Tvö vilja varaformannsætið 8. september 2005 00:01 Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra hafa bæði tilkynnt að þau bjóði sig fram til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er hugsanlegt að frambjóðendum í varaformannsembættið eigi enn eftir að fjölga og í þeim efnum er einkum talað um Árna M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra og verðandi fjármálaráðherra, og Bjarna Benediktsson, þingmann og formann allsherjarnefndar. Þorgerður Katrín segir Sjálfstæðisflokkinn standa á tímamótum eftir að Davíð Oddsson tilkynnti brotthvarf sitt úr stjórnmálunum. "Ég býð mig fram vegna þess að ég held að þarna sé tækifæri til að framfylgja því sem við sjálfstæðismenn höfum barist fyrir og allir gera sér grein fyrir að hefur fært fólki fleiri tækifæri og aukna hamingju," segir Þorgerður. Kristján Þór segist ekki vera í framboði sem landsbyggðarmaður heldur fyrst og fremst sem sjálfstæðismaður inn að beini með hag allra sjálfstæðismanna og sjálfstæðiskvenna að leiðarljósi. "Ég vænti þess að landsfundarfulltrúar meti störf mín, þekkingu og reynslu af sveitarstjórnarmálum þegar þeir gera upp hug sinn. Ég er tilbúinn að leggja mitt af mörkum við að móta innra starf flokksins og stýra honum til nýrra sigra á komandi árum," segir Kristján Þór. Árni M. Mathiesen sagðist í gærkvöld ekki hafa gert upp hug sinn enda hafi hann ekki haft tíma til að hugleiða hugsanlegt framboð vegna anna í tengslum við Íslensku sjávarútvegssýninguna sem nú stendur yfir í Kópavogi. Einungis þrettán einstaklingar hafa gegnt embættum formanns og varaformanns Sjálfstæðisflokksins í 76 ára sögu flokksins. Engin kona er þar á meðal og enginn landsbyggðarmaður sem hægt er að skilgreina sem slíkan með tilliti til búsetu á þeim tíma sem viðkomandi var kosinn. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra hafa bæði tilkynnt að þau bjóði sig fram til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er hugsanlegt að frambjóðendum í varaformannsembættið eigi enn eftir að fjölga og í þeim efnum er einkum talað um Árna M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra og verðandi fjármálaráðherra, og Bjarna Benediktsson, þingmann og formann allsherjarnefndar. Þorgerður Katrín segir Sjálfstæðisflokkinn standa á tímamótum eftir að Davíð Oddsson tilkynnti brotthvarf sitt úr stjórnmálunum. "Ég býð mig fram vegna þess að ég held að þarna sé tækifæri til að framfylgja því sem við sjálfstæðismenn höfum barist fyrir og allir gera sér grein fyrir að hefur fært fólki fleiri tækifæri og aukna hamingju," segir Þorgerður. Kristján Þór segist ekki vera í framboði sem landsbyggðarmaður heldur fyrst og fremst sem sjálfstæðismaður inn að beini með hag allra sjálfstæðismanna og sjálfstæðiskvenna að leiðarljósi. "Ég vænti þess að landsfundarfulltrúar meti störf mín, þekkingu og reynslu af sveitarstjórnarmálum þegar þeir gera upp hug sinn. Ég er tilbúinn að leggja mitt af mörkum við að móta innra starf flokksins og stýra honum til nýrra sigra á komandi árum," segir Kristján Þór. Árni M. Mathiesen sagðist í gærkvöld ekki hafa gert upp hug sinn enda hafi hann ekki haft tíma til að hugleiða hugsanlegt framboð vegna anna í tengslum við Íslensku sjávarútvegssýninguna sem nú stendur yfir í Kópavogi. Einungis þrettán einstaklingar hafa gegnt embættum formanns og varaformanns Sjálfstæðisflokksins í 76 ára sögu flokksins. Engin kona er þar á meðal og enginn landsbyggðarmaður sem hægt er að skilgreina sem slíkan með tilliti til búsetu á þeim tíma sem viðkomandi var kosinn.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent