Stjórnvöld verða að horfast í augu við rekstrarvandann 5. ágúst 2006 08:30 Framkvæmdir Stjórnvöld hafa að undanförnu gripið til þess ráðs að draga úr opinberum framkvæmdum til þess að slá á þenslu í hagkerfinu. MYND/Stefán Ríflega fjórðungur fjárlagaliða fór fram úr heimildum á síðasta ári. Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi sagði í viðtali við Fréttablaðið í gær að agaleysi stjórnvalda hér á landi væri meira en í nágrannalöndum okkar og við því þyrfti Alþingi, ekki síður en stjórnvöld, að bregðast. Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir rót vandans felast í launasamningum sem séu til þess fallnir að skapa rekstrarvanda sem sé ill leysanlegur. „Það verður að horfast í augu við það, að rekstrarvandi ríkisvaldsins er raunverulegur. Að mínu mati er rót vandans að finna í því hvernig ríki og sveitarfélög hafa staðið að launasamningum. Ég varaði við því, þegar stofnanasamningarnir voru teknir til notkunar, að þeir gætu valdið vandræðum sem á endanum bitnuðu á almenningi. Ég hef þá skoðun að það verði að ganga frá öllum lausum endum samninga, áður en farið er að ræða um launalið samninganna. Frá 1997 hefur ríkið farið þá leið að nota stofnanasamninga, sem ekki hafa reynst vel. Ríki og sveitarfélög verða að standa saman að gerð kjarasamninga, og aðeins þannig er hægt að ná tökum á rekstrinum.“ Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, segir skýrslu ríkisendurskoðunar sýna að almenningur í landinu þurfi að súpa seyðið af óábyrgri efnahagsstjórn íslenskra stjórnvalda. „Þessi niðurstaða Ríkisendurskoðunar hefur verið árviss viðburður undanfarin ár. Það er skemmst frá því að segja að það virðist lítið vera gert vegna þeirra ábendinga sem koma frá Ríkisendurskoðanda. Ár eftir ár fer stór hluti fjárlagaliðanna fram úr áætlunum og auðvitað er það ábyrgðarlaust að reyna ekki að taka þessi mál traustari tökum. Þessi lausatök stjórnvalda hafa valdið gríðarlegri útgjaldaaukningu ríkissjóðs síðustu tíu árin, sem er verulegur hluti af þeim þensluvanda sem skilar sér í alltof hárri verðbólgu. Augljóst er að taka verður fastar á rekstrarvanda íslenska ríkisins.“ Samkvæmt fjárlögum ársins 2005, sem samþykkt voru af Alþingi, voru heildartekjur ríkissjóðs áætlaðar 306,4 milljarðar króna en gjöld 296,4 milljarðar króna. Fjáraukalög voru samþykkt á Alþingi í nóvember á síðasta ári en samkvæmt þeim var gert ráð fyrir að tekjur A-hluta ríkissjóðs hækkuðu miðað við fjárlög, um 102 milljarða króna, en þar réð mestu söluhagnaður eigna upp á 59 milljarða. Auk þess var gert ráð fyrir því að gjöld ykjust um 21 milljarð, samkvæmt því sem fram kemur í skýrslu ríkisendurskoðunar. Innlent Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Sjá meira
Ríflega fjórðungur fjárlagaliða fór fram úr heimildum á síðasta ári. Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi sagði í viðtali við Fréttablaðið í gær að agaleysi stjórnvalda hér á landi væri meira en í nágrannalöndum okkar og við því þyrfti Alþingi, ekki síður en stjórnvöld, að bregðast. Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir rót vandans felast í launasamningum sem séu til þess fallnir að skapa rekstrarvanda sem sé ill leysanlegur. „Það verður að horfast í augu við það, að rekstrarvandi ríkisvaldsins er raunverulegur. Að mínu mati er rót vandans að finna í því hvernig ríki og sveitarfélög hafa staðið að launasamningum. Ég varaði við því, þegar stofnanasamningarnir voru teknir til notkunar, að þeir gætu valdið vandræðum sem á endanum bitnuðu á almenningi. Ég hef þá skoðun að það verði að ganga frá öllum lausum endum samninga, áður en farið er að ræða um launalið samninganna. Frá 1997 hefur ríkið farið þá leið að nota stofnanasamninga, sem ekki hafa reynst vel. Ríki og sveitarfélög verða að standa saman að gerð kjarasamninga, og aðeins þannig er hægt að ná tökum á rekstrinum.“ Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, segir skýrslu ríkisendurskoðunar sýna að almenningur í landinu þurfi að súpa seyðið af óábyrgri efnahagsstjórn íslenskra stjórnvalda. „Þessi niðurstaða Ríkisendurskoðunar hefur verið árviss viðburður undanfarin ár. Það er skemmst frá því að segja að það virðist lítið vera gert vegna þeirra ábendinga sem koma frá Ríkisendurskoðanda. Ár eftir ár fer stór hluti fjárlagaliðanna fram úr áætlunum og auðvitað er það ábyrgðarlaust að reyna ekki að taka þessi mál traustari tökum. Þessi lausatök stjórnvalda hafa valdið gríðarlegri útgjaldaaukningu ríkissjóðs síðustu tíu árin, sem er verulegur hluti af þeim þensluvanda sem skilar sér í alltof hárri verðbólgu. Augljóst er að taka verður fastar á rekstrarvanda íslenska ríkisins.“ Samkvæmt fjárlögum ársins 2005, sem samþykkt voru af Alþingi, voru heildartekjur ríkissjóðs áætlaðar 306,4 milljarðar króna en gjöld 296,4 milljarðar króna. Fjáraukalög voru samþykkt á Alþingi í nóvember á síðasta ári en samkvæmt þeim var gert ráð fyrir að tekjur A-hluta ríkissjóðs hækkuðu miðað við fjárlög, um 102 milljarða króna, en þar réð mestu söluhagnaður eigna upp á 59 milljarða. Auk þess var gert ráð fyrir því að gjöld ykjust um 21 milljarð, samkvæmt því sem fram kemur í skýrslu ríkisendurskoðunar.
Innlent Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Sjá meira