Á móti sameiningu á Suðurnesjum 15. september 2005 00:01 Meirihluti bæjarstjórna Sandgerðis og Garðs leggst gegn því að sveitarfélögin verði sameinuð Reykjanesbæ í almennri atkvæðagreiðslu 8. október næstkomandi og hefur andstaðan verið samþykkt í báðum bæjarstjórnum. "Mér þykir leitt að meirihlutar í þessum sveitarstjórnum hafi ekki setið á sér þar til niðurstöður sameiningarnefndar lægju fyrir, en hún skilaði af sér í fyrradag," segir Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. "Nefndin var reyndar skipuð meirihlutamönnum sem voru andvígir sameiningu. Samt komst nefndin að þeirri niðurstöðu að skynsamlegt væri að sameina sveitarfélög á svæðinu. Þetta þykir mér mjög merkilegt miðað við að meirihluti nefndarmanna var fyrirfram á móti sameiningu," segir Árni Sigfússon. Árni kveðst andvígur því að ganga hart fram í yfirlýsingum þar til íbúar hafi kynnt sér málin, en kynningarfundir verða í öllum sveitarfélögunum þremur í lok mánaðarins. "Þannig viljum við standa að málum hér í Reykjanesbæ." Meirihluti bæjarstjórnar Garðs segir í samþykkt sinni að hún telji hagsmunum íbúanna best borgið með því að Garður verði áfram rekið sem sjálfstætt sveitarfélag enda sé staða þess sterk og framtíðarmöguleikar miklir. Í svipaðan streng er tekið í nýrri bókun bæjarfulltrúa Sandgerðis. Þar segir að eftir skoðun á kostum og göllum sameiningar sveitarfélaga á Suðurnesjum telji bæjarfulltrúarnir umrædda sameiningu ekki tímabæra. Í bókunum beggja sveitarstjórnanna er vakin athygli á mikilli eftirspurn eftir íbúðalóðum og umtalsverðri uppbyggingu á undanförnum árum. Með því að sameina sveitarfélögin þrjú skerðist möguleikar íbúanna til þess að hafa lýðræðisleg áhrif á sitt næsta umhverfi. Íbúarnir eru jafnframt hvattir til þess að kynna sér vel öll rök málsins en þau eru meðal annars að finna á vefsíðum Garðs og Sandgerðis. Íbúar í Garði og Sandgerði eru um 13 til 14 hundruð í hvoru sveitarfélagi en tæplega 11 þúsund í Reykjanesbæ. Alls yrðu íbúarnir um 14 þúsund í sameinuðu sveitarfélagi. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Sjá meira
Meirihluti bæjarstjórna Sandgerðis og Garðs leggst gegn því að sveitarfélögin verði sameinuð Reykjanesbæ í almennri atkvæðagreiðslu 8. október næstkomandi og hefur andstaðan verið samþykkt í báðum bæjarstjórnum. "Mér þykir leitt að meirihlutar í þessum sveitarstjórnum hafi ekki setið á sér þar til niðurstöður sameiningarnefndar lægju fyrir, en hún skilaði af sér í fyrradag," segir Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. "Nefndin var reyndar skipuð meirihlutamönnum sem voru andvígir sameiningu. Samt komst nefndin að þeirri niðurstöðu að skynsamlegt væri að sameina sveitarfélög á svæðinu. Þetta þykir mér mjög merkilegt miðað við að meirihluti nefndarmanna var fyrirfram á móti sameiningu," segir Árni Sigfússon. Árni kveðst andvígur því að ganga hart fram í yfirlýsingum þar til íbúar hafi kynnt sér málin, en kynningarfundir verða í öllum sveitarfélögunum þremur í lok mánaðarins. "Þannig viljum við standa að málum hér í Reykjanesbæ." Meirihluti bæjarstjórnar Garðs segir í samþykkt sinni að hún telji hagsmunum íbúanna best borgið með því að Garður verði áfram rekið sem sjálfstætt sveitarfélag enda sé staða þess sterk og framtíðarmöguleikar miklir. Í svipaðan streng er tekið í nýrri bókun bæjarfulltrúa Sandgerðis. Þar segir að eftir skoðun á kostum og göllum sameiningar sveitarfélaga á Suðurnesjum telji bæjarfulltrúarnir umrædda sameiningu ekki tímabæra. Í bókunum beggja sveitarstjórnanna er vakin athygli á mikilli eftirspurn eftir íbúðalóðum og umtalsverðri uppbyggingu á undanförnum árum. Með því að sameina sveitarfélögin þrjú skerðist möguleikar íbúanna til þess að hafa lýðræðisleg áhrif á sitt næsta umhverfi. Íbúarnir eru jafnframt hvattir til þess að kynna sér vel öll rök málsins en þau eru meðal annars að finna á vefsíðum Garðs og Sandgerðis. Íbúar í Garði og Sandgerði eru um 13 til 14 hundruð í hvoru sveitarfélagi en tæplega 11 þúsund í Reykjanesbæ. Alls yrðu íbúarnir um 14 þúsund í sameinuðu sveitarfélagi.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent