Kveð með söknuði 7. september 2005 00:01 Ég kveð auðvitað stjórnmálin með miklum söknuði því þau hafa verið líf mitt og yndi," sagði Davíð Oddsson á blaðamannafundi í gær að loknum þingflokks- og miðstjórnarfundi Sjálfstæðisflokksins í Valhöll. Þar kynnti Davíð þá ákvörðun sína að láta af formennsku í Sjálfstæðisflokknum og embætti utanríkis- og hagstofuráðherra. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hefur nú þegar skipað Davíð formann bankastjórnar Seðlabankans og tekur hann við starfinu af Birgi Ísleifi Gunnarssyni 20. október næstkomandi. "Mér finnst ég vera of ungur til að hætta að fá viðnám fyrir mína krafta. Auðvitað vil ég trúa því eftir þá reynslu sem ég hef öðlast að ég geti komið að gagni í störfum þar. Það verður að koma í ljós," sagði Davíð. Geir H. Haarde, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að gefa kost á sér í formannskjöri Sjálfstæðisflokksins í næsta mánuði. "Ég held ég að mér sé óhætt að segja að augu manna hljóta að beinast að varaformanni flokksins, Geir H Haarde. Ætli það verði ekki mín seinustu pólitísku afskipti að kjósa hann," sagði Davíð. "Davíð Oddsson á mjög farsælan feril í stjórnmálum og er búinn að vera í forystu íslenskra stjórnmála um langan tíma. Samstarf okkar hefur verið farsælt. Við munum sakna hans. Ég skil ákvörðun hans og virði hana," segir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra. Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra tekur við embætti fjármálaráðherra og Einar K. Guðfinnsson þingflokksformaður tekur við embætti sjávarútvegsráðherra. Ráðherraskiptin verða á ríkisráðsfundi 27. september. Óráðið er hver tekur við þingflokksformennsku af Einari. Davíð Oddsson hefur verið formaður Sjálfstæðisflokksins í nær fimmtán ár og hefur aðeins Ólafur Thors setið lengur á formannstóli en hann. Davíð hefur haft afskipti af stjórnmálum í liðlega 30 ár. "Ég hef verið afar fyrirferðarmikill í þessu öllu saman, meira segja stundum svo að ýmsum hefur þótt nóg um," sagði Davíð. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Ég kveð auðvitað stjórnmálin með miklum söknuði því þau hafa verið líf mitt og yndi," sagði Davíð Oddsson á blaðamannafundi í gær að loknum þingflokks- og miðstjórnarfundi Sjálfstæðisflokksins í Valhöll. Þar kynnti Davíð þá ákvörðun sína að láta af formennsku í Sjálfstæðisflokknum og embætti utanríkis- og hagstofuráðherra. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hefur nú þegar skipað Davíð formann bankastjórnar Seðlabankans og tekur hann við starfinu af Birgi Ísleifi Gunnarssyni 20. október næstkomandi. "Mér finnst ég vera of ungur til að hætta að fá viðnám fyrir mína krafta. Auðvitað vil ég trúa því eftir þá reynslu sem ég hef öðlast að ég geti komið að gagni í störfum þar. Það verður að koma í ljós," sagði Davíð. Geir H. Haarde, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að gefa kost á sér í formannskjöri Sjálfstæðisflokksins í næsta mánuði. "Ég held ég að mér sé óhætt að segja að augu manna hljóta að beinast að varaformanni flokksins, Geir H Haarde. Ætli það verði ekki mín seinustu pólitísku afskipti að kjósa hann," sagði Davíð. "Davíð Oddsson á mjög farsælan feril í stjórnmálum og er búinn að vera í forystu íslenskra stjórnmála um langan tíma. Samstarf okkar hefur verið farsælt. Við munum sakna hans. Ég skil ákvörðun hans og virði hana," segir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra. Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra tekur við embætti fjármálaráðherra og Einar K. Guðfinnsson þingflokksformaður tekur við embætti sjávarútvegsráðherra. Ráðherraskiptin verða á ríkisráðsfundi 27. september. Óráðið er hver tekur við þingflokksformennsku af Einari. Davíð Oddsson hefur verið formaður Sjálfstæðisflokksins í nær fimmtán ár og hefur aðeins Ólafur Thors setið lengur á formannstóli en hann. Davíð hefur haft afskipti af stjórnmálum í liðlega 30 ár. "Ég hef verið afar fyrirferðarmikill í þessu öllu saman, meira segja stundum svo að ýmsum hefur þótt nóg um," sagði Davíð.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent