Vilja skýrslu dregna til baka 25. ágúst 2005 00:01 Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks segja Reykjavíkurborg hafa greitt 68 til 73 milljónum króna of mikið þegar Stjörnubíósreitur var keyptur af Jóni Ólafssyni athafnamanni árið 2002. Þeir segja "rangar forsendur og óvönduð vinnubrögð" í skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að kaupverðið væri eðlilegt. "Ég tel alveg ljóst eftir okkar athuganir og yfirferð með sérfræðingum að greitt hafi verið algjört yfirverð, enda urðu strax ýmsir fasteignasalar til að benda okkur á það," segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi sjálfstæðismanna. Hann gagnrýnir sérstaklega að í skýrslu innri endurskoðunar hafi verið miðað við verð fasteigna árið 2003 þrátt fyrir að kaupin hafi átt sér stað árið 2002, auk fleiri atriða. "Við höfum krafist þess að skýrslan verði dregin til baka og leiðrétt, eða okkur ella svarað með rökum." Kjartan segir hafa verið gagnrýnt strax við stofnun innri endurskoðunar borgarinnar að embættið heyrði ekki undir borgarráð og borgarstjórn, heldur undir borgarstjóra beint. "Í flestum fyrirtækjum og stofnunum heyrir innri endurskoðun beint undir stjórn. Vinnubrögðin í þessu máli vekja því miður þær spurningar hjá manni hvort borgarstjóri hafi þarna pantað álit og komist upp með það," segir hann. "Það sem sjálfstæðismenn létu frá sér fara í garð embættismann hjá Reykjavíkurborg í bókun sinni í borgarráði er algjörlega fordæmislaust. Þeir efast um dómgreind hans og gefa í skyn að hann lúti pólitískum skipunum frá mér," segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri og telur sjálfstæðismenn hafa blindast af pólitískum ásetningi um að ná sér niðri á Reykjavíkurlistanum. "Þeir fengu úttekt óháðs endurskoðanda sem komst að þeirri niðurstöðu að verðið, sem þeir töldu of hátt, hafi verið fullkomnlega eðlilegt." Hún segist ekki muna eftir því að áður hafi verið gegnið fram með slíku offorsi í borgarstjórninni. Steinunn sagði sjálfstæðismenn ekki hafa fundað með Ágústi Þorkelssyni innri endurskoðanda áður en þeir gerðu sínar athugasemdir, líkt og þeir hafi gefið í skyn. "Það er bara skotið fyrst og spurt svo." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks segja Reykjavíkurborg hafa greitt 68 til 73 milljónum króna of mikið þegar Stjörnubíósreitur var keyptur af Jóni Ólafssyni athafnamanni árið 2002. Þeir segja "rangar forsendur og óvönduð vinnubrögð" í skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að kaupverðið væri eðlilegt. "Ég tel alveg ljóst eftir okkar athuganir og yfirferð með sérfræðingum að greitt hafi verið algjört yfirverð, enda urðu strax ýmsir fasteignasalar til að benda okkur á það," segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi sjálfstæðismanna. Hann gagnrýnir sérstaklega að í skýrslu innri endurskoðunar hafi verið miðað við verð fasteigna árið 2003 þrátt fyrir að kaupin hafi átt sér stað árið 2002, auk fleiri atriða. "Við höfum krafist þess að skýrslan verði dregin til baka og leiðrétt, eða okkur ella svarað með rökum." Kjartan segir hafa verið gagnrýnt strax við stofnun innri endurskoðunar borgarinnar að embættið heyrði ekki undir borgarráð og borgarstjórn, heldur undir borgarstjóra beint. "Í flestum fyrirtækjum og stofnunum heyrir innri endurskoðun beint undir stjórn. Vinnubrögðin í þessu máli vekja því miður þær spurningar hjá manni hvort borgarstjóri hafi þarna pantað álit og komist upp með það," segir hann. "Það sem sjálfstæðismenn létu frá sér fara í garð embættismann hjá Reykjavíkurborg í bókun sinni í borgarráði er algjörlega fordæmislaust. Þeir efast um dómgreind hans og gefa í skyn að hann lúti pólitískum skipunum frá mér," segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri og telur sjálfstæðismenn hafa blindast af pólitískum ásetningi um að ná sér niðri á Reykjavíkurlistanum. "Þeir fengu úttekt óháðs endurskoðanda sem komst að þeirri niðurstöðu að verðið, sem þeir töldu of hátt, hafi verið fullkomnlega eðlilegt." Hún segist ekki muna eftir því að áður hafi verið gegnið fram með slíku offorsi í borgarstjórninni. Steinunn sagði sjálfstæðismenn ekki hafa fundað með Ágústi Þorkelssyni innri endurskoðanda áður en þeir gerðu sínar athugasemdir, líkt og þeir hafi gefið í skyn. "Það er bara skotið fyrst og spurt svo."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent