Fjármálaeftirlitið breytir áfallaviðmiðum banka 16. mars 2006 00:01 Á ársfundi fjármálaeftirlitsins í fyrra. Lengst til vinstri má sjá Hreiðar Má Sigurðsson, forstjóra Kaupþings banka, hugsi yfir upplýsingum sem fram komu á ársfundi Fjármálaeftirlitsins um miðjan nóvember síðastliðinn. MYND/Valli Breytt hefur verið reglum um áfallaviðmið fjármálastofnana vegna innlendrar hlutabréfaeignar. Bankarnir stóðust settar kröfur í nýju álagsprófi. Ekki var tekið mið af nýtilkominni veikingu krónunnar. Fjármálaeftirlitið hefur breytt reglum um um áfallaviðmið fjármálastofnana vegna hlutabréfaeignar í innlendum félögum og bætt við lið í áfallapróf þar sem reiknuð eru áhrif breytinga á virði erlendra gjaldmiðla á eiginfjár- og áhættugrunn fjármálafyrirtækja. Áfallaviðmið fjármálafyrirtækjanna hefur verið hækkað úr 25 prósentum í 35 prósent og er breytingin sögð vera gerð í ljósi verulegra hækkana á íslenskum hlutabréfamarkaði undanfarin misseri. "Með þessu eru viðmið aðeins strangari en áður var," segir Ragnar Hafliðason, aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins. "En þetta breytir því ekki að bankarnir standast áfallaprófið eins og það var útfært." Mat Fjármálaeftirlitsins er að vegna misvægis í hlutdeild erlendra gjaldmiðla í eiginfjárgrunni og áhættugrunni fjármálastofnana, einkum hjá viðskiptabönkunum, geti áhrif af gengisbreytingum erlendra gjaldmiðla gagnvart krónunni á eiginfjárhlutfall fyrirtækjanna orðið umtalsverð. Í nýjum lið í áfallaprófi fjármálafyrirtækja var því gert ráð fyrir áhrifum af 25 prósenta hækkun erlendra gjaldmiðla sem sagt er samsvara 20 prósenta veikingu krónunnar. Ragnar bendir á að viðmiðin í prófinu hafi verið ákveðin áður en sú veiking hafi orðið sem nú er fram komin á gengi krónunnar. "Miðað var við þær tölur sem tiltækar voru um áramót," segir hann og bendir á að gengi krónunnar hafi veikst síðan þá. "Og þá þarf náttúrlega að breyta viðmiðinu, því það á ekki við að gera alltaf ráð fyrir jafnmikilli veikingu ef hún væri komin inn í eitthvað jafnvægisgengi. "Reglur og viðmið á borð við þessar þurfa að endurskoðast. Eins ef hrun yrði á hlutabréfamarkaði, þá myndum við endurskoða viðmið varðandi lækkun á hlutabréfum." Þá segir Ragnar tilviljun ráða því að reglur Fjármálaeftirlitsins taki gildi nú í kjölfar umræðu og óróa á fjármálamarkaði. "Byrjað var að undirbúa þær fyrir áramót og þær gefnar út 17. febrúar. Svo tók reyndar óvenjulangan tíma að koma þeim til skila í Stjórnartíðindum, en það liðu nær þrjár vikur." Eftir stendur, segir Ragnar, að eiginfjárstaða bankanna sé sterk og prófið hafi sýnt að bankarnir myndu standast áraunina sem gert er ráð fyrir í prófinu án þess að eiginfjárhlutfall þeirra færi niður fyrir lögbundið 8 prósenta lágmark. Prófið gerir ráð fyrir að fjármálafyrirtæki standist margvísleg áföll sem Fjármálaeftirlitið telur engu að síður ólíklegt að riðu yfir samtímis. Innlent Viðskipti Mest lesið Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Viðskipti innlent Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Sjá meira
Breytt hefur verið reglum um áfallaviðmið fjármálastofnana vegna innlendrar hlutabréfaeignar. Bankarnir stóðust settar kröfur í nýju álagsprófi. Ekki var tekið mið af nýtilkominni veikingu krónunnar. Fjármálaeftirlitið hefur breytt reglum um um áfallaviðmið fjármálastofnana vegna hlutabréfaeignar í innlendum félögum og bætt við lið í áfallapróf þar sem reiknuð eru áhrif breytinga á virði erlendra gjaldmiðla á eiginfjár- og áhættugrunn fjármálafyrirtækja. Áfallaviðmið fjármálafyrirtækjanna hefur verið hækkað úr 25 prósentum í 35 prósent og er breytingin sögð vera gerð í ljósi verulegra hækkana á íslenskum hlutabréfamarkaði undanfarin misseri. "Með þessu eru viðmið aðeins strangari en áður var," segir Ragnar Hafliðason, aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins. "En þetta breytir því ekki að bankarnir standast áfallaprófið eins og það var útfært." Mat Fjármálaeftirlitsins er að vegna misvægis í hlutdeild erlendra gjaldmiðla í eiginfjárgrunni og áhættugrunni fjármálastofnana, einkum hjá viðskiptabönkunum, geti áhrif af gengisbreytingum erlendra gjaldmiðla gagnvart krónunni á eiginfjárhlutfall fyrirtækjanna orðið umtalsverð. Í nýjum lið í áfallaprófi fjármálafyrirtækja var því gert ráð fyrir áhrifum af 25 prósenta hækkun erlendra gjaldmiðla sem sagt er samsvara 20 prósenta veikingu krónunnar. Ragnar bendir á að viðmiðin í prófinu hafi verið ákveðin áður en sú veiking hafi orðið sem nú er fram komin á gengi krónunnar. "Miðað var við þær tölur sem tiltækar voru um áramót," segir hann og bendir á að gengi krónunnar hafi veikst síðan þá. "Og þá þarf náttúrlega að breyta viðmiðinu, því það á ekki við að gera alltaf ráð fyrir jafnmikilli veikingu ef hún væri komin inn í eitthvað jafnvægisgengi. "Reglur og viðmið á borð við þessar þurfa að endurskoðast. Eins ef hrun yrði á hlutabréfamarkaði, þá myndum við endurskoða viðmið varðandi lækkun á hlutabréfum." Þá segir Ragnar tilviljun ráða því að reglur Fjármálaeftirlitsins taki gildi nú í kjölfar umræðu og óróa á fjármálamarkaði. "Byrjað var að undirbúa þær fyrir áramót og þær gefnar út 17. febrúar. Svo tók reyndar óvenjulangan tíma að koma þeim til skila í Stjórnartíðindum, en það liðu nær þrjár vikur." Eftir stendur, segir Ragnar, að eiginfjárstaða bankanna sé sterk og prófið hafi sýnt að bankarnir myndu standast áraunina sem gert er ráð fyrir í prófinu án þess að eiginfjárhlutfall þeirra færi niður fyrir lögbundið 8 prósenta lágmark. Prófið gerir ráð fyrir að fjármálafyrirtæki standist margvísleg áföll sem Fjármálaeftirlitið telur engu að síður ólíklegt að riðu yfir samtímis.
Innlent Viðskipti Mest lesið Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Viðskipti innlent Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Sjá meira
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent