Ofursönnunarbyrði lögð á landeigendur 3. október 2006 07:00 Hæstiréttur Íslands Nýlega úrskurðaði Hæstiréttur að landnámslýsingar ættu að styðja eignarrétt frekar en eignarsaga. Hæstiréttur úrskurðaði nýlega í máli landeigenda og íslenska ríkisins um mörk þjóðlenda á einni af stærstu jörðum landsins, Stafafelli í Hornafirði. Ágreiningurinn stóð um svæði norðan og austan Jökulsár á Lóni sem óbyggðanefnd hafði á sínum tíma úrskurðað að væri þjóðlenda. Landeigendur höfðuðu þá gagnsök og kröfðust ógildingar á þeim úrskurði. Héraðsdómur dæmdi landeigendum í hag en Hæstiréttur snéri þeim úrskurði síðastliðinn fimmtudag. Gunnlaugur Ólafsson, talsmaður landeiganda Stafafells, segir málið mjög sérstakt þar sem ríkið hafi selt langafa hans jörðina árið 1913. Með þessum úrskurði Hæstaréttar er ríkið því að taka aftur land sem það hefur þegar selt án þess að tefla fram neinum heimildum þess efnis að það hafi nokkurn tímann átt landið. „Það er búið að greiða alla skatta af þessari jörð síðan þá og allar opinberar stofnanir hafa viðurkennt tiltekna landeigendur sem eigendur, enda rekja þeir rétt sinn til þessara kaupa af ríkinu með öllum gögnum og gæðum. Við getum sýnt fram á 300 ára eignarsögu á þessu landi. En dómurinn er fastur í því að landnám eigi að styðja eignarsöguna. Þetta er meginstef sem ríkið hefur komið sér upp, að láta landnámslýsingar vega meira en fleiri hundruð ára sögur.“ Gunnlaugur segir tvennt í stöðunni nú, annars vegar geti landeigendur kært ríkið fyrir að selja sér land sem það átti ekki á sínum tíma og hins vegar að leita réttar síns fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður landeigendanna, segir að Hæstiréttur sé með dómi sínum að leggja ofursönnunarbyrði á landeigendur. „Það er gert í hag íslenska ríkisins og þar með hverfa lönd sem hafa verið í einkaeign til ríkisins og verða að þjóðlendum. Átakaatriðið er fyrst og fremst það að það sé hægt að leggja slíka sönnunarbyrði, sem nær langt aftur í aldir og jafnvel aftur fyrir ritöld á Ísland, á eigendur jarða.“ Innlent Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Sjá meira
Hæstiréttur úrskurðaði nýlega í máli landeigenda og íslenska ríkisins um mörk þjóðlenda á einni af stærstu jörðum landsins, Stafafelli í Hornafirði. Ágreiningurinn stóð um svæði norðan og austan Jökulsár á Lóni sem óbyggðanefnd hafði á sínum tíma úrskurðað að væri þjóðlenda. Landeigendur höfðuðu þá gagnsök og kröfðust ógildingar á þeim úrskurði. Héraðsdómur dæmdi landeigendum í hag en Hæstiréttur snéri þeim úrskurði síðastliðinn fimmtudag. Gunnlaugur Ólafsson, talsmaður landeiganda Stafafells, segir málið mjög sérstakt þar sem ríkið hafi selt langafa hans jörðina árið 1913. Með þessum úrskurði Hæstaréttar er ríkið því að taka aftur land sem það hefur þegar selt án þess að tefla fram neinum heimildum þess efnis að það hafi nokkurn tímann átt landið. „Það er búið að greiða alla skatta af þessari jörð síðan þá og allar opinberar stofnanir hafa viðurkennt tiltekna landeigendur sem eigendur, enda rekja þeir rétt sinn til þessara kaupa af ríkinu með öllum gögnum og gæðum. Við getum sýnt fram á 300 ára eignarsögu á þessu landi. En dómurinn er fastur í því að landnám eigi að styðja eignarsöguna. Þetta er meginstef sem ríkið hefur komið sér upp, að láta landnámslýsingar vega meira en fleiri hundruð ára sögur.“ Gunnlaugur segir tvennt í stöðunni nú, annars vegar geti landeigendur kært ríkið fyrir að selja sér land sem það átti ekki á sínum tíma og hins vegar að leita réttar síns fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður landeigendanna, segir að Hæstiréttur sé með dómi sínum að leggja ofursönnunarbyrði á landeigendur. „Það er gert í hag íslenska ríkisins og þar með hverfa lönd sem hafa verið í einkaeign til ríkisins og verða að þjóðlendum. Átakaatriðið er fyrst og fremst það að það sé hægt að leggja slíka sönnunarbyrði, sem nær langt aftur í aldir og jafnvel aftur fyrir ritöld á Ísland, á eigendur jarða.“
Innlent Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Sjá meira
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent