Kjartan Gunnarsson hættur sem framkvæmdastjóri 4. október 2006 05:30 Nýir tímar í Sjálfstæðisflokknum Kjartan Gunnarsson og Andri Óttarsson stilla sér upp inni í fundarherbergi í Valhöll eftir að hafa rætt saman á skrifstofu Kjartans. Í baksýn hanga myndir af Davíð Oddssyni, fyrrverandi formanni flokksins, og Geir H. Haarde, núverandi formanni. MYND/GVA Kjartan Gunnarsson hætti í gær sem framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins eftir 26 ára starf. Andri Óttarsson, 31 árs lögmaður, tekur við af Kjartani. Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, lagði til við miðstjórn flokksins að Andri yrði ráðinn framkvæmdastjóri. Kjartan segir langan tíma í starfi hafa ráðið mestu um að hann ákvað að hætta sem framkvæmdastjóri. Ég hef verið í þessu starfi í 26 ár og það er langur tími í sama starfinu. Mér fannst vera tími til kominn til þess að breyta til, segir Kjartan og leggur áherslu á að staða flokksins nú hafi aldrei verið betri. Ég hefði síður vilja fara frá ef allt hefði verið hér í brunarúst. En staða flokksins nú er virkilega sterk. Þegar ég tók við voru 20 þúsund félagsmenn í flokknum en þeir eru nú 45 þúsund. Þó að ég eigi nú ekki einn allir þakkir fyrir það þá gefur það merki um hvernig framþróunin hefur verið í flokksstarfinu. Þá hef ég einnig komið að skipulagningu þriðjungs allra landsfunda flokksins frá upphafi, og það hefur verið virkilega skemmtilegt og gefandi. Andri segist hlakka til þess að takast á við krefjandi verkefni fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Ég lít svo á að þetta verði krefjandi starf. Helsta verkefnið framundan verður að stuðla að því að flokkurinn haldi samheldinn inn í næstu kosningar. Fyrst um sinn ætla ég að setja mig inn í alla þætti starfsins og Kjartan verður mér innan handar í því ferli, sagði Andri eftir að hann lauk fundi með Kjartani í Valhöll í gær. Geir Haarde segir Kjartan hafa skilað góðu starfi fyrir Sjálfstæðisflokkinn á löngum starfstíma. Kjartan hefur verið afar farsæll í sínu starfi og hans verður að sjálfsögðu sárt saknað. Það er skiljanlegt að hann vilji hverfa á braut eftir langt starf. Við fáum í hans stað góðan eftirmann sem, þrátt fyrir ungan aldur, hefur mikla reynslu af starfi fyrir Sjálfstæðisflokkinn á ýmsum sviðum. Andri lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2001. Hann hefur starfað hjá Lögmönnum við Austurvöll frá því að hann útskrifaðist og verið meðeigandi í lögmannsstofunni frá því árið 2004. Síðastliðið ár hefur Andri lagt stund á meistaranám í mannréttindum við Raoul Wallenberg stofnunina og Háskólann í Lundi í Svíþjóð. Kjartan útilokar ekki að hann stígi inn á svið stjórnmálanna í framtíðinni. Ég ætla mér ekki að taka þátt í prófkjörsbaráttu persónulega fyrir komandi kosningar en það getur vel komið til þess í framtíðinni. Innlent Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Kjartan Gunnarsson hætti í gær sem framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins eftir 26 ára starf. Andri Óttarsson, 31 árs lögmaður, tekur við af Kjartani. Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, lagði til við miðstjórn flokksins að Andri yrði ráðinn framkvæmdastjóri. Kjartan segir langan tíma í starfi hafa ráðið mestu um að hann ákvað að hætta sem framkvæmdastjóri. Ég hef verið í þessu starfi í 26 ár og það er langur tími í sama starfinu. Mér fannst vera tími til kominn til þess að breyta til, segir Kjartan og leggur áherslu á að staða flokksins nú hafi aldrei verið betri. Ég hefði síður vilja fara frá ef allt hefði verið hér í brunarúst. En staða flokksins nú er virkilega sterk. Þegar ég tók við voru 20 þúsund félagsmenn í flokknum en þeir eru nú 45 þúsund. Þó að ég eigi nú ekki einn allir þakkir fyrir það þá gefur það merki um hvernig framþróunin hefur verið í flokksstarfinu. Þá hef ég einnig komið að skipulagningu þriðjungs allra landsfunda flokksins frá upphafi, og það hefur verið virkilega skemmtilegt og gefandi. Andri segist hlakka til þess að takast á við krefjandi verkefni fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Ég lít svo á að þetta verði krefjandi starf. Helsta verkefnið framundan verður að stuðla að því að flokkurinn haldi samheldinn inn í næstu kosningar. Fyrst um sinn ætla ég að setja mig inn í alla þætti starfsins og Kjartan verður mér innan handar í því ferli, sagði Andri eftir að hann lauk fundi með Kjartani í Valhöll í gær. Geir Haarde segir Kjartan hafa skilað góðu starfi fyrir Sjálfstæðisflokkinn á löngum starfstíma. Kjartan hefur verið afar farsæll í sínu starfi og hans verður að sjálfsögðu sárt saknað. Það er skiljanlegt að hann vilji hverfa á braut eftir langt starf. Við fáum í hans stað góðan eftirmann sem, þrátt fyrir ungan aldur, hefur mikla reynslu af starfi fyrir Sjálfstæðisflokkinn á ýmsum sviðum. Andri lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2001. Hann hefur starfað hjá Lögmönnum við Austurvöll frá því að hann útskrifaðist og verið meðeigandi í lögmannsstofunni frá því árið 2004. Síðastliðið ár hefur Andri lagt stund á meistaranám í mannréttindum við Raoul Wallenberg stofnunina og Háskólann í Lundi í Svíþjóð. Kjartan útilokar ekki að hann stígi inn á svið stjórnmálanna í framtíðinni. Ég ætla mér ekki að taka þátt í prófkjörsbaráttu persónulega fyrir komandi kosningar en það getur vel komið til þess í framtíðinni.
Innlent Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira