Rafmagnsleysi í aftakaveðri 2. nóvember 2006 04:45 Flóð í Hamborg. Ein afleiðing stormsins sem gekk yfir Þýskaland og Skandinavíu í gær voru gríðarleg flóð í Hamborg. MYND/Nordicphotos/afp Stórhríð olli rafmagnsleysi á fimmtíu þúsund heimilum í Svíþjóð í gærmorgun, þegar vindhviður brutu niður rafmagnsstaura. „Það er þessi blanda af blautum snjó og hvössum vindi sem veldur vandræðum,“ sagði Jakob Holmstrom, talsmaður orkufyrirtækisins E.ON. Í Danmörku var Stórabeltisbrúnni lokað, og vega- og lestarsamgöngur lágu niðri víða í Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi. Eins var öllum ferðum smærri skipa milli Finnlands og Eistlands aflýst. Veðrið olli því einnig að ferjan Crown of Scandinavia gat ekki lagst að bryggju í Kaupmannahöfn, heldur beið áhöfnin og sex hundruð farþegar í marga klukkutíma utan hafnarinnar eftir að veðurofsann lægði, að því er fram kom á fréttavef Politiken. Skipið var að koma frá Ósló. Stormsins varð einnig vel vart í Þýskalandi, þar sem tré fuku á hús og bíla og ruslafötur og útikamrar þeyttust á haf út. Í Hamborg flæddi inn í hús og í höfninni þar slitnaði gámaflutningaskip frá bryggju og veltist stjórnlaust uns áhöfninni tókst að binda skipið á ný. Veðrið lægði þegar leið á daginn og komust samgöngur smám saman í samt lag. Ekki bárust fregnir af neinum alvarlegum slysum á fólki, en sjö manna áhöfn á þýsku strandferðaskipi var bjargað giftusamlega um borð í þyrlu eftir að stýrikerfi skipsins gaf sig við landamæri Þýskalands og Hollands. Erlent Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Stórhríð olli rafmagnsleysi á fimmtíu þúsund heimilum í Svíþjóð í gærmorgun, þegar vindhviður brutu niður rafmagnsstaura. „Það er þessi blanda af blautum snjó og hvössum vindi sem veldur vandræðum,“ sagði Jakob Holmstrom, talsmaður orkufyrirtækisins E.ON. Í Danmörku var Stórabeltisbrúnni lokað, og vega- og lestarsamgöngur lágu niðri víða í Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi. Eins var öllum ferðum smærri skipa milli Finnlands og Eistlands aflýst. Veðrið olli því einnig að ferjan Crown of Scandinavia gat ekki lagst að bryggju í Kaupmannahöfn, heldur beið áhöfnin og sex hundruð farþegar í marga klukkutíma utan hafnarinnar eftir að veðurofsann lægði, að því er fram kom á fréttavef Politiken. Skipið var að koma frá Ósló. Stormsins varð einnig vel vart í Þýskalandi, þar sem tré fuku á hús og bíla og ruslafötur og útikamrar þeyttust á haf út. Í Hamborg flæddi inn í hús og í höfninni þar slitnaði gámaflutningaskip frá bryggju og veltist stjórnlaust uns áhöfninni tókst að binda skipið á ný. Veðrið lægði þegar leið á daginn og komust samgöngur smám saman í samt lag. Ekki bárust fregnir af neinum alvarlegum slysum á fólki, en sjö manna áhöfn á þýsku strandferðaskipi var bjargað giftusamlega um borð í þyrlu eftir að stýrikerfi skipsins gaf sig við landamæri Þýskalands og Hollands.
Erlent Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira