Erlendar skuldir geta varla lækkað meira 3. október 2006 07:15 Sterk staða Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra segir stöðu ríkissjóðs vera að styrkjast. Erlendar skuldir séu orðnar það lágar að þær verði varla lækkaðar meira. Hann kynnti fjárlagafrumvarp ársins 2007 á Selfossi í gær. MYND/Pjetur Staða ríkissjóðs er að styrkjast. Við sjáum fram á meiri styrk til lengri tíma en áður sem gefur okkur aukna möguleika á að gera ýmsa hluti, sagði Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra við kynningu fjárlagafrumvarps næsta árs í gær. Samkvæmt frumvarpinu verða tekjur ríkissjóðs rúmir 373 milljarðar króna en gjöldin tæpir 358 milljarðar. Mismunurinn er 15,5 milljarða króna afgangur. Forsendur frumvarpsins eru talsvert breyttar frá því að langtímaáætlun fjármálaráðuneytisins var gerð og munar þar bæði á tekju- og gjaldahliðinni. Var í langtímaáætlun búist við að tekjurnar yrðu 35 milljörðum lægri og útgjöldin 23 milljörðum lægri. Þá sparar sérstakt aðhald, sem nemur tveimur prósentum í flestum málaflokkum, rúma tíu milljarða frá því sem miðað var við í langtímaáætlun. Árni Mathiesen segir að þótt tekjuafgangurinn verði nýttur að einhverju leyti til að greiða niður skuldir ríkissjóðs sé ekki lögð á það jafn rík áhersla og áður. Þær eru orðnar það lágar að við þurfum að hafa sérstaka áætlun í gangi til að halda ríkisskuldabréfamarkaðnum virkum og því má segja að við séum komin á það stig að við getum varla farið með skuldirnar lengra niður. Heildartekjur ríkissjóðs árið 2007 lækka um 1,7 milljarða frá því sem ráðgert er að þær verði á þessu ári. Skatttekjurnar lækka um 4,4 milljarða. Framlög til almannatrygginga og útgjöld vegna barnabóta aukast á árinu. Brotthvarfi varnarliðsins fylgir nokkur kostnaður sem felst fyrst og fremst í yfirtöku Keflavíkurflugvallar og eflingu þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar. Rúmum átján milljörðum króna verður varið til nýrra framkvæmda á árinu og fer bróðurhlutinn í samgönguframkvæmdir. Skipting fjárins milli einstakra framkvæmda verður tíunduð í samgönguáætlun sem lögð verður fram síðar í mánuðinum. Frumvarpið ráðgerir að einkaneysla lækki um tvö prósent á milli ára. Árni segist búast við að fólk eyði minna og fjárfesti síður í neysluvörum á nýju ári enda hefur manni þótt ansi vel lagt í þá þætti að undanförnu. Heimilin hafa nýtt sér hagstætt gengi og sterka stöðu. Hann segir þó ekki víst að fólk finni þetta á eigin skinni en það muni sjást í tölfræðinni. Innlent Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Staða ríkissjóðs er að styrkjast. Við sjáum fram á meiri styrk til lengri tíma en áður sem gefur okkur aukna möguleika á að gera ýmsa hluti, sagði Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra við kynningu fjárlagafrumvarps næsta árs í gær. Samkvæmt frumvarpinu verða tekjur ríkissjóðs rúmir 373 milljarðar króna en gjöldin tæpir 358 milljarðar. Mismunurinn er 15,5 milljarða króna afgangur. Forsendur frumvarpsins eru talsvert breyttar frá því að langtímaáætlun fjármálaráðuneytisins var gerð og munar þar bæði á tekju- og gjaldahliðinni. Var í langtímaáætlun búist við að tekjurnar yrðu 35 milljörðum lægri og útgjöldin 23 milljörðum lægri. Þá sparar sérstakt aðhald, sem nemur tveimur prósentum í flestum málaflokkum, rúma tíu milljarða frá því sem miðað var við í langtímaáætlun. Árni Mathiesen segir að þótt tekjuafgangurinn verði nýttur að einhverju leyti til að greiða niður skuldir ríkissjóðs sé ekki lögð á það jafn rík áhersla og áður. Þær eru orðnar það lágar að við þurfum að hafa sérstaka áætlun í gangi til að halda ríkisskuldabréfamarkaðnum virkum og því má segja að við séum komin á það stig að við getum varla farið með skuldirnar lengra niður. Heildartekjur ríkissjóðs árið 2007 lækka um 1,7 milljarða frá því sem ráðgert er að þær verði á þessu ári. Skatttekjurnar lækka um 4,4 milljarða. Framlög til almannatrygginga og útgjöld vegna barnabóta aukast á árinu. Brotthvarfi varnarliðsins fylgir nokkur kostnaður sem felst fyrst og fremst í yfirtöku Keflavíkurflugvallar og eflingu þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar. Rúmum átján milljörðum króna verður varið til nýrra framkvæmda á árinu og fer bróðurhlutinn í samgönguframkvæmdir. Skipting fjárins milli einstakra framkvæmda verður tíunduð í samgönguáætlun sem lögð verður fram síðar í mánuðinum. Frumvarpið ráðgerir að einkaneysla lækki um tvö prósent á milli ára. Árni segist búast við að fólk eyði minna og fjárfesti síður í neysluvörum á nýju ári enda hefur manni þótt ansi vel lagt í þá þætti að undanförnu. Heimilin hafa nýtt sér hagstætt gengi og sterka stöðu. Hann segir þó ekki víst að fólk finni þetta á eigin skinni en það muni sjást í tölfræðinni.
Innlent Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira