Barist innbyrðis um hylli kjósenda 18. ágúst 2005 00:01 Skýr merki þess að R-lista flokkarnir séu farnir að berjast innbyrðis um hylli kjósenda birtust á borgarráðsfundi í dag þegar Alfreð Þorsteinsson lagði til að hætti yrði við umdeilda gjaldskrárhækkun á leikskóla, sem Stefán Jón Hafstein hafði aðeins klukkustund áður reynt að vera á fundi með fulltrúum háskólastúdenta. Stefán Jón Hafstein, formaður menntaráðs, hefur undanfarna daga staðið í því að verja yfirvofandi hækkun leikskólagjalda gagnvart fjölskyldum þar sem annað foreldri er í námi, síðast á fundi með fulltrúum stúdentaráðs í morgun. Þegar Stefán mætti svo á borgarráðsfund í hádeginu lagði Alfreð Þorsteinsson fram tillögu um að fallið yrði frá hækkuninni. Alfreð segist ekki era að stríða Samfylkingunni og Stefáni Jóni með breytingartillögunni, heldur segir hann liggja í augum uppi að Reykjavíkurlistinn er búinn að boða gjaldfrjálsan leikskóla sem mun verða í áföngum á næstu misserum. Alfreð finnst því út í hött að á sama tíma sé verið að ákveða hækkun á ákveðna hópa. Hann sagðist sjálfur hafa staðið fyrir tillögunni en eftir að sú tillaga var samþykkt þá komu tillögur um gjaldfrjálsan leiksskóla og forsendur hafi því breyst. Alfreð segir þetta sérstakt mál og þvertekur fyrir að það boði stríð innan Reykjavíkurlistans. Hann telur ekki rétt að standa í stappi við stúdenta núna og þá alls ekki nokkrum mánuðum fyrir kosningar og honum finnst einnig óréttlátt að standa að þessari hækkun. Hann segist halda að Stefán Jón Hafsteins, formaður menntaráðs, sé alveg sammála sér að best væri að koma í veg fyrir þessa hækkun. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri, segir að Alfreð sé ekki að koma aftan að samflokksmönnum. Hann setur tillöguna fram í eigin nafni og hún segir einnig að stúdentar hafi haldið málum sínum mjög á lofti gagnvart þeim. Hún kveðst hafa vitað af tillögunni fyrir fundinn en hún benti á að Alfreð hefi óskað eftir að leggja hana fram undir eigin nafni. Hún sagði enga ástæðu til að setja þetta einstaka tilfelli í stórt pólitískt samhengi. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Skýr merki þess að R-lista flokkarnir séu farnir að berjast innbyrðis um hylli kjósenda birtust á borgarráðsfundi í dag þegar Alfreð Þorsteinsson lagði til að hætti yrði við umdeilda gjaldskrárhækkun á leikskóla, sem Stefán Jón Hafstein hafði aðeins klukkustund áður reynt að vera á fundi með fulltrúum háskólastúdenta. Stefán Jón Hafstein, formaður menntaráðs, hefur undanfarna daga staðið í því að verja yfirvofandi hækkun leikskólagjalda gagnvart fjölskyldum þar sem annað foreldri er í námi, síðast á fundi með fulltrúum stúdentaráðs í morgun. Þegar Stefán mætti svo á borgarráðsfund í hádeginu lagði Alfreð Þorsteinsson fram tillögu um að fallið yrði frá hækkuninni. Alfreð segist ekki era að stríða Samfylkingunni og Stefáni Jóni með breytingartillögunni, heldur segir hann liggja í augum uppi að Reykjavíkurlistinn er búinn að boða gjaldfrjálsan leikskóla sem mun verða í áföngum á næstu misserum. Alfreð finnst því út í hött að á sama tíma sé verið að ákveða hækkun á ákveðna hópa. Hann sagðist sjálfur hafa staðið fyrir tillögunni en eftir að sú tillaga var samþykkt þá komu tillögur um gjaldfrjálsan leiksskóla og forsendur hafi því breyst. Alfreð segir þetta sérstakt mál og þvertekur fyrir að það boði stríð innan Reykjavíkurlistans. Hann telur ekki rétt að standa í stappi við stúdenta núna og þá alls ekki nokkrum mánuðum fyrir kosningar og honum finnst einnig óréttlátt að standa að þessari hækkun. Hann segist halda að Stefán Jón Hafsteins, formaður menntaráðs, sé alveg sammála sér að best væri að koma í veg fyrir þessa hækkun. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri, segir að Alfreð sé ekki að koma aftan að samflokksmönnum. Hann setur tillöguna fram í eigin nafni og hún segir einnig að stúdentar hafi haldið málum sínum mjög á lofti gagnvart þeim. Hún kveðst hafa vitað af tillögunni fyrir fundinn en hún benti á að Alfreð hefi óskað eftir að leggja hana fram undir eigin nafni. Hún sagði enga ástæðu til að setja þetta einstaka tilfelli í stórt pólitískt samhengi.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira