Gæði íslenskra háskóla séu misjöfn 15. ágúst 2005 00:01 Gæði íslenskra háskóla eru misjöfn og eftirlitshlutverk menntamálaráðuneytisins er svo almenns eðlis að það hefur engar afleiðingar fyrir skólana, segir Rúnar Vilhjálmsson, prófessor við Háskóla Íslands. Hann segir niðurstöður rannsókna sinna á gæðavanda háskólastigsins standa þótt menntamálaráðherra sé ósammála honum. Rúnar Vilhjálmsson prófessor birti grein í síðustu viku um gæðavanda íslenskra háskóla og sagði þar meðal annars að gæðamat og gæðaetirlit með starfsemi íslenskra háskóla af hálfu menntamálaráðuneytisins væri stopult, illa samræmt og áhrifalítið. Einnig sagði hann að engin heildstæð viðmið væru til um það hvaða faglegar kröfur stofnun þarf að uppfylla til að fá viðurkenningu sem háskóli. Þessu hafnaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra í Íslandi í dag fyrir helgi. Hún sagði þá að Rúnar færi með fleipur því öll þau viðmið sem ráðuneytið setti fram væru alþjóðleg. Það hefði kannski farið hljótt en ráðuneytið væri með kröfur um innra eftirlit meðal háskólanna og sömuleiðis ytra eftirlit. Rúnar segir hins vegar að ekkert sem fram komi í grein hans hafi breyst. Hann fagni umræðu ráðherra um það að mikilvægt sé að háskólar á Íslandi uppfylli alþjóðleg viðmið. Samanburður hans á háskólunum sýni hins vegar mikinn mun á gæðum þeirra og hann sýni líka að eftirlitshlutverk menntamálaráðuneytisins sé almenns eðlis og hafi í raun ekki afleiðingar fyrir skólana. Rúnar þvertekur fyrir að greinin sé skrifuð sem bitur vörn fyrir hönd Háskóla Íslands vegna vinsælda og velgengni einkaskólanna. Það sé einfaldlega mikilvægt að skilgreina ólík hlutverk háskólanna. En setjum okkur í spor nýútskrifaðs stúdents sem er að velja sér háskóla. Er vandamálið það að skólarnir eru mjög misgóðir og við vitum það ekki eða bara það að óháð mat á gæðum er ekki fyrir hendi en skólarnir geta allir verið prýðilegir? Rúnar segir að ef val stúdenta eigi að hafa eitthvað með gæði að gera þá verði þeir að hafa til þess upplýsingar en þær samræmdu upplýsingar skorti. Nemendur gangi því að því með óljósum huga hver raunveruleg gæði kennslunnar séu í einstökum námsleiðum og þeir hafi nánast engar upplýsingar um rannsóknirnar sem stundaðar séu í skólanum. Þess má geta að nefnd um endurskoðun laga um háskóla er að störfum og samráðsnefnd háskóla hefur lagt til að komið verði á fót einhvers konar matsstofnun. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Gæði íslenskra háskóla eru misjöfn og eftirlitshlutverk menntamálaráðuneytisins er svo almenns eðlis að það hefur engar afleiðingar fyrir skólana, segir Rúnar Vilhjálmsson, prófessor við Háskóla Íslands. Hann segir niðurstöður rannsókna sinna á gæðavanda háskólastigsins standa þótt menntamálaráðherra sé ósammála honum. Rúnar Vilhjálmsson prófessor birti grein í síðustu viku um gæðavanda íslenskra háskóla og sagði þar meðal annars að gæðamat og gæðaetirlit með starfsemi íslenskra háskóla af hálfu menntamálaráðuneytisins væri stopult, illa samræmt og áhrifalítið. Einnig sagði hann að engin heildstæð viðmið væru til um það hvaða faglegar kröfur stofnun þarf að uppfylla til að fá viðurkenningu sem háskóli. Þessu hafnaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra í Íslandi í dag fyrir helgi. Hún sagði þá að Rúnar færi með fleipur því öll þau viðmið sem ráðuneytið setti fram væru alþjóðleg. Það hefði kannski farið hljótt en ráðuneytið væri með kröfur um innra eftirlit meðal háskólanna og sömuleiðis ytra eftirlit. Rúnar segir hins vegar að ekkert sem fram komi í grein hans hafi breyst. Hann fagni umræðu ráðherra um það að mikilvægt sé að háskólar á Íslandi uppfylli alþjóðleg viðmið. Samanburður hans á háskólunum sýni hins vegar mikinn mun á gæðum þeirra og hann sýni líka að eftirlitshlutverk menntamálaráðuneytisins sé almenns eðlis og hafi í raun ekki afleiðingar fyrir skólana. Rúnar þvertekur fyrir að greinin sé skrifuð sem bitur vörn fyrir hönd Háskóla Íslands vegna vinsælda og velgengni einkaskólanna. Það sé einfaldlega mikilvægt að skilgreina ólík hlutverk háskólanna. En setjum okkur í spor nýútskrifaðs stúdents sem er að velja sér háskóla. Er vandamálið það að skólarnir eru mjög misgóðir og við vitum það ekki eða bara það að óháð mat á gæðum er ekki fyrir hendi en skólarnir geta allir verið prýðilegir? Rúnar segir að ef val stúdenta eigi að hafa eitthvað með gæði að gera þá verði þeir að hafa til þess upplýsingar en þær samræmdu upplýsingar skorti. Nemendur gangi því að því með óljósum huga hver raunveruleg gæði kennslunnar séu í einstökum námsleiðum og þeir hafi nánast engar upplýsingar um rannsóknirnar sem stundaðar séu í skólanum. Þess má geta að nefnd um endurskoðun laga um háskóla er að störfum og samráðsnefnd háskóla hefur lagt til að komið verði á fót einhvers konar matsstofnun.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira