Blæs á sögusagnir um klofning 15. ágúst 2005 00:01 Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, blæs á sögusagnir um að hreyfingin í Reykjavík sé að klofna. Félagsfundur Vinstri - grænna í Reykjavík verður haldinn í kvöld þar sem ákveðið verður hvort vinstri - grænir vilji halda R-listasamstarfinu áfram. Ekki eru taldar miklar líkur á því að hreyfingin vilji áframhaldandi samstarf og því verði ákveðið að bjóða fram sér fyrir borgarstjórnarkosningarnar á næsta ári. Aðspurður hvort hann sé hræddur um að vinstri - grænir í Reykjavík muni klofna ef niðurstaðan verður sú að hreyfingin dragi sig út úr R-listasamstarfinu segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins, að hann sé það alls ekki. Það hafi einkennt framgöngu vinstri - grænna í málinu að þar á bæ hafi málin verið unnin lýðræðislega og félagslega og bæði stjórn félagsins, viðræðunefnd og borgarfulltrúar flokksins hafi sótt skýrt umboð til almennra félagsfunda eins og þess sem halda eigi í kvöld. Þó svo að menn kunni að hafa mismunandi skoðanir og mat á stöðunni hafi menn staðið saman um þá stefnu sem ákveðin hafi verið. Hann hafi því engar áhyggjur af klofningi og telur að menn ættu að gæta þess í einhverri taugaveiklun og kjaftagangi að fara ekki fram úr sér. Fréttastofan sagði frá því í gær að þreifingar væru hafnar um framhald á stjórnarsamstarfi í borginni án þátttöku vinstri - grænna en með frjálslyndum og óháðum. Inn í þetta nýja R-listassamstarf kæmu enn fremur ýmsir fulltrúar Vinstri - grænna sem myndu kljúfa sig úr flokknum. Spurður hvernig honum lítist á þessar hugmyndir segir Steingrímur að hann hafi enga skoðun á því á meðan um sé að ræða orðróm og sögusagnir. Vinstri - grænir hafi talið að þeir væru í alvöru viðræðum á heiðarlegum grundvelli um það hvort kosningabandalag flokkanna þriggja gæti haldið áfram á sama grunni og það hefur verið. Það hafi verið vilji til þess af hálfu vinstri - grænna að láta reyna á það til þrautar en ekki hafi náðst samkomulag um slíkt. Það sé þá allt annað mál ef menn ætli að búa til nýtt samstarf á nýjum grunni. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, blæs á sögusagnir um að hreyfingin í Reykjavík sé að klofna. Félagsfundur Vinstri - grænna í Reykjavík verður haldinn í kvöld þar sem ákveðið verður hvort vinstri - grænir vilji halda R-listasamstarfinu áfram. Ekki eru taldar miklar líkur á því að hreyfingin vilji áframhaldandi samstarf og því verði ákveðið að bjóða fram sér fyrir borgarstjórnarkosningarnar á næsta ári. Aðspurður hvort hann sé hræddur um að vinstri - grænir í Reykjavík muni klofna ef niðurstaðan verður sú að hreyfingin dragi sig út úr R-listasamstarfinu segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins, að hann sé það alls ekki. Það hafi einkennt framgöngu vinstri - grænna í málinu að þar á bæ hafi málin verið unnin lýðræðislega og félagslega og bæði stjórn félagsins, viðræðunefnd og borgarfulltrúar flokksins hafi sótt skýrt umboð til almennra félagsfunda eins og þess sem halda eigi í kvöld. Þó svo að menn kunni að hafa mismunandi skoðanir og mat á stöðunni hafi menn staðið saman um þá stefnu sem ákveðin hafi verið. Hann hafi því engar áhyggjur af klofningi og telur að menn ættu að gæta þess í einhverri taugaveiklun og kjaftagangi að fara ekki fram úr sér. Fréttastofan sagði frá því í gær að þreifingar væru hafnar um framhald á stjórnarsamstarfi í borginni án þátttöku vinstri - grænna en með frjálslyndum og óháðum. Inn í þetta nýja R-listassamstarf kæmu enn fremur ýmsir fulltrúar Vinstri - grænna sem myndu kljúfa sig úr flokknum. Spurður hvernig honum lítist á þessar hugmyndir segir Steingrímur að hann hafi enga skoðun á því á meðan um sé að ræða orðróm og sögusagnir. Vinstri - grænir hafi talið að þeir væru í alvöru viðræðum á heiðarlegum grundvelli um það hvort kosningabandalag flokkanna þriggja gæti haldið áfram á sama grunni og það hefur verið. Það hafi verið vilji til þess af hálfu vinstri - grænna að láta reyna á það til þrautar en ekki hafi náðst samkomulag um slíkt. Það sé þá allt annað mál ef menn ætli að búa til nýtt samstarf á nýjum grunni.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira