Stjórnvöld verða að horfast í augu við rekstrarvandann 5. ágúst 2006 08:30 Framkvæmdir Stjórnvöld hafa að undanförnu gripið til þess ráðs að draga úr opinberum framkvæmdum til þess að slá á þenslu í hagkerfinu. MYND/Stefán Ríflega fjórðungur fjárlagaliða fór fram úr heimildum á síðasta ári. Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi sagði í viðtali við Fréttablaðið í gær að agaleysi stjórnvalda hér á landi væri meira en í nágrannalöndum okkar og við því þyrfti Alþingi, ekki síður en stjórnvöld, að bregðast. Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir rót vandans felast í launasamningum sem séu til þess fallnir að skapa rekstrarvanda sem sé ill leysanlegur. „Það verður að horfast í augu við það, að rekstrarvandi ríkisvaldsins er raunverulegur. Að mínu mati er rót vandans að finna í því hvernig ríki og sveitarfélög hafa staðið að launasamningum. Ég varaði við því, þegar stofnanasamningarnir voru teknir til notkunar, að þeir gætu valdið vandræðum sem á endanum bitnuðu á almenningi. Ég hef þá skoðun að það verði að ganga frá öllum lausum endum samninga, áður en farið er að ræða um launalið samninganna. Frá 1997 hefur ríkið farið þá leið að nota stofnanasamninga, sem ekki hafa reynst vel. Ríki og sveitarfélög verða að standa saman að gerð kjarasamninga, og aðeins þannig er hægt að ná tökum á rekstrinum.“ Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, segir skýrslu ríkisendurskoðunar sýna að almenningur í landinu þurfi að súpa seyðið af óábyrgri efnahagsstjórn íslenskra stjórnvalda. „Þessi niðurstaða Ríkisendurskoðunar hefur verið árviss viðburður undanfarin ár. Það er skemmst frá því að segja að það virðist lítið vera gert vegna þeirra ábendinga sem koma frá Ríkisendurskoðanda. Ár eftir ár fer stór hluti fjárlagaliðanna fram úr áætlunum og auðvitað er það ábyrgðarlaust að reyna ekki að taka þessi mál traustari tökum. Þessi lausatök stjórnvalda hafa valdið gríðarlegri útgjaldaaukningu ríkissjóðs síðustu tíu árin, sem er verulegur hluti af þeim þensluvanda sem skilar sér í alltof hárri verðbólgu. Augljóst er að taka verður fastar á rekstrarvanda íslenska ríkisins.“ Samkvæmt fjárlögum ársins 2005, sem samþykkt voru af Alþingi, voru heildartekjur ríkissjóðs áætlaðar 306,4 milljarðar króna en gjöld 296,4 milljarðar króna. Fjáraukalög voru samþykkt á Alþingi í nóvember á síðasta ári en samkvæmt þeim var gert ráð fyrir að tekjur A-hluta ríkissjóðs hækkuðu miðað við fjárlög, um 102 milljarða króna, en þar réð mestu söluhagnaður eigna upp á 59 milljarða. Auk þess var gert ráð fyrir því að gjöld ykjust um 21 milljarð, samkvæmt því sem fram kemur í skýrslu ríkisendurskoðunar. Innlent Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Ríflega fjórðungur fjárlagaliða fór fram úr heimildum á síðasta ári. Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi sagði í viðtali við Fréttablaðið í gær að agaleysi stjórnvalda hér á landi væri meira en í nágrannalöndum okkar og við því þyrfti Alþingi, ekki síður en stjórnvöld, að bregðast. Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir rót vandans felast í launasamningum sem séu til þess fallnir að skapa rekstrarvanda sem sé ill leysanlegur. „Það verður að horfast í augu við það, að rekstrarvandi ríkisvaldsins er raunverulegur. Að mínu mati er rót vandans að finna í því hvernig ríki og sveitarfélög hafa staðið að launasamningum. Ég varaði við því, þegar stofnanasamningarnir voru teknir til notkunar, að þeir gætu valdið vandræðum sem á endanum bitnuðu á almenningi. Ég hef þá skoðun að það verði að ganga frá öllum lausum endum samninga, áður en farið er að ræða um launalið samninganna. Frá 1997 hefur ríkið farið þá leið að nota stofnanasamninga, sem ekki hafa reynst vel. Ríki og sveitarfélög verða að standa saman að gerð kjarasamninga, og aðeins þannig er hægt að ná tökum á rekstrinum.“ Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, segir skýrslu ríkisendurskoðunar sýna að almenningur í landinu þurfi að súpa seyðið af óábyrgri efnahagsstjórn íslenskra stjórnvalda. „Þessi niðurstaða Ríkisendurskoðunar hefur verið árviss viðburður undanfarin ár. Það er skemmst frá því að segja að það virðist lítið vera gert vegna þeirra ábendinga sem koma frá Ríkisendurskoðanda. Ár eftir ár fer stór hluti fjárlagaliðanna fram úr áætlunum og auðvitað er það ábyrgðarlaust að reyna ekki að taka þessi mál traustari tökum. Þessi lausatök stjórnvalda hafa valdið gríðarlegri útgjaldaaukningu ríkissjóðs síðustu tíu árin, sem er verulegur hluti af þeim þensluvanda sem skilar sér í alltof hárri verðbólgu. Augljóst er að taka verður fastar á rekstrarvanda íslenska ríkisins.“ Samkvæmt fjárlögum ársins 2005, sem samþykkt voru af Alþingi, voru heildartekjur ríkissjóðs áætlaðar 306,4 milljarðar króna en gjöld 296,4 milljarðar króna. Fjáraukalög voru samþykkt á Alþingi í nóvember á síðasta ári en samkvæmt þeim var gert ráð fyrir að tekjur A-hluta ríkissjóðs hækkuðu miðað við fjárlög, um 102 milljarða króna, en þar réð mestu söluhagnaður eigna upp á 59 milljarða. Auk þess var gert ráð fyrir því að gjöld ykjust um 21 milljarð, samkvæmt því sem fram kemur í skýrslu ríkisendurskoðunar.
Innlent Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira