Engar ákærur á hendur mótmælendum 22. september 2005 00:01 Engar ákærur hafa verið gefnar út á hendur erlendum og íslenskum mótmælendum sem í sumar höfðu sig talsvert í frammi á virkjunarsvæðinu við Kárahnjúka og byggingarlóð álversins á Reyðarfirði þrátt fyrir fjaðrafok í tengslum við mótmælin og yfirlýsingar um ítrekuð lögbrot. Að sögn Lárusar Bjarnasonar, sýslumanns á Seyðisfirði, hefur embætti hans ekki gefið út ákærur á hendur neinum úr hópi mótmælenda vegna atburða við Kárahnjúka og í Fljótsdal. Ein kæra vegna skemmdarverka var lögð fram vegna rúðubrota í vörubíl við Kárahnjúka en ekki hefur tekist að sanna að mótmælendur hafi verið þar á ferð og þeir staðfastlega neitað. Sömu sögu er að segja af embætti sýslumanns á Eskifirði. Engar ákærur hafa verið eða verða gefnar út vegna mótmæla við byggingarlóð álvers Fjarðaáls þar að sögn Ingerar L. Jónsdóttur sýslumanns og enn óljóst með hvort ákæra verður gefin út vegna kranaklifurs mótmælenda á Reyðarfirði. Fjölmennt lögreglulið var sem kunnugt er stefnt austur í sumar vegna mótmælanna, meðal annars stór hópur frá sérsveit ríkislögreglustjóra sem dvaldi eystra um nokkurra vikna skeið til þess að sögn að hafa eftirlit með mótmælendum. Hluti mótmælendanna undirbýr nú hins vegar kæru á hendur lögreglu vegna ólögmætra handtaka og frelsissviptingar en að sögn lögmanns mótmælendanna mun kæra að öllum líkindum verða send ríkissaksóknara á næstu dögum. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Engar ákærur hafa verið gefnar út á hendur erlendum og íslenskum mótmælendum sem í sumar höfðu sig talsvert í frammi á virkjunarsvæðinu við Kárahnjúka og byggingarlóð álversins á Reyðarfirði þrátt fyrir fjaðrafok í tengslum við mótmælin og yfirlýsingar um ítrekuð lögbrot. Að sögn Lárusar Bjarnasonar, sýslumanns á Seyðisfirði, hefur embætti hans ekki gefið út ákærur á hendur neinum úr hópi mótmælenda vegna atburða við Kárahnjúka og í Fljótsdal. Ein kæra vegna skemmdarverka var lögð fram vegna rúðubrota í vörubíl við Kárahnjúka en ekki hefur tekist að sanna að mótmælendur hafi verið þar á ferð og þeir staðfastlega neitað. Sömu sögu er að segja af embætti sýslumanns á Eskifirði. Engar ákærur hafa verið eða verða gefnar út vegna mótmæla við byggingarlóð álvers Fjarðaáls þar að sögn Ingerar L. Jónsdóttur sýslumanns og enn óljóst með hvort ákæra verður gefin út vegna kranaklifurs mótmælenda á Reyðarfirði. Fjölmennt lögreglulið var sem kunnugt er stefnt austur í sumar vegna mótmælanna, meðal annars stór hópur frá sérsveit ríkislögreglustjóra sem dvaldi eystra um nokkurra vikna skeið til þess að sögn að hafa eftirlit með mótmælendum. Hluti mótmælendanna undirbýr nú hins vegar kæru á hendur lögreglu vegna ólögmætra handtaka og frelsissviptingar en að sögn lögmanns mótmælendanna mun kæra að öllum líkindum verða send ríkissaksóknara á næstu dögum.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira