Botnlaus hlutabréfamarkaður 20. apríl 2006 00:01 Úrvalsvísitalan er komin undir það gildi sem hún stóð í um áramótin. Þá stóð hún í 5.534 stigum en lokagildi hennar í gær var 5.397 stig eftir 2,5 prósenta dagslækkun. Gengi krónunnar féll jafnframt um 3,5 prósent í gær sem er ein mesta lækkun hennar í fimm ár. Mikið fall hefur verið á hlutabréfamarkaði eftir páska. Þannig hafa hlutabréf allra félaga í Úrvalsvísitöllunni lækkað, mest bréfa í FL Group og Landsbankanum eða um tíu prósent. Nú er svo komið að gengi bankanna er lægra en það var um áramótin. Landsbankinn hefur til að mynda lækkað um 15,8 prósent frá áramótum, Glitnir um 4,6 prósent og KB banki um 1,7 prósent. Straumur-Burðarás hefur hins vegar hækkað lítillega á árinu. "Það ríkir sú skoðun að botninum sé ekki náð. Þá fara margir á hliðarlínuna og setja peningana í áhættulausa fjárfestingu," segir Jónas Gauti Friðþjófsson, sérfræðingur hjá Glitni. Fjárfestar flýja í öruggt skjól með því að leggja peningana sína inn á ellefu prósenta markaðsreikninga. Óvíst er um að þriggja mánaða uppgjör stóru félaganna, sem lofa góðu, hafi nokkur áhrif. Greinilegt er að margir fjárfestar, sem hafa verið fjármagnaðir í erlendum lánum, eru að taka á sig tvöfalt tap með falli hlutabréfa og veikingu krónunnar og geti því ef til vill ekki, eða vilji ekki, komið á ný inn á hlutabréfamarkaðinn. Jónas bendir á að rekstrargrundvöllur flestra fyrirtækja í Kauphöll Íslands sé traustur og horfur góðar, meðal annars hjá fjármálafyrirtækjunum sem hafa lækkað ört. Hins vegar er stemmningin fyrir hlutabréfum neikvæð og mótlætið mikið: "Þegar koma fram þekktar fjármálastofnanir og lýsa því yfir í fyrirsagnastíl að ástandið hér sé slæmt og samdráttur framundan, þá hljómar það illa í eyrum hins almenna fjárfestis." Ekki bæti úr skák að framundan eru verðbólguskot og vaxtahækkanir. Ekki er talið ólíklegt að stærri fjárfestar séu farnir að finna fyrir lækkunum á markaði, enda hafa margir þeirra tekið þátt í hlutafjáraukningum með erlendri fjármögnun. Margir eru þó enn í miklum plús þar sem hlutabréfaverð hefur hækkað um 36 prósent á síðustu tólf mánuðum. Innlent Viðskipti Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Úrvalsvísitalan er komin undir það gildi sem hún stóð í um áramótin. Þá stóð hún í 5.534 stigum en lokagildi hennar í gær var 5.397 stig eftir 2,5 prósenta dagslækkun. Gengi krónunnar féll jafnframt um 3,5 prósent í gær sem er ein mesta lækkun hennar í fimm ár. Mikið fall hefur verið á hlutabréfamarkaði eftir páska. Þannig hafa hlutabréf allra félaga í Úrvalsvísitöllunni lækkað, mest bréfa í FL Group og Landsbankanum eða um tíu prósent. Nú er svo komið að gengi bankanna er lægra en það var um áramótin. Landsbankinn hefur til að mynda lækkað um 15,8 prósent frá áramótum, Glitnir um 4,6 prósent og KB banki um 1,7 prósent. Straumur-Burðarás hefur hins vegar hækkað lítillega á árinu. "Það ríkir sú skoðun að botninum sé ekki náð. Þá fara margir á hliðarlínuna og setja peningana í áhættulausa fjárfestingu," segir Jónas Gauti Friðþjófsson, sérfræðingur hjá Glitni. Fjárfestar flýja í öruggt skjól með því að leggja peningana sína inn á ellefu prósenta markaðsreikninga. Óvíst er um að þriggja mánaða uppgjör stóru félaganna, sem lofa góðu, hafi nokkur áhrif. Greinilegt er að margir fjárfestar, sem hafa verið fjármagnaðir í erlendum lánum, eru að taka á sig tvöfalt tap með falli hlutabréfa og veikingu krónunnar og geti því ef til vill ekki, eða vilji ekki, komið á ný inn á hlutabréfamarkaðinn. Jónas bendir á að rekstrargrundvöllur flestra fyrirtækja í Kauphöll Íslands sé traustur og horfur góðar, meðal annars hjá fjármálafyrirtækjunum sem hafa lækkað ört. Hins vegar er stemmningin fyrir hlutabréfum neikvæð og mótlætið mikið: "Þegar koma fram þekktar fjármálastofnanir og lýsa því yfir í fyrirsagnastíl að ástandið hér sé slæmt og samdráttur framundan, þá hljómar það illa í eyrum hins almenna fjárfestis." Ekki bæti úr skák að framundan eru verðbólguskot og vaxtahækkanir. Ekki er talið ólíklegt að stærri fjárfestar séu farnir að finna fyrir lækkunum á markaði, enda hafa margir þeirra tekið þátt í hlutafjáraukningum með erlendri fjármögnun. Margir eru þó enn í miklum plús þar sem hlutabréfaverð hefur hækkað um 36 prósent á síðustu tólf mánuðum.
Innlent Viðskipti Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira