R-listaflokkar leita allra leiða 14. ágúst 2005 00:01 R-listafólk leitar allra leiða til að viðhalda samstarfi um stjórn borgarinnar. Klofningur er í röðum Vinstri-grænna; borgarfulltrúar vilja halda samstarfinu áfram en óvíst er hvort flokksstjórnin samþykkir það. Frjálslyndir útiloka ekki að koma að samstarfinu. Björk Vilhelmsdóttir lýsir skoðunum sínum í Morgunblaðinu í dag og fer ekki á milli mála að hún telur R-listann einu leiðina til að koma sjónarmiðum og stefnumálum Vinstri-grænna á framfæri. Hún telur að samstarf Samfylkingar og Framsóknar sé útilokað að loknum kosningum verði enginn R-listi til; líklegra sé að Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn taki saman. Það blasi því við Vinstri-grænum að sitja áhrifalausir í stjórnarandstöðu náist ekki samkomulag um áframhald R-listans. Og Björk segir tvo borgarfulltrúa auk formennsku í nefndum sem skipta Vinstri-græna máli ætti að tryggja flokknum þá sérstöðu sem flestir vilji sjá. Árni Þór Sigurðsson, flokksbróðir Bjarkar, er henni ósammála. Í samtali við fréttastofuna sagði hann ekki telja R-listann einu leiðina í lífinu, án þess að hann væri beinlínis mótfallinn listanum. Það væri veruleg einföldun að láta sem kostirnir væru áframhaldandi R-listasamstarf eða stjórnarandstaða. Það væri ekkert því til fyrirstöðu að flokkarnir mynduðu meirihluta eftir kosningar þó að þeri biðu ekki sameiginlega fram. Ljóst er að margir vöknuðu upp við vondan draum á fimmtudaginn var, þegar virtist sem R-listinn væri endanlega dauður. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa Frjálslyndir verið nefndir sem hugsanleg viðbót við R-listann í stað vinstri grænna. Margrét Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri flokksins, sagði rétt fyrir fréttir að engar viðræður hefðu farið fram þess efnis, en hún vildi ekki útiloka neitt. Hugsanlegt samstarf færi eftir því á hvaða forsendum það ætti að vera, en fyrst yrði þó að leiða mál núverandi R-lista flokka til lykta. Frjálslyndir stefndu annars ótrauðir að sérframboði og vildu fá tvo borgarfulltrúa. Björk Vilhelmsdóttir bindur vonir við að flokksmenn láti til sín taka á flokksráðsfundi annað kvöld og að þar verði endanlega ákveðið að vera með í R-lista framboði. Heimildir fréttastofunnar herma að öðrum kosti sé hópur innan vinstri grænna reiðubúinn að kljúfa sig út úr flokknum og ganga til samstarfs við Samfylkingu og Framsókn í R-listanum. Árni Þór Sigurðsson er ekki innan þessa hóps og segir ekki ætla að segja sig úr flokknum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
R-listafólk leitar allra leiða til að viðhalda samstarfi um stjórn borgarinnar. Klofningur er í röðum Vinstri-grænna; borgarfulltrúar vilja halda samstarfinu áfram en óvíst er hvort flokksstjórnin samþykkir það. Frjálslyndir útiloka ekki að koma að samstarfinu. Björk Vilhelmsdóttir lýsir skoðunum sínum í Morgunblaðinu í dag og fer ekki á milli mála að hún telur R-listann einu leiðina til að koma sjónarmiðum og stefnumálum Vinstri-grænna á framfæri. Hún telur að samstarf Samfylkingar og Framsóknar sé útilokað að loknum kosningum verði enginn R-listi til; líklegra sé að Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn taki saman. Það blasi því við Vinstri-grænum að sitja áhrifalausir í stjórnarandstöðu náist ekki samkomulag um áframhald R-listans. Og Björk segir tvo borgarfulltrúa auk formennsku í nefndum sem skipta Vinstri-græna máli ætti að tryggja flokknum þá sérstöðu sem flestir vilji sjá. Árni Þór Sigurðsson, flokksbróðir Bjarkar, er henni ósammála. Í samtali við fréttastofuna sagði hann ekki telja R-listann einu leiðina í lífinu, án þess að hann væri beinlínis mótfallinn listanum. Það væri veruleg einföldun að láta sem kostirnir væru áframhaldandi R-listasamstarf eða stjórnarandstaða. Það væri ekkert því til fyrirstöðu að flokkarnir mynduðu meirihluta eftir kosningar þó að þeri biðu ekki sameiginlega fram. Ljóst er að margir vöknuðu upp við vondan draum á fimmtudaginn var, þegar virtist sem R-listinn væri endanlega dauður. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa Frjálslyndir verið nefndir sem hugsanleg viðbót við R-listann í stað vinstri grænna. Margrét Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri flokksins, sagði rétt fyrir fréttir að engar viðræður hefðu farið fram þess efnis, en hún vildi ekki útiloka neitt. Hugsanlegt samstarf færi eftir því á hvaða forsendum það ætti að vera, en fyrst yrði þó að leiða mál núverandi R-lista flokka til lykta. Frjálslyndir stefndu annars ótrauðir að sérframboði og vildu fá tvo borgarfulltrúa. Björk Vilhelmsdóttir bindur vonir við að flokksmenn láti til sín taka á flokksráðsfundi annað kvöld og að þar verði endanlega ákveðið að vera með í R-lista framboði. Heimildir fréttastofunnar herma að öðrum kosti sé hópur innan vinstri grænna reiðubúinn að kljúfa sig út úr flokknum og ganga til samstarfs við Samfylkingu og Framsókn í R-listanum. Árni Þór Sigurðsson er ekki innan þessa hóps og segir ekki ætla að segja sig úr flokknum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira