Háfleygi Íslendingurinn 26. október 2005 05:00 Danska dagblaðið Berlingske Tidende birti í gær heilsíðuumfjöllun um feril Hannesar Smárasonar í kjölfar kaupa FL Group á flugfélaginu Sterling. Töluverða efasemda gætir í greininni í garð Hannesar og íslensks viðskiptalífs. Í greininni kemur fram að flestir stjórnarformenn yrðu taugaóstyrkir ef stjórnin og forstjóri fyrirtækis þeirra myndu segja af sér. Þessu sé þó öfugt farið hjá Hannesi. Hann hafi nú um helgina fjárfest fyrir fimmtán milljarða í Sterling, sem rekið er með tapi. Fullyrt er að fyrrum eigendur Sterling hafi í haust fengið þrjá milljarða fyrir að yfirtaka hið skulduga Maersk Air. Innkoma Baugs í FL Group í sumar er rakin og fullyrt að náin samvinna fyrrum keppinautanna Hannesar og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar sé nýjung í íslensku viðskiptalífi. Enda hafi Hannes verið stjórnarformaður Norvikur, helsta samkeppnisaðila Baugs á Íslandi um árabil. Einnig er fjallað um störf Hannesar hjá deCode og gengi þess fyrirtækis á bandaríska hlutbréfamarkaðnum, Nasdaq, er líkt við stórslys. Hannes hafi svo fyrir ári síðan keypt hlut í Icelandair, nú FL Group. Einnig eru rakin átökin um Íslandsbanka í vor sem Hannes og Jón Ásgeir hafi tekið þátt í saman. Áætlanir þeirra hafi ekki gengið upp heldur hafi Björgólfur Thor Björgólfsson náð að tryggja sér stóran hlut. Í greininni er Björgólfur sagður ríkastur Íslendinga og hafi hann auðgast á sölu bjórverksmiðju í Rússlandi. Í lok greinarinnar er sagt frá því að Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair, hafi neyðst til að draga ummæli sín um að ekkert yrði af samstarfi við Easyjet til baka. Hannes hafi í kjölfarið gefið til kynna að hann hefði áhuga á að kaupa stærri hlut í breska flugfélaginu. Það kunni samt að verða erfitt enda hafi stofnandi easyJet, Stelios Haji-Ioannous, lýst því yfir að hann muni ekki selja hverjum sem er og hann skilji ekki alveg hvaðan Hannes fái peningana. Það sé spurning sem Hannes hafi áður svarað með því að segja að á Íslandi séu mörg tækifæri. Danir muni án efa spyrja Hannes sömu spurningar aftur. Viðskipti Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Sjá meira
Danska dagblaðið Berlingske Tidende birti í gær heilsíðuumfjöllun um feril Hannesar Smárasonar í kjölfar kaupa FL Group á flugfélaginu Sterling. Töluverða efasemda gætir í greininni í garð Hannesar og íslensks viðskiptalífs. Í greininni kemur fram að flestir stjórnarformenn yrðu taugaóstyrkir ef stjórnin og forstjóri fyrirtækis þeirra myndu segja af sér. Þessu sé þó öfugt farið hjá Hannesi. Hann hafi nú um helgina fjárfest fyrir fimmtán milljarða í Sterling, sem rekið er með tapi. Fullyrt er að fyrrum eigendur Sterling hafi í haust fengið þrjá milljarða fyrir að yfirtaka hið skulduga Maersk Air. Innkoma Baugs í FL Group í sumar er rakin og fullyrt að náin samvinna fyrrum keppinautanna Hannesar og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar sé nýjung í íslensku viðskiptalífi. Enda hafi Hannes verið stjórnarformaður Norvikur, helsta samkeppnisaðila Baugs á Íslandi um árabil. Einnig er fjallað um störf Hannesar hjá deCode og gengi þess fyrirtækis á bandaríska hlutbréfamarkaðnum, Nasdaq, er líkt við stórslys. Hannes hafi svo fyrir ári síðan keypt hlut í Icelandair, nú FL Group. Einnig eru rakin átökin um Íslandsbanka í vor sem Hannes og Jón Ásgeir hafi tekið þátt í saman. Áætlanir þeirra hafi ekki gengið upp heldur hafi Björgólfur Thor Björgólfsson náð að tryggja sér stóran hlut. Í greininni er Björgólfur sagður ríkastur Íslendinga og hafi hann auðgast á sölu bjórverksmiðju í Rússlandi. Í lok greinarinnar er sagt frá því að Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair, hafi neyðst til að draga ummæli sín um að ekkert yrði af samstarfi við Easyjet til baka. Hannes hafi í kjölfarið gefið til kynna að hann hefði áhuga á að kaupa stærri hlut í breska flugfélaginu. Það kunni samt að verða erfitt enda hafi stofnandi easyJet, Stelios Haji-Ioannous, lýst því yfir að hann muni ekki selja hverjum sem er og hann skilji ekki alveg hvaðan Hannes fái peningana. Það sé spurning sem Hannes hafi áður svarað með því að segja að á Íslandi séu mörg tækifæri. Danir muni án efa spyrja Hannes sömu spurningar aftur.
Viðskipti Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Sjá meira