Berst fyrir fatlaða og íþróttir 16. ágúst 2005 00:01 "Mér hefur alltaf þótt þetta áhugavert og er fullur vilja til að starfa þarna," segir Valdimar Leó Friðriksson sem tekur sæti Guðmundar Árna Stefánssonar á Alþingi í haust þegar sá síðarnefndi heldur til Svíþjóðar sem sendiherra Íslands. Fyrsti varaþingmaður Samfylkingarinnar, Ásgeir Friðgeirsson, sagði sig óvænt af lista Samfylkingarinnar. Valdimar átti því síst von á að gerast alþingismaður í fullu starfi á þessu kjörtímabili. "Ég var annar varamaður og átti von á tveimur vikum á þessu kjörtímabili," segir Valdimar kankvís en raunin varð önnur og hefur hann á síðustu tveimur árum leyst af á þingi í samtals fjóra mánuði. Valdimar, sem er menntaður fiskeldisfræðingur en hefur einnig lagt stund á stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, líkar þingsetan vel. "Maður hefur það á tilfinningunni að maður geti komið einhverju til leiðar og haft áhrif," segir Valdimar sem ætlar að leggja áherslu á tvennt í sínu starfi sem þingmaður. "Ég vil strax leggja áherslu á fasta fjárveitingu til sérsambanda Íþrótta- og ólympíusambands Íslands," segir Valdimar sem hefur starfað í íþróttahreyfingum í tuttugu ár. "Þessi málaflokkur er steindauður á Alþingi," segir Valdimar sem ætlar einnig að leggja áherslu á málefni fatlaðra almennt en hann hefur starfað í hlutastarfi á sambýli fyrir einhverfa í tólf ár. Nokkrar breytingar verða því á högum Valdimars í haust. Hann hefur sagt starfi sínu sem framkvæmdastjóri Aftureldingar lausu sem hann hefur starfað við í tólf ár. Þá mun hann einnig hætta sem stuðningsfulltrúi á sambýli auk þess sem hann mun láta af trúnaðarstöðum sem hann hefur gegnt innan SFR starfmannafélagsins. "Ég mun hætta öllu nema sem formaður UMSK," segir Valdimar sem hefur verið kallaður félagsmálatröll af vinum og kunningum enda verið í forsvari í ýmsum nefndum og ráðum allt frá unglingsaldri. Félags- og íþróttamál eru einnig aðaláhugamál Valdimars. "Ég hef aldrei farið á íþróttaæfingu sjálfur sem er ótrúlegt en mér er mjög umhugað að öðrum bjóðist það," segir Valdimar hlæjandi en hann hefur áhuga á knattspyrnu eins og svo margur og heldur bæði með Aftureldingu og ÍA í boltanum enda uppalinn á Akranesi. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
"Mér hefur alltaf þótt þetta áhugavert og er fullur vilja til að starfa þarna," segir Valdimar Leó Friðriksson sem tekur sæti Guðmundar Árna Stefánssonar á Alþingi í haust þegar sá síðarnefndi heldur til Svíþjóðar sem sendiherra Íslands. Fyrsti varaþingmaður Samfylkingarinnar, Ásgeir Friðgeirsson, sagði sig óvænt af lista Samfylkingarinnar. Valdimar átti því síst von á að gerast alþingismaður í fullu starfi á þessu kjörtímabili. "Ég var annar varamaður og átti von á tveimur vikum á þessu kjörtímabili," segir Valdimar kankvís en raunin varð önnur og hefur hann á síðustu tveimur árum leyst af á þingi í samtals fjóra mánuði. Valdimar, sem er menntaður fiskeldisfræðingur en hefur einnig lagt stund á stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, líkar þingsetan vel. "Maður hefur það á tilfinningunni að maður geti komið einhverju til leiðar og haft áhrif," segir Valdimar sem ætlar að leggja áherslu á tvennt í sínu starfi sem þingmaður. "Ég vil strax leggja áherslu á fasta fjárveitingu til sérsambanda Íþrótta- og ólympíusambands Íslands," segir Valdimar sem hefur starfað í íþróttahreyfingum í tuttugu ár. "Þessi málaflokkur er steindauður á Alþingi," segir Valdimar sem ætlar einnig að leggja áherslu á málefni fatlaðra almennt en hann hefur starfað í hlutastarfi á sambýli fyrir einhverfa í tólf ár. Nokkrar breytingar verða því á högum Valdimars í haust. Hann hefur sagt starfi sínu sem framkvæmdastjóri Aftureldingar lausu sem hann hefur starfað við í tólf ár. Þá mun hann einnig hætta sem stuðningsfulltrúi á sambýli auk þess sem hann mun láta af trúnaðarstöðum sem hann hefur gegnt innan SFR starfmannafélagsins. "Ég mun hætta öllu nema sem formaður UMSK," segir Valdimar sem hefur verið kallaður félagsmálatröll af vinum og kunningum enda verið í forsvari í ýmsum nefndum og ráðum allt frá unglingsaldri. Félags- og íþróttamál eru einnig aðaláhugamál Valdimars. "Ég hef aldrei farið á íþróttaæfingu sjálfur sem er ótrúlegt en mér er mjög umhugað að öðrum bjóðist það," segir Valdimar hlæjandi en hann hefur áhuga á knattspyrnu eins og svo margur og heldur bæði með Aftureldingu og ÍA í boltanum enda uppalinn á Akranesi.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira