Frábær frammistaða Svía 8. október 2006 07:30 Svíar fagna. Hér má sjá sænska landsliðið fagna eftir að það komst yfir gegn Spáni. Það er ljóst að sænska landsliðið mun mæta hingað til lands fullt sjálfstrausts eftir magnaðan sigur þess á því spænska 2-0 á heimavelli sínum í gær. Svíþjóð spilaði leikinn af mikilli skynsemi, lék frábæran varnarleik og leyfði Spánverjum að vera með knöttinn. Hættulegar skyndisóknir sænska liðsins gerðu það að verkum að mótherjarnir máttu aldrei gleyma sér en það gerðu þeir þó tvívegis í gær. Markvörðurinn Rami Shaaban lokaði sænska markinu og var besti maður vallarins. Gríðarlegur fögnuður braust út meðal 33.000 áhorfenda á leiknum þegar Johan Elmander kom Svíþjóð yfir eftir aðeins tíu mínútna leik en það var Anders Svensson sem lagði markið upp. Sama hvað Spánverjar reyndu þá gekk ekkert upp hjá þeim og Marcus Allback innsiglaði sigurinn átta mínútum fyrir leikslok. Þetta var annað tap Spánverja í keppninni en þriðji sigur Svía sem hafa fullt hús stiga í riðlinum. Enginn gleðst meira yfir þessum sigri í gær en landsliðsþjálfarinn Lars Lagerbäck sem hefur þurft að þola mikla gagnrýni eftir að hafa tekið Zlatan Ibrahimovic út úr landsliðshópnum. Mikil gleði ríkir nú í Svíþjóð en sama er ekki hægt að segja um Danmörku en danska landsliðið gerði markalaust jafntefli gegn Norður-Írum á Parken í gær og eru danskir fjölmiðlar alls ekki sáttir við spilamennsku liðsins. Danska liðið réði lögum og lofum á upphafskafla leiksins en fór illa með mörg mjög góð marktækifæri. Snemma í seinni hálfleik áttu Thomas Kahlenberg og Martin Jörgensen báðir skot sem fóru naumlega framhjá. Besta færi danska liðsins kom seint í leiknum en þá átti Claus Jensen skot sem fór framhjá markverðinum Maik Taylor en Aaron Hughes bjargaði á marklínu. Fótbolti Íþróttir Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Sjá meira
Það er ljóst að sænska landsliðið mun mæta hingað til lands fullt sjálfstrausts eftir magnaðan sigur þess á því spænska 2-0 á heimavelli sínum í gær. Svíþjóð spilaði leikinn af mikilli skynsemi, lék frábæran varnarleik og leyfði Spánverjum að vera með knöttinn. Hættulegar skyndisóknir sænska liðsins gerðu það að verkum að mótherjarnir máttu aldrei gleyma sér en það gerðu þeir þó tvívegis í gær. Markvörðurinn Rami Shaaban lokaði sænska markinu og var besti maður vallarins. Gríðarlegur fögnuður braust út meðal 33.000 áhorfenda á leiknum þegar Johan Elmander kom Svíþjóð yfir eftir aðeins tíu mínútna leik en það var Anders Svensson sem lagði markið upp. Sama hvað Spánverjar reyndu þá gekk ekkert upp hjá þeim og Marcus Allback innsiglaði sigurinn átta mínútum fyrir leikslok. Þetta var annað tap Spánverja í keppninni en þriðji sigur Svía sem hafa fullt hús stiga í riðlinum. Enginn gleðst meira yfir þessum sigri í gær en landsliðsþjálfarinn Lars Lagerbäck sem hefur þurft að þola mikla gagnrýni eftir að hafa tekið Zlatan Ibrahimovic út úr landsliðshópnum. Mikil gleði ríkir nú í Svíþjóð en sama er ekki hægt að segja um Danmörku en danska landsliðið gerði markalaust jafntefli gegn Norður-Írum á Parken í gær og eru danskir fjölmiðlar alls ekki sáttir við spilamennsku liðsins. Danska liðið réði lögum og lofum á upphafskafla leiksins en fór illa með mörg mjög góð marktækifæri. Snemma í seinni hálfleik áttu Thomas Kahlenberg og Martin Jörgensen báðir skot sem fóru naumlega framhjá. Besta færi danska liðsins kom seint í leiknum en þá átti Claus Jensen skot sem fór framhjá markverðinum Maik Taylor en Aaron Hughes bjargaði á marklínu.
Fótbolti Íþróttir Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Sjá meira