Yfirgnæfandi líkur á að demókratar muni sigra 23. október 2006 06:00 Dr. Michael T. Corgan Baráttan fyrir þingkosningarnar í Bandaríkjunum í nóvember verður aðeins tvísýn um fimmtíu af þingsætunum 435. Dr. Michael T. Corgan, dósent í alþjóðasamskiptum við háskólann í Boston og gistikennari við Háskóla Íslands, segir þingmenn hinna 385 sætanna njóta nægilegs fylgis til að geta setið rólegir. Níutíu prósent líkur eru á meirihlutasigri demókrata í fulltrúadeildinni og helmingslíkur á sigri í öldungadeildinni, að mati Corgans. Kosið er að þessu sinni til allra þingsætanna í fulltrúadeildinni en þriðjungs í öldungadeildinni. Corgan hélt erindi á vegum Alþjóðamálastofnunar HÍ á fimmtudag og vísaði þar í fylgiskannanir, sem hann sagði benda til að minnst sex sæti væru örugg demókratasæti, til viðbótar við núverandi hlutdeild. Einnig að flokkurinn hefði mælst hærri en repúblikanar í sextán kjördæmum af þeim sem baráttan stendur um nú. Til að demókratar nái meirihluta í fulltrúadeildinni þurfa þeir að bæta við sig fimmtán þingsætum. Helsta ástæða þess að demókratar geta gengið vígreifir til kosninga, telur Corgan vera slakt gengi Bandaríkjamanna í Íraksstríðinu. Þar sem Bush hafi klætt sig í búning stríðsforsetans eigi hann allt undir því að Íraksstríðið takist sómasamlega. Corgan sagði ekkert benda til að svo verði. Einnig hafi ýmis hneykslismál plagað repúblikana upp á síðkastið, allt frá fjármálaspillingu til kynferðisofbeldis, en þeir háðu síðustu kosningabaráttu sem siðsami flokkurinn. Að auki muni innflytjendamál og aukin misskipting í þjóðfélaginu reynast þeim þung í skauti. Helstu vopn repúblikana séu hins vegar þau að þeir eru mun efnaðri og skipulagðari en demókratar. Þeir hafi vit til að auglýsa við hæfi; þar sem raunveruleg þörf er á því. Fari demókratar með sigur af hólmi, spáir Corgan því að yfirheyrslum og rannsóknum á vegum þingsins fjölgi mikið. Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra yrði svo þráspurður að hann ætti að láta leggja lestarteina beint úr varnarmálaráðuneytinu niður til rannsóknarnefndar þingsins. Með sigri demókrata yrði stjórnarandstaða þeirra nægilega sterk til að öll stefnuskrá Bush-stjórnarinnar kæmist í uppnám, að því gefnu að demókratar fari ekki offari og slái þannig vopnin úr höndum sér. Innlent Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Sjá meira
Baráttan fyrir þingkosningarnar í Bandaríkjunum í nóvember verður aðeins tvísýn um fimmtíu af þingsætunum 435. Dr. Michael T. Corgan, dósent í alþjóðasamskiptum við háskólann í Boston og gistikennari við Háskóla Íslands, segir þingmenn hinna 385 sætanna njóta nægilegs fylgis til að geta setið rólegir. Níutíu prósent líkur eru á meirihlutasigri demókrata í fulltrúadeildinni og helmingslíkur á sigri í öldungadeildinni, að mati Corgans. Kosið er að þessu sinni til allra þingsætanna í fulltrúadeildinni en þriðjungs í öldungadeildinni. Corgan hélt erindi á vegum Alþjóðamálastofnunar HÍ á fimmtudag og vísaði þar í fylgiskannanir, sem hann sagði benda til að minnst sex sæti væru örugg demókratasæti, til viðbótar við núverandi hlutdeild. Einnig að flokkurinn hefði mælst hærri en repúblikanar í sextán kjördæmum af þeim sem baráttan stendur um nú. Til að demókratar nái meirihluta í fulltrúadeildinni þurfa þeir að bæta við sig fimmtán þingsætum. Helsta ástæða þess að demókratar geta gengið vígreifir til kosninga, telur Corgan vera slakt gengi Bandaríkjamanna í Íraksstríðinu. Þar sem Bush hafi klætt sig í búning stríðsforsetans eigi hann allt undir því að Íraksstríðið takist sómasamlega. Corgan sagði ekkert benda til að svo verði. Einnig hafi ýmis hneykslismál plagað repúblikana upp á síðkastið, allt frá fjármálaspillingu til kynferðisofbeldis, en þeir háðu síðustu kosningabaráttu sem siðsami flokkurinn. Að auki muni innflytjendamál og aukin misskipting í þjóðfélaginu reynast þeim þung í skauti. Helstu vopn repúblikana séu hins vegar þau að þeir eru mun efnaðri og skipulagðari en demókratar. Þeir hafi vit til að auglýsa við hæfi; þar sem raunveruleg þörf er á því. Fari demókratar með sigur af hólmi, spáir Corgan því að yfirheyrslum og rannsóknum á vegum þingsins fjölgi mikið. Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra yrði svo þráspurður að hann ætti að láta leggja lestarteina beint úr varnarmálaráðuneytinu niður til rannsóknarnefndar þingsins. Með sigri demókrata yrði stjórnarandstaða þeirra nægilega sterk til að öll stefnuskrá Bush-stjórnarinnar kæmist í uppnám, að því gefnu að demókratar fari ekki offari og slái þannig vopnin úr höndum sér.
Innlent Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Sjá meira