruleika og hagi aðgerðum sínum og yfirlýsingum þannig. Í því ljósi er mikilvægt að vel sé haldið á efnahagsmálum nú þegar sér fyrir enda á miklu hagvaxtarskeiði hér á landi. Nauðsynlegt er að mjúk lending náist á næsta ári og trúverðugleiki Íslands og traust erlendra aðila á íslenskt efnahagslíf haldi áfram að vaxa. Verðmæti trúverðugleika okkar og traust í alþjóðlegu samhengi verður seint ofmetið og því er miklu til kostandi svo að því verði ekki stefnt í voða. Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Allir sem tengjast rekstri íslenskra fyrirtækja í útlöndum eru líklegast sammála því að árið 2006 marki tímamót í þeirri þróun sem átt hefur sér stað undanfarin ár. Árið færði okkur heim sanninn um að íslenskt hagkerfi er orðið alþjóðlegt. Víða um heim er fylgst með ákvörðunum sem teknar eru á Íslandi og þróun efnahagsmála hér á landi þykir nú hafa meira erindi en áður í umræðu um efnahagslíf heimsins. Segja má að þessi nýi veruleiki hafi fyrst gert vart við sig svo um munaði í upphafi árs þegar erlent matsfyrirtæki setti fram harða gagnrýni á þróun íslenskra efnahagsmála. Í kjölfarið stukku ýmsir á þann vagn og fyrir vikið sigldu íslensk fyrirtæki, ekki síst fjármálafyrirtækin, í úfnum sjó fram eftir árinu. Þrátt fyrir það standa íslensk fjármálafyrirtæki sterkari en nokkru sinni fyrr í árslok. Þetta má þakka stefnufestu þeirra á árinu enda munu flestir þeir, sem gagnrýndu hraðan vöxt þeirra, nú sjá að áætlanir íslensku bankanna eru að standast vel og að íslenskir fjárfestar og stjórnendur eiga mikið erindi með þekkingu sína á alþjóðlegan markað. Íslensk fjármálafyrirtæki brugðust vel við þeirri gagnrýni sem fram kom í upphafi árs. Sumt í gagnrýninni var réttmætt og hafa þau lagt sig fram um að grípa til aðgerða til þess að lagfæra það sem betur mátti fara. Eftir þessu hefur verið tekið meðal þeirra sem fylgjast með ástandi íslenskra fyrirtækja og efnahagslífs. Annað í gagnrýninni var byggt á misskilningi og tókst hagsmunaaðilum vel að stilla saman strengi til þess að leiðrétta misskilning og rangfærslur af þeim toga. Þau vinnubrögð voru til mikillar fyrirmyndar og standa upp úr sem einn af hápunktum ársins. Árið 2006 var árið þegar mörg af stóru íslensku fyrirtækjunum hættu að vera „útrásarfyrirtæki“ en urðu þess í stað alþjóðleg fyrirtæki með höfuðstöðvar á Íslandi. Stjórnendur íslenskra fyrirtækja gera sér grein fyrir því að augu heimsins beinast að þeim. Mikilvægt er að íslensk stjórnvöld geri sér einnig grein fyrir þessum nýja veruleika og hagi aðgerðum sínum og yfirlýsingum þannig. Í því ljósi er mikilvægt að vel sé haldið á efnahagsmálum nú þegar sér fyrir enda á miklu hagvaxtarskeiði hér á landi. Nauðsynlegt er að mjúk lending náist á næsta ári og trúverðugleiki Íslands og traust erlendra aðila á íslenskt efnahagslíf haldi áfram að vaxa. Verðmæti trúverðugleika okkar og traust í alþjóðlegu samhengi verður seint ofmetið og því er miklu til kostandi svo að því verði ekki stefnt í voða.
Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira